Skólanefnd

263. fundur 02. nóvember 2022 kl. 12:00 - 13:05 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Bjarki Ármann Oddsson
  • Hafdís Inga Haraldsdóttir
  • Sóley Kjerúlf Svansdóttir
  • Guðmundur Sigurbjörn Óskarsson
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
  • Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri
  • Inga Vala Gísladóttir staðgengill leikskólastjóra
  • Hulda Rún Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Anna Guðmundsdóttir formaður

Dagskrá:

1. Starfsáætlun Krummakots 2022-2023 - 2209012
Skólanefnd leggur til að starfsáætlun Krummakots verði samþykkt en beinir því jafnframt til stjórnenda að skyndihjálparnámskeið verði haldið sem fyrst fyrir starfsfólk.

2. Fjárhagsáætlun 2023 - Skólanefnd - 2210045
Skólanefnd beinir því til sveitarstjórnar að til séu fjárheimildir til reglulegrar endurnýjunar tölvubúnaðar. Einnig tekur skólanefnd undir óskir skólastjóra Hrafnagilsskóla, um endurnýjun á húsbúnaði og að haldið verði áfram að byggja upp útisvæði skólans, og beinir þeim óskum til sveitarstjórnar. Enn fremur þarf að gera ráð fyrir auknum fjárheimildum ef til þess kemur að bílum verði fjölgað í skólaakstri. Að öðru leyti gerir skólanefnd ekki athugasemd við fjárhagsáætlun ársins 2023.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:05

Getum við bætt efni síðunnar?