Skólanefnd

163. fundur 22. ágúst 2007 kl. 09:13 - 09:13 Eldri-fundur
163 fundur í skólanefnd Eyjafjarðarsveitar var haldinn miðvikudaginn 21.ágúst 2007 að Syðra-Laugalandi.

Fundurinn hófst klukkan 20:30

Mættir:    
Skólanefnd:
Auðbjörg Geirsdóttir
Guðrún Harðardóttir
Ingibjörg ösp Stefánsdóttir
Sigríður Bjarnadóttir og
Sigurður Eiríksson

áheyrnarfulltrúar:
Anna Gunnbjörnsdóttir


Dagskrá fundarins var eftirfarandi:

1. Starfsmannamál Krummakots.
Anna kynnti breytingar á mönnun leikskólans. Ellefu af sautján starfsmönnum Krummakots hafa fagmenntun og hefur það hlutfall aldrei verið hærra.

2. Aðsókn, skipting á deildir.
Engin börn eru á biðlista og laus pláss á allar deildir.  Mögulegt er að bæta við 8-12 börnum á leikskólann.  

3. Umsókn um leikskólavist utan lögheimilissveitarfélags.
Umsókninni hafnað með vísan í samþykkt skólanefndar þar að lútandi frá nóvember 2006. Formanni falið að svara umsókninni.

4. önnur mál.
Ekkert fært til bókar.


Fundi slitið kl. 22.00
Fundargerð ritaði Guðrún Harðardóttir.
Getum við bætt efni síðunnar?