Skólanefnd

174. fundur 05. júní 2008 kl. 09:52 - 09:52 Eldri-fundur
174. fundur skólanefndar Eyjafjarðarsveitar haldinn  að Syðra Laugalandi, miðvikudaginn 21. maí 2008 og hófst hann kl. 20:00
Fundinn sátu:
Sigríður Bjarnadóttir, Guðrún Harðardóttir, Inga Björk Harðardóttir, Ingibjörg ösp Stefánsdóttir,

Fundargerð ritaði:  Guðrún Harðardóttir ,

Skipa þarf varamenn í skólanefnd og hafa jafnmarga aðalmönnum en frá haustdögum 2007 hefur varamannabekkurinn ekki verið fullskipaður. Inga Björk Harðardóttir hefur tekið að sér varaformennsku.

Dagskrá:

1.    0803046 - Mótun menntastefnu sveitarfélagsins.
Skólanefnd leggur til að Karl Frímannsson verði ráðinn verkefnastjóri.


2.    0803047 - Hugmyndir að aukinni samþættingu milli skólastiga.
Skólanefnd leggur til að skipaður verði sjö manna vinnuhópur. Hann verði skipaður eftirtöldum: Leikskólastjóra, sem auk þess tilnefnir starfsmann úr sínum röðum, skólastjóra, sem tilnefnir starfsmann úr sínum röðum, tveimur fulltrúum úr skólanefnd og einum fulltrúa úr sveitarstjórn. Auk þess starfsmanni frá skrifstofu sveitarfélagsins sem yrði ritari og héldi utan um starf hópsins. Fulltrúar skólanefndar eru: Sigríður Bjarnadóttir og Inga Björk Harðardóttir.


3.    0804021 - Ráðning leikskólastjóra 2008.
Farið var yfir umsækjendur með Jónínu hjá Capacent sem hefur haft umsjón með ráðningarferlinu. Henni var falið að vinna áfram að málinu.



Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   21.20
Getum við bætt efni síðunnar?