Sveitarstjórn

490. fundur 12. desember 2016 kl. 09:15 - 09:15 Eldri-fundur

490. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 9. desember 2016 og hófst hann kl. 16:30.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir aðalmaður, Hólmgeir Karlsson aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir aðalmaður, Stefán Árnason ritari og Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri.

Dagskrá:

1. Framkvæmdaráð - 59 - 1611013F
Fundargerð 59. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu.
1.1 1610031 - Fjárhagsáætlun framkvæmdaráðs 2017 og 2018 - 2020
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2. Framkvæmdaráð - 58 - 1611012F
Fundargerð 58. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu.
2.1 1610031 - Fjárhagsáætlun framkvæmdaráðs 2017 og 2018 - 2020
Gefur ekki tilefni til ályktana.

3. Framkvæmdaráð - 57 - 1610005F
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.1 1610001 - Smámunasafn - fyrir fjárhagsáætlun 2017

3.2 1610031 - Fjárhagsáætlun framkvæmdaráðs 2017 og 2018 - 2020


4. Fjárhagsáætlun 2017 og þriggja ára áætlun 2018 - 2020 - 1609006
Fyrir fundinum lá tillaga að fjárhagsáætlun ársins 2017 og þriggja ára áætlun. Þá lá fyrir tillaga að viðaukum við áætlun ársins 2016 ásamt minnisblaði varðandi framangreinda liði.

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkir að eftirfarandi forsendur verði lagðar til grundvallar álagningu útsvars, fasteigna- og sorphreinsunargjalda og lóðaleigu á árinu 2017:
Miðað er við að útsvarshlutfall fyrir árið 2017 verði óbreytt hámarksútsvar.

Fasteignaskattur, A stofn 0,41 % (óbreytt)
Fasteignaskattur, B stofn 1,32 % samkv. lögum (óbreytt)
Fasteignaskattur, C stofn 1,20 % (óbreytt)
Holræsagjald 0,1 % (óbreytt)
Lóðarleiga 0,75% ( óbreytt )

Vatnsskattur er samkvæmt gjaldskrá Norðurorku.

Álagning sorpgjalds er samkvæmt tillögu umhverfisnefndar og hækkar gjald vegna sorphirðu 2%.

Gjalddagar fasteignagjalda verði 5, þ.e. 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí og 1. júní.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur um afslátt af fasteignagjöldum til tekjulítilla elli- og örorkulífeyrisþega.

Tekjuviðmið
Einstaklingar:
100 % kr. 0.- til kr. 2.622.000.-
75 % kr. 2.622.001.- til kr. 2.856.000.-
50 % kr. 2.856.001.- til kr. 3.132.000.-
25 % kr. 3.132.001.- til kr. 3.422.000.-

Hjón og samskattað sambýlisfólk:
100 % kr. 0.- til kr. 4.4455.000.-
75 % kr. 4.455.001.- til kr. 4.856.000.-
50 % kr. 4.856.001.- til kr. 5.323.000.-
25 % kr. 5.323.001.- til kr. 5.775.000.-
Tekjuviðmið miðast við allar skattskyldar tekjur þ.m.t. eigna- og fjármagnstekjur.

Rotþróargjald hækkar um 2% og verður:
Þróarstærð allt að 1800 l kr. 9.360.-
Þróarstærð 1801 - 3600 l kr. 14.300.-

Gjaldskrá skóla:
Gjaldskrár grunn- og leikskóla hækka í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs 1. ágúst 2017.

Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar verður samkvæmt fyrirliggjandi gjaldskrártillögu íþrótta- og tómstundanefndar.

Þá var samþykkt fjárfestingar- og viðhaldsáætlun í samræmi við fyrirliggjandi áætlun framkvæmdaráðs á árinu 2017 kr. 75,3 millj.

Niðurstöðutölur úr fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2017 í þús. kr.
Tekjur kr. 959.517
Gjöld án fjármagnsliða kr. 908.462
Fjármunatekjur og gjöld kr. ( 9.512 )
Rekstrarniðurstaða kr. 41.543
Veltufé frá rekstri kr. 77.501
Fjárfesingarhreyfingar kr. 49.235
Afborganir lána kr. 16.416
Hækkun á handbæru fé kr. 11.850
Ekki er gert ráð fyrir nýjum lántökum.

Fundargerðir nefnda og önnur erindi sem borist hafa og vísað hefur verið til afgreiðslu fjárhagsáætlunar eru afgreidd á þann hátt sem áætlunin ber með sér.

Fjárhagsáætlunin 2017 er samþykkt samhljóða. .

Fjárhagsáætlun 2018- 2020
Fyrirliggjandi fjárhagsáætlunin er samþykkt samhljóða. Ekki er gert ráð fyrir verulegum breytingum á almennum rekstrargjöldum. Gert ráð fyrir fjárfestingum og mörkuðu viðhaldi á tímabilinu fyrir kr. 270 millj. Á áætlunartímabilinu er ekki gert ráð fyrir neinum nýjum lántökum. Langtímaskuldir verða greiddar niður um kr. 50,4 millj. og eru áætlaðar í árslok 2020 kr. 95,8 millj. eða um 10% af áætluðum tekjum.

Fyrir lá tillaga um viðauka við áætlun ársins 2016.
Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir eftirfarandi breytingum:
Tekjur hækki um kr. 11.7 millj
Laun hækki um kr. 19.0 millj.
Annar rekstur hækkar um kr. 6,4 millj.
Fjarfesting hækkar um kr. 14.0 millj.
Samtals breyting kr. 27,8 millj

Viðaukar eru samþykktir og verður þeim mætt með lækkun á handbæru fé.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:05

 

Getum við bætt efni síðunnar?