Sveitarstjórn

207. fundur 07. desember 2006 kl. 00:41 - 00:41 Eldri-fundur

207. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, haldinn í fundarsal sveitarstjórnar 18. júní 2002, kl. 20:00.

Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Arnar árnason, Jón Jónsson, Valgerður Jónsdóttir, Valdimar Gunnarsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.

 

 

1. Breyting á samþykkt um stjórn og fundarsköp Eyjafjarðarsveitar, síðari umræða
Eftirfarandi var samþykkt samhljóða.

Samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Eyjafjarðarsveitar nr. 381/1999.

1. gr.

A-kafli 51. gr. samþykktarinnar breytist og orðist svo:

A. á fyrsta fundi nýkjörinnar sveitarstjórnar.

1. Kjörstjórn við alþingis- og sveitarstjórnakosningar. þrír aðalmenn og jafnmargir til vara skv. 15. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000 sbr. einnig 8. mgr. 14. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998, m. s. b.


2. gr.

Eftirfarandi breyting verði á B-kafla 51. gr. samþykktarinnar:

a.
Við 1. tl. bætist ný málsgrein, sem orðast svo: Jafnframt fari atvinnumálanefnd með framkvæmd fjallskilamála í umboði sveitarstjórnar sbr. 3. gr. fjallskila-samþykktar fyrir sveitarfélög á svæði héraðsnefndar Eyjafjarðar, nr. 235/1996 og málefni sem snerta búfjárhald, forðagæslu o. fl. sbr. 9. gr. laga nr. 46/1991, um búfjárhald og forðagæslu.

b.
2. tl., bókasafnsnefnd. Nefndin er lögð niður og verkefni hennar færð til menningarmálanefndar.

c.
3. tl., búfjáreftirlitsmaður. ákvæðið fellt brott og ábyrgð á fjallskilum og búfjáreftirliti færð til atvinnumálanefndar.

d.
4. tl., félagsmálanefnd, verður 2. tl. Fulltrúar verði fimm. Við núverandi málsgrein bætist: - og annast nefndin m. a. málefni heimaþjónustu, framfærslumál og áfengisvarnir. Ný málsgrein: Félagsmálanefnd fer jafnframt með stjórn og samræmingu húsnæðismála sveitarfélagsins sbr. 6. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998, og jafnréttismál sbr. 10. gr. laga nr. 96/2000, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

e.
5. tl., fjallskilastjórn. ákvæðið fellt brott og verkefnin falin atvinnumálanefnd.

f.
6. tl., húsnæðisnefnd. Nefndin lögð niður og verkefni hennar falin félagsmála-nefnd.

g.
7. tl., íþrótta- og tómstundanefnd, verður 3. tl.

h.
8. tl., jafnréttisnefnd. Nefndin lögð niður og verkefni hennar flutt til félagsmálanefndar.

i.
9. tl., kjörstjórn við sveitarstjórnarkosningar. ákvæðið fellt brott. Kjörstjórn sbr. A-kafla starfi bæði við kosningar til Alþingis og sveitarstjórnakosningar.


j.
10. tl., launanefnd, verður 4. tl. og hljóði svo: þrír aðalmenn og jafnmargir til vara. Nefndin er sveitarstjórn til ráðuneytis í launa- og kjaramálum og vinnur að gerð kjarasamninga fyrir sveitarfélagið hafi umboð til kjarasamninga ekki verið falið öðrum s. s. sameiginlegri launanefnd sveitarfélaga.

k.
11. tl., menningarmálanefnd, verður 5. tl. og við bætist: Menningarmálanefnd fer auk þess með bókasafnsmál sbr. 7. gr. laga nr. 36/1997, um almennings- bókasöfn, lög nr. 66/1995, um grunnskóla, og samning um bókasafn Eyjafjarðarsveitar dags. 2. feb. 1999.

l.
12. tl., skipulagsnefnd, verður 6. tl.

m.
13. tl., skoðunarmenn, verður 7. tl.

n.
14. tl., skólanefnd, verður 8. tl. og hljóði svo: Skólanefnd fari bæði með málefni leikskólans og grunnskólans og sitji í henni fimm aðalmenn og jafnmargir til vara. Nefndin er sveitarstjórn til ráðuneytis í (skólamálum) málefnum skólanna sbr. 12. og 13. gr. laga nr. 66/1995, um grunnskóla, og 9. gr. laga nr. 78/1994, um leikskóla, sbr. einnig erindisbréf fyrir skólanefnd Eyjafjarðarsveitar.

o.
15. tl., úttektarmaður, verður 9. tl.

p.
16. tl., umferðarnefnd, verður 10. tl.

r.
17. tl. umhverfisnefnd, verður 11. tl.

s.
12. tl. stjórn félagsheimila. Stjórn félagsheimila Eyjafjarðarsveitar skal skipuð 5 fulltrúum sem þannig eru valdir:
a. Sveitarstjórn skipar tvo fulltrúa. Skal annar þeirra tilnefndur af menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar.
b. Aðrir eigendur hvers húss skipa sameiginlega einn fulltrúa fyrir hvert hús til að taka sæti í stjórninni.
c. Jafnmargir varamenn skulu skipaðir með sama hætti og segir í a og b lið.


3. gr.

Eftirfarandi breyting verður á C-kafla 51. gr.:

a.
3. tl. verður, barnaverndarnefnd.

b.
4. tl. verður, héraðsnefnd.

c.
5. tl. verður, skólanefnd Tónlistarskóla Eyjafjarðar.

d.
6. tl. verður, svæðisbyggingarnefnd, og hljóði svo:
Einn aðalfulltrúi og einn til vara sbr. 6. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og tl. 1.2. í samningi sveitarfélaga við Eyjafjörð dags. 12. des. 2001.

e.
6. tl. öldrunarnefnd, verður 7. tl. og falli brott.

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar kemur að kosningu, tilnefningu eða skipan fulltrúa í stjórn eftirtalinna stofnana ásamt með öðrum sveitarfélögum:

7. tl. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar bs.
Stjórn byggðasamlagsins skal skipuð 5 mönnum og tveimur til vara. þar af tilnefnir Akureyrarbær þrjá fulltrúa og einn til vara og önnur aðildarsveitarfélög tilnefna tvo fulltrúa og einn til vara. Kjörtímabil stjórnar er eitt ár og fer skipan hennar fram á aðalfundi sbr. stofnsamning frá 15. okt. 1998 með síðari breytingum.

8. tl. Byggingarnefnd Menntaskólans á Akureyri.
Einn fulltrúa annarra sveitarfélaga en Akureyrar innan Héraðsnefndar sbr. 37. gr. laga nr. 80/1996, um framhaldsskóla.

9. tl. Byggingarnefnd Verkmenntaskólans á Akureyri.
Einn fulltrúa annarra sveitarfélaga en Akureyrar innan Héraðsnefndar sbr. 37. gr. laga nr. 80/1996, um framhaldsskóla.

10. tl. Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra.
Heilbrigðisnefnd skal skipuð til fjögurra ára á aðalfundi Eyþings að afloknum sveitarstjórnakosningum sbr. 2. gr. samstarfssamnings sveitarfélaga á Norðurlandi eystra um skipan heilbrigðisnefndar og rekstur heilbrigðiseftirlits sbr. samþykkt frá aðalfundi Eyþings 4. sept. 1998, sbr. einnig lög nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir. Sveitarstjórnir í Héraðsnefnd Eyjafjarðar, aðrar en bæjarstjórn Akureyrar tilnefna einn aðalmann og einn varamann í heilbrigðisnefnd.

11. tl. Minjasafnið á Akureyri.
Skv. 7. gr. stofnskrár um Minjasafnið á Akureyri frá 9. des. 1998 skulu sveitarfélög í Héraðsnefnd Eyjafjarðar, önnur en Akureyri, skipa sameiginlega tvo fulltrúa í stjórn safnsins og jafnmarga til vara. Kjörtímabil stjórnar er fjögur ár og er hið sama og sveitarstjórna.

12. tl. Náttúruverndarnefnd.
Sveitarfélög á svæði Héraðsnefndarinnar skulu kjósa 5 fulltrúa í náttúruverndarnefnd sbr. 11. gr. laga nr. 44/1999, um náttúruvernd.

13. tl. Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar.
Stjórn Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar skal skipuð sjö mönnum til eins árs í senn. Sveitarfélög í Eyjafirði sbr. 4. gr. skipulagsskrár Símenntunarmiðstöðvarinnar frá 29. mars 2000 tilnefnd tvo fulltrúa, þar af Akureyrarbær annan en hin sveitarfélögin tilnefna sameiginlega hinn fulltrúann. Varamenn skulu tilnefndir með sama hætti.

14. tl. Skólanefnd Menntaskólans á Akureyri.
Einn aðalmann og einn til vara sbr. 2. mgr. 6. gr. laga nr. 80/1996, um framhaldsskóla, með síðari breytingum.

15. tl. Skólanefnd Verkmenntaskólans á Akureyri.
Einn aðalmann og einn til vara sbr.. 2. mgr. 6. gr. laga nr. 80/1996, um framhaldsskóla, með síðari breytingum.

16. tl. Sorpeyðing Eyjafjarðar bs.
Stjórn byggðasamlagsins er skipuð fimm mönnum og jafnmörgum til vara sbr. 9. gr. stofnsamnings frá 9. des. 1998. Skal stjórnin kosin af Héraðsnefnd Eyjafjarðar og skal kjörtímabil hennar vera það sama og Héraðsnefndar þ. e. fjögur ár.

17. tl. Veganefnd.
Sveitarfélög sem aðild eiga að Héraðsnefndinni, önnur en Akureyri, kjósa fimm aðalmenn sbr. samþykkt Héraðsnefndar frá 13. júlí 1994 og 5. gr. vegalaga, nr. 45/1994, með síðari breytingum.

18. tl. þjónustuhópur aldraðra.
Sveitarstjórnir í heilsugæsluumdæmum skulu skipa fimm fulltrúa í þjónustuhóp aldraðra, þar af tvo án tilnefningar sbr. 7. gr. laga nr. 125/1999, um málefni aldraðra sbr. einnig 2. gr. reglugerðar nr. 791/2001, um þjónustuhóp aldraðra og vistunarmat aldraðra (Akureyrarbær hefur skipað einn og önnur sveitarfélög í heilsugæslu-umdæminu einn sameiginlega).

 

2. Staðfesting á breytingu á samþykkt fyrir Eignasjóð Eyjafjarðarsveitar, síðari umræða
Tillaga um breytingu á 3. gr. sem orðist svo:
"Sveitarstjórn fer með stjórn og málefni Eignasjóðs."
Fyrir lá samþykkt fyrir Eignasjóð þar sem þessi breyting hefur verið gerð og lagfæringar sem af henni leiða.

Breytingin samþykkt samhljóða.

 

3. Kosning í nefndir sbr. B-lið 51. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Eyjafjarðarsveitar
Eftirfarandi skipanir voru samþykktar samhljóða.
Sveitarstjóra falið að kalla nefndirnar saman til fyrsta fundar.

 

Atvinnumálanefnd
Aðalmenn:
Jón Jónsson F, Stekkjarflötum
Vaka Jónsdóttir F, Punkti
Birgir Arason F, Gullbrekku
Páll Snorrason H, Hvammi
Sigríður Bjarnadóttir H, Hólsgerði

 

Varamenn:
Garðar Már Birgisson F, Stokkahlöðum
Helgi örlygsson F, þórustöðum 7
Hreiðar B. Hreiðarsson F, þrastarlundi
Rósa Hreinsdóttir H, Halldórsstöðum
Baldur Benjamínsson H, Ytri-Tjörnum

 

Félagsmálanefnd
Aðalmenn:
Hrefna Ingólfsdóttir F ásum
ármann Skjaldarson F Skáldsstöðum
Ingjaldur Arnþórsson F Laugalandi
Eygló Daníelsdóttir H Kristnes 8
Eiríkur Hreiðarsson H Grísará

 

Varamenn:
Aðalheiður Harðardóttir F Rifkelsstöðum
Anna Guðmundsdóttir F Reykhúsum ytri
Kristrún þórhallssdóttir F Ystagerði
María Tryggvadóttir H Grænuhlíð
Sigurður Eyjólfsson H Kristnesi 10

 

íþrótta-og tómstundanefnd
Aðalmenn:
Dýrleif Jónsdóttir F Litla Garði
Gunnur ýr Stefánsdóttir F Punkti
ásta Stefánsdóttir F Brekkutröð 6
Sveinbjörg Helgadóttir H Torfum
Kristín Kolbeinsdóttir H Vökulandi

 

Varamenn:
Elmar Sigurgeirsson F Hríshóli
Ingvar Ingólfsson F ártúni
Bjarki árnason F Vallartröð 7
Davíð ágústsson H Torfufelli
Jóna Sigurðardóttir H Bringu

 

Launanefnd
Aðalmenn:
Helgi örlygsson F þórustöðum 7
Jóhannes G. Sigurgeirsson F öngulsstöðum
Benjamín Baldursson H Ytri Tjörnum

 

Varamenn:
Emilía Baldursdóttir F Syðra Hóli
Anna Ringsted F þórustöðum 4
Hörður Guðmundsson H Svertingsstöðum

 

Menningarmálanefnd
Aðalmenn:
Björk Sigurðardóttir F Stokkahlöðum
Ingólfur Jóhannsson F Uppsölum
María Gunnarsdóttir F Hrafnagilsskóla
Ragnheiður Hreiðarsdóttir H Sléttu
Hulda M. Jónsdóttir H Ytri Tjörnum

 

Varamenn:
Karl Frímannsson F Hrafnagilsskóla
Davíð ágústsson F Torfufelli
Guðrún Halla Jónsdóttir F Sigtúnum
Hannes Blandon H Syðra Laugalandi
Anna Helgadóttir H Hrafnagilsskóla

 

Skipulagsnefnd
Aðalmenn:
Hólmgeir Karlsson F Dvergsstöðum
Gunnar Valur Eyþórsson F öngulsstöðum
Sigurður Eiríksson H Vallartröð 3

 

Varamenn:
Valdimar Gunnarsson F Rein
ívar Ragnarsson F Hrafnagili
Brynjar Skúlason H Hólsgerði


Skoðunarmenn reikninga
Aðalmenn:
Páll Ingvarsson F Reykús ytri
Rögnvaldur Guðmundsson H Vallartröð 1

 

Varamenn:
Vaka Jónsdóttir F Punkti
Elín Stefánsdóttir H Fellshlíð

 

Skólanefnd
Aðalmenn:
Jóhann ó Halldórsson F Brekkutröð 4
Valdimar Gunnarsson F Rein
Elsa Sigmundsdóttir F Torfufelli
Aðalsteinn Hallgrímsson H Garði
Hafdís Pétursdóttir H Vallartröð 3

 

Varamenn:
Lilja Sverrisdóttir F Gullbrekku
Arna Rún óskarsdóttir F Kristnesi 6
Gunnar Valur Eyþórsson F öngulsstöðum
Hörður Snorrason H Hvammi
Eygló Daníelsdóttir H Kristnesi 8

 

úttektarmaður
Aðalmaður:
ólafur G. Vagnsson F Hléberg

 

Varamenn:
Ingibjörg Jónsdóttir F Villingadal
Sigurgeir Pálsson H Sigtúnum

 

Umferðarnefnd
Aðalmenn:
Einar G. Jóhannsson F Eyrarlandi
ísleifur Ingimarsson F álfabrekku
Rögnvaldur Guðmundsson H Vallartröð 1

 

Varamenn:
Gunnur ýr Stefánsdóttir F Punkti
Hreiðar B. Hreiðarsson F þrastarlundi
María Tryggvadóttir H Grænuhlíð

 

Umhverfisnefnd
Aðalmenn:
Guðbjörg H. Grétarsdóttir F Vallartröð 4
Matthildur Bjarnadóttir F Rein
Sigmundur Guðmundsson F Kristnesi 6
Guðrún Harðardóttir H Hvassafelli
Matthildur Hauksdóttir H Uppsölum

 

Varamenn:
Hjörtur Haraldsson F Víðigerði
Sigurgeir Hreinsson F Hríshóli
Gylfi Ketilsson F Syðri Tjörnum
Brynjar Skúlason H Hólsgerði
Bjarki árnason H Vallartröð 7


Stjórn félagsheimila
Aðalmaður:
Gunnar Valur Eyþórsson F, öngulsstöðum

Varamaður:
Arnar árnason H, Hranastöðum

 

Aðalfundur Eyþings
Aðalmenn:
Valgerður Jónsdóttir H Espihóli
Valdimar Gunnarsson F Rein

 

Varamenn:
Bjarni Kristjánsson F Knarrarbergi
Jón Jónsson F Stekkjarflötum

 

Héraðsnefnd
Aðalmenn:
Hólmgeir Karlsson F Dvergsstöðum
Bjarni Kristjánsson F Knarrarbergi

 

Varamenn:
Jón Jónsson F Stekkjarflötum
Einar Gíslason H Brúnum

 

Svæðisbyggingarnefnd
Aðalmaður:
Hreiðar Hreiðarsson F, Skák


Varamaður:
ívar Ragnarsson F, Hrafnagili


Skólanefnd Tónlistarskóla Eyjafjarðar
Aðalmaður:
Hugrún Hjörleifsdóttir H, Brúnum

Varamaður:
Ingólfur Jóhannsson H, Uppsölum

 

4. Byggingarnefnd sundlaugar

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Lagt er til að skipuð sé sérstök nefnd til að undirbúa byggingu nýrrar sundlaugar við Hrafnagilsskóla. Nefndinni verði falið að leggja fram tillögu að framkvæmdum, stærð laugarinnar og annað það sem máli skiptir til ákvarðanatöku.
Nefndin verði skipuð þremur fulltrúum. Sveitarstjórn skipar einn fulltrúa sem jafnframt verði formaður nefndarinnar. Skólanefnd tilnefni einn fulltrúa og íþrótta- og tómstundanefnd tilnefni einn.
Nefndin skili fyrstu hugmyndum fyrir 1. nóvember."


Arnar árnason lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:
"Nefndin verði skipuð einum fulltrúa frá hvorum lista og einum fulltrúa skipuðum af skólanefnd."

Tillaga Arnars var felld með 4 atkvæðum gegn 3 atkvæðum A.á., V.J. og E.G.
Tillaga oddvita var samþykkt með 4 atkvæðum. A.á., V.J. og E.G. sátu hjá.

Fulltrúi í nefndina tilnefndur af sveitarstjórn: ívar Ragnarsson, Hrafnagili.


5. Kostnaðaráætlun Verkfræðistofu Norðurlands ehf. og hagkvæmniathugun vegna lagningar hitaveitu að Kroppi
Afgreiðslu frestað.
Samþykkt að óska eftir nánari upplýsingum um arðsemi fyrir hitaveituna.

 

6. Erindi Hreiðars B. Hreiðarssonar, Sindra B. Hreiðarssonar og Dýra B. Hreiðarssonar f. h. óstofnaðs einkahlutafélags, ódagsett

í erindinu er lögð fram hugmynd að breytingum á skipulagi og stækkun Reykárhverfis og óskað eftir viðræðum við sveitarstjórn um málefnið.
Afgreiðslu frestað.
Sveitarstjóra falið að kanna lagalega stöðu Eyjafjarðarsveitar gagnvart núgildandi skipulagi.

 

7. Fundargerð skólanefndar, 117. fundur, 3. júní 2002
liður 1a. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að verða við erindinu.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.

 

8. Fundagerðir menningarmálanefndar, 81. og 82. fundur, 17. apríl og 8. maí 2002
Fundagerðirnar gefa ekki tilefni til ályktana.

 

9. Fundargerðir byggingarnefndar, 139. og 140. fundur, 14. maí og 6. júní 2002
Fundargerð 139. fundar.
4. liður, Jón Trausti Björnsson sækir um leyfi til að byggja íbúðarhús á lóð nr. 5 við Fossland.
Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt.
5. liður, Depill ehf sækir um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðum nr. 2, 3, 4, 5, 6 og 7 við Brúnahlíð.
Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt. Sveitarstjórn óskar eftir frekari skýringum á athugasemd slökkviliðsstjóra.
6. liður, Hrafn Stefánsson sækir um leyfi til að byggja bílageymslu á lögbýlinu Uppsölum.
Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt.
7.liður, Hlynur þórsson sækir um leyfi til að breyta fjósbyggingu á lögbýlinu Akri.
Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni ályktana.
Fundargerð 140. fundar gefur ekki tilefni ályktana.

 

10. Fundagerðir fjallskilanefndar, 18. og 19. fundur, 1. mars og 15. apríl 2002
Búfjáreftirlitsmanni er falið að meta hvort ástæða sé til að breyta dags. um sleppingu stórgripa þar sem ekki er sitjandi fjallskilanefnd.
Annað í fundagerðunum gefur ekki tilefni til ályktana.

 

11. Fundagerðir heilbrigðisnefndar, 46. og 47. fundur, 22. maí og 10. júní 2002
Lagðar fram til kynningar.

 

12. Fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Eyjafjarðar, 61. fundur, 10. maí 2002
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

 

13. Fundargerð gróðurverndarnefndar dags. 29. maí 2002
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

 

14. Fundargerð framkvæmdanefndar svæðisskipulags Eyjafjarðar, 20. fundur, 15. maí 2002
Lögð fram til kynningar.

 

15. Fundargerð samvinnunefndar um svæðisskipulag Eyjafjarðar, 9. fundur, 15.maí 2002
Lögð fram til kynningar.

 

16. Fundargerð stjórnar handverkssýningarinnar dags. 2. maí 2002
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 23:45



Getum við bætt efni síðunnar?