Sveitarstjórn

459. fundur 12. febrúar 2015 kl. 09:01 - 09:01 Eldri-fundur

459. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 11. febrúar 2015 og hófst hann kl. 15:00

Fundinn sátu:
Jóhanna Dögg Stefánsdóttir aðalmaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson varamaður og Karl Frímannsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson.

Hólmgeir Karlsson varaodddviti stjórnaði fundi í fjarveru Jóns Stefánssonar oddvita sveitarstjórnar.

Dagskrá:

1. 1501005F - Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 159
1.1. 1411028 - Menningarmálanefnd/Eyvindur - ritstjórnarstefna og verklagsreglur
Afgreiðsla menningarmálanefndar samþykkt.

1.2. 1501007 - Gunnar Jónsson - Skráning gagnasafns
Sveitarstjórn lýsir yfir vilja til að koma að afmörkuðum þáttum verkefnisins. Eyjafjarðarsveit kemur nú þegar að vinnu við örnefnaskráningu með Gunnari. Sveitarstjóra er falið að kalla eftir nánari áætlun um kostnað og umfang verkefnisins áður en endanleg ákvörðun verður tekin.

1.3. 1501013 - Karl Jónsson - fyrirspurn vegna Smámunasafnsins
Afgreiðsla menningarmálanefndar samþykkt.


2. 1501006F - Framkvæmdaráð - 42
2.1. 1411006 - Fjárhagsáætlun 2015 - framkvæmdaráð
Afgreiðsla framkvæmdaráðs er samþykkt.


3. 1501007F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 227
3.1. 1412041 - Háaborg - Bryndís Símonardóttir - umsókn afmörkun og skipulagningu lóðar nyrst í landi Háuborgar
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

Jóhanna Dögg Stefánsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

3.2. 1501009 - Landsnet - Matslýsing vegna kerfisáætlunar 2015-2024
Erindið er lagt fram til kynningar.

3.3. 1409007 - Landsskipulagsstefna
Erindið er lagt fram til kynningar.

3.4. 1410017 - Álfaklöpp - Þórður Harðarson - sækir um leyfi til að byggja gestahús á eignarlóð sinni
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

3.5. 1411025 - Öngulstaðir 1 - Hákon Hákonarson - ósk um að breyta sumarhúsalóð í íbúðarhúsalóð
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.


4. 1501015 - Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fundargerð 167. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

5. 1501016 - Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fundargerð 168. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

6. 1502005 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 824. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

7. 1501017 - Vottunarstofan Tún - fundargerð hluthafafundar 15.1.2015
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

8. 1502009 - Framkvæmdaráð byggingafulltrúaembættis Eyjafjarðar - 17. fundargerð
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

9. 1403012 - Skipulagsfulltrúi Eyjafjarðarsvæðis
Boðað hefur verið til stofnfundar byggðasamlags um embætti skipulags- og byggingarfulltrúa, þann 13. febrúar 2015, fyrir Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit, Grýtubakkahrepp og Svalbarðsstrandarrhrepp.
Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna oddvita og sveitarstjóra sem fulltrúa Eyjafjarðarsveitar á stofnfundinum.

10. 1412005 - Nýsköpunarmiðstöð Íslands - umsókn um styrk við stofnun FabLab í Eyjafirði
Sigurður kom á fundinn og kynnti verkefnið FabLab.
Sveitarstjórn samþykkir að veita 1 milljón á ári til verkefnisins árin 2015, 2016 og 2017, að því gefnu að búið sé að fjármagna verkefnið að fullu.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?