Sveitarstjórn

524. fundur 30. nóvember 2018 kl. 11:01 - 11:01 Eldri-fundur

524. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 29. nóvember 2018 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson, Halldóra Magnúsdóttir, Linda Margrét Sigurðardóttir, Hermann Ingi Gunnarsson, Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, Sigríður Bjarnadóttir, Eiður Jónsson, Stefán Árnason og Finnur Yngvi Kristinsson.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri.

Dagskrá:

1. Eldri borgarar - samráðsfundur - 1811005
Á fundinn mættu Hulda M. Jónsdóttir, Ólafur Vagnsson og Sveinbjörg Helgadóttir.
Til umræðu var m.a. heilsueflandi samfélag og heimsóknir til eldri borgara.
Þá var rætt um akstur fyrir aldraða t.d. í félagsstarf sem félag aldrara er með.
Heimilisþjónusta, þjónusta fellur niður stundum um nokkuð langan tíma í einu.
Óska eftir fundi með sveitarstjóra og formanni félagsmálanefndar. Til að ræða hin ýmsu mál er tengjast þjóstu við eldri borgara.


2. Framkvæmdaráð - 77 - 1811004F
Fundargerðin tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 1810038 - Fjárhagsáætlun 2019 - Framkvæmdaráð
Gefur ekki tilefni til ályktana.

3. Framkvæmdaráð - 78 - 1811010F
Fundargerðin tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 1810038 - Fjárhagsáætlun 2019 - Framkvæmdaráð
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.2 1801031 - Bakkatröð Grundun
Gefur ekki tilefni til ályktana.

4. Framkvæmdaráð - 79 - 1811013F
Fundargerðin tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
4.1 1810038 - Fjárhagsáætlun 2019 - Framkvæmdaráð
Sveitarstjórn samþykkir tillögu framkvæmdaráðs um óbreytt gatnagerðargjöld og að álag vegna kostnaðar við jarðvegskipti og fergingu lóða við Bakkatröð verði kr. 2.500.000.- Annað gefur ekki tilefni til ályktana.

5. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 297 - 1811011F
Fundargerð skipulagsnefndar tekin fyrir eins og einstakir liðir bera með sér.
5.1 1711002 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningar heimreiðar að heilsárshúsi í landi Eyrarlands
Jón Stefánsson vék af fundi vegna vanhæfi. Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um afgreiðslu og hafnar erindinu.
5.2 1809034 - Umsókn um uppbyggingu svínahúss í landi Torfna
Jón Stefánsson vék af fundi vegna vanhæfi. Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um afgreiðslu erindisins og samþykkir skipulagstillöguna.
5.3 1811025 - Stígakerfi Akureyrar - beiðni um umsögn
Afgreiðsla skipulagsnendar er samþykkt.
5.4 1811024 - Þórustaðir - Ósk um nafn á nýbyggingu
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.
5.5 1811026 - Háaborg - Ósk um nafnabreytingu á lóð
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

6. Íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar - 188 - 1811009F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar er afgreidd eins og einstakir liðir bera með sér.
6.1 1811003 - Kynning - heimasíða Eyjafjarðarsveitar
Gefur ekki tilefni til ályktana.
6.2 1810039 - Fjárhagsáætlun 2019 - Íþrótta- & tómstundanefnd
Áætluninni er vísað til síðari umræðu um fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar.
6.3 1802017 - Íþrótta- og tómstundastyrkur 2018
Samþykkt.

7. Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 145 - 1811008F
Fundargerð umhverfisnefndar tekin fyrir eins og einstakir liðir bera með sér.
7.1 1702004 - Kolefnisjöfnun Eyjafjarðarsveitar, stefna og markmið.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
7.2 1811003 - Kynning - heimasíða Eyjafjarðarsveitar
Gefur ekki tilefni til ályktana.
7.3 1810010 - Umhverfisstofnun - Skil á refa- og minkaskýrslum 15.10.18
Gefur ekki tilefni til ályktana.
7.4 1811017 - Kostnaður og fyrirkomulag við rekstur gámasvæðis
Sveitarstjórn tekur undir með umhverfisnefnd og felur skrifstofunni að vinna í málinu.
7.5 1810044 - Fjárhagsáætlun 2019 - Umhverfisnefnd
Sveitarstjórn samþykkir beiðni nefndarinnar um að fjárhagsrammi umhverfismála verði rýmkaður um 1 millj. á árinu 2019. Áætluninni og gjaldskrártillögu er vísað til síðari umræðu um fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að gera tillögu um gjald vegna förgunar dýrahræja vegna ræktunar alifugla.

8. Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 170 - 1811007F
Fundargerð félagsmálanefndar tekin fyrir eins og einstakir liðir bera með sér.
8.1 1803018 - Endurskoðun á gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu
Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um gjaldskrá og vísar henni til síðari umræðu um fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar.
8.2 1811004 - Stígamót - fjárbeiðni fyrir árið 2019
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
8.3 1810023 - Aflið-Systursamtök Stígamóta - Styrkumsókn fyrir 2019
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
8.4 1810020 - Kvennaathvarf - umsókn um rekstrarstyrk 2019
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
8.5 1810036 - Fjárhagsáætlun 2019 - Félagsmálanefnd
Áætluninni er vísað til síðari umræðu um fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar.
8.6 1811003 - Kynning - heimasíða Eyjafjarðarsveitar
Gefur ekki tilefni til ályktana.

9. Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 171 - 1811006F
Fundargerð menningarmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
9.1 1810041 - Fjárhagsáætlun 2019 - Menningarmálanefnd
Áætluninni er vísað til síðari umræðu um fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar.
9.2 1811003 - Kynning - heimasíða Eyjafjarðarsveitar
Gefur ekki tilefni til ályktana.
9.3 1804009 - Sögufélag Eyfirðinga - Umsókn um styrk vegna ábúenda- og jarðartals Stefáns Aðalsteinssonar
Gefur ekki tilefni til ályktana.
9.4 1809015 - Jóel Ingi Sæmundsson - Styrkumsókn fyrir verkefni 2019, landsbyggðarleikhús.
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
9.5 1811019 - Þorrablótsnefnd Eyjafjarðarsveitar - Styrkbeiðni 2019
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
9.6 1811010 - 1. des. hátíð 2018
Gefur ekki tilefni til ályktana.
9.7 1811011 - Eyvindur 2018
Gefur ekki tilefni til ályktana.

10. Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 243 - 1811005F
Fundargerð skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
10.1 1810043 - Fjárhagsáætlun 2019 - Skólanefnd
Fjárhagsáætlun skólanefndar er vísað til síðari umræðu um fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar.
10.2 1811003 - Kynning - heimasíða Eyjafjarðarsveitar
Gefur ekki tilefni til ályktana.
10.3 1811016 - Leikskólinn Krummakot - starfsáætlun 2018
Gefur ekki tilefni til ályktana.
10.4 1811014 - Skólanámskrá og umbótaáætlun Hrafnagilsskóla
Gefur ekki tilefni til ályktana.
10.5 1811015 - Minnisblað vegna framkvæmda við skólahúsnæði
Gefur ekki tilefni til ályktana.

11. Eyþing - fundargerð 313. fundar - 1811002
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

12. Óshólmanefnd - fundargerð þann 15.11.18 - 1811023
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

13. Flokkun Eyjafjörður ehf. - Aðalfundur 2018 - 1803010
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

14. Beiðni um fjárframlag vegna girðingar um Munkaþverárkirkjugarð - 1811020
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 500.000.- á árinu 2019 og er því vísað inn í síðari umræðu um áætlun ársins 2019.

15. Hestamannafélagið Funi - Ósk um styrk til að ljúka endurbótum á Funaborg - 1811022
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 1.000.000.- á árinu 2019 og er því vísað inn í síðari umræðu um áætlun ársins 2019.
Sigríður Bjarnadóttir vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfi.

16. Fabey - Ósk um áframhaldandi styrk frá Eyjafjarðarsveit - 1811027
Afgreiðslu frestað. Sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.

17. Fjárhagsáætlun 2019 og 2020 - 2022, fyrri umræða - 1809039
Farið yfir stöðu við vinnu á fjárhagsáætlun.

18. Erindisbréf - Skólanefnd - 1808019
Lagt fram til fyrri umræðu. Erindisbréfinu er vísað til síðari umræðu.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25

 

Getum við bætt efni síðunnar?