Skólanefnd

167. fundur 02. nóvember 2007 kl. 12:40 - 12:40 Eldri-fundur
167. fundur í skólanefnd Eyjafjarðarsveitar var haldinn fimmtudaginn 1. nóvember 2007 að Syðra-Laugalandi.
Fundurinn hófst klukkan 20:30.

Mættir:
Skólanefnd:
Inga Björk Harðardóttir
Ingibjörg ösp Stefánsdóttir
Margrét ívarsdóttir
Sigríður Bjarnadóttir - formaður -
Valdimar Gunnarsson - ritari -

áheyrnarfulltrúar:
Anna Gunnbjörnsdóttir


Dagskrá fundarins var sem hér segir:

1) Málefni leikskóla
a) Lagt til að vinnuferli fjárhagsáætlunar fyrir leikskólann fylgi sama ferli og vinnuferli fjárhagsáætlunar grunnskólans.
b) Októbervinna samkvæmt sama vinnuferli:
(1) Forsendur næsta árs metnar og ákveðnar lokið
(2) þriggja ára áætlun endurskoðuð lokið
(3) allir þættir fjárhagsáætlunar skoðaðir
(4) áætlun um stærri útgjöld á komandi fjárhagsári
(5) hugsanleg breyting milli skólaára
c) úttekt fagaðila á lóð leikskólans Krummakots.
d) Húsnæðismál leikskólakennara.
2) Skólanefnd – vinnuferill,
3) önnur mál.

Formaður, Sigríður Bjarnadóttir setti fund og kynnti dagskrá. Síðan var gengið til dagskrár.
1) Fjárhagsáætlun leikskóla
a) Samþykkt var að fylgja þeim vinnuferli sem fylgt er við gerð fjárhagsáætlunar grunnskólans.
b) Anna Gunnbjörnsdóttir fór yfir samantekna fjárhagsáætlun 2007 og helstu breytingar fyrir áætlun 2008. óskað er hækkunar á nokkrum liðum og færði Anna fram rök fyrir slíkum hækkunum enda hefur börnum fjölgað og áætlun sl. árs var víða skorin við nögl frekar en hitt. Engin veruleg nýmæli voru í þessum liðum en Ingibjörg ösp tók að sér að kryfja kostnað vegna tölvutenginga og internetþjónustu fyrir næsta fund.
c) Anna dreifði skýrslu um úttekt á leikskólalóðinni, þar komu fram nokkur atriði sem þörf er að lagfæra. ákveðið var að fresta umræðu um endurbætur þar til fyrir liggur skýrsla um staðarval. Einnig var rætt lítillega um starfsmannaaðstöðu sem er verulega áfátt en ákveðið að fresta þeirri umræðu á sömu forsendum.
d) Skólanefnd telur ástæðu til að gæta þess að leikskólinn hafi aðgang að íbúðarhúsnæði á vegum sveitarinnar á sama hátt og grunnskólinn – í hlutfalli við fjölda stöðugilda.

2) Umræðu um vinnuferli skólanefndar var frestað


3) önnur mál

a) Formaður sagði frá að samkomulag hefði verið gert um hvaða tegund hraðahindrunar skyldi setja við Hrafnagilsskóla. Frekari undirbúningur er á snærum Vegagerðar.
b) Inga Björk vakti máls á mataræði í mötuneyti Hrafnagilsskóla. Hún taldi ástæðu til að skoða nánar notkun unninna kjötvara, litarefna í mat o.s.frv. Skólanefnd telur ástæðu til að kanna hvort til séu viðmið eða staðlar sem hægt væri að styðjast við í þessu efni. Inga Björk tekur að sér að kanna málið fyrir næsta fund.
c) Anna Gunnbjörnsdóttir lét þess getið að hún hefði í hyggju að hætta starfi sínu sem leikskólastjóri næsta sumar.
d) Næsti fundur er settur 22. nóv. nk. og ákveðið að óska eftir að sveitar- eða skrifstofustjóri kæmi á fundinn

Fundi slitið kl. 23:00

Valdimar Gunnarsson ritaði fundargerð.

Getum við bætt efni síðunnar?