Sveitarstjórn

579. fundur 13. janúar 2022 kl. 08:00 - 09:15 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Jón Stefánsson
  • Halldóra Magnúsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Eiður Jónsson
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri

Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá endurskoðun á samþykktum um stjórn Eyjafjarðarsveitar. Var það samþykkt samhljóða og verður 18. liður dagskrá.
Dagskrá:

1. Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 188 - 2112001F
Fundargerð 188. fundar menningarmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2112003 - Umsóknir um styrk til menningarmála 2021
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

2. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 358 - 2201002F
Fundargerð 358. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2110066 - Brúnir - kvörtun vegna legu reiðleiðar
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og felur sveitarstjóra að afla samþykkis eiganda landsins sem um ræðir, en að örðum kosti verði framkvæmdaraðila gert að sneiða hjá skörun reiðvegarins við landeign L192189.
2.2 2112004 - Brúarland - beiðni um breytta landnotkun 2021
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.3 2112005 - Samkomugerði 1 - Umsókn um leyfi fyrir gestahúsi
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.4 2112006 - Leifsstaðabrúnir 8-10 - Ósk um breytingu á deiliskipulagi
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.5 2112015 - Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála - Tilkynning um kæru 182, 2021
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.6 1901023 - Ósk um leyfi fyrir vinnu við aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi í landi Leifsstaða II
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.7 1910034 - Deiliskipulag Hrafnagilshverfis
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða að skipulagstillögunni verði vísað í kynningarferli skv. 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sömuleiðis verði drögum að breytingartillögu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 vísað í kynningarferli skv. 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga.
2.8 2010016 - Theodór og Julia - Ósk um leyfi til að láta vinna deiliskipulag í landi Bjarkar
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.9 2111036 - Bakkatröð 48 - Parhús 2021
Að tillögu skipulagsnefndar hafnar sveitarstjórn samhljóða hugmynd um byggingu parhúss á lóð númer 48 við Bakkatröð.
2.10 2104003 - Kroppur - Íbúðasvæði
Sveitarstjórn tekur undir tillögu skipulagsnefndar um að orðalagi skilmála um framvindu deiliskipulags sé umorðuð á eftirfarandi hátt: "Deiliskipulag nýs áfanga skal ekki taka gildi fyrr en fyrirsjáanlegt er að gildandi byggingarheimildir séu að klárast."
Linda Margrét Sigurðardóttir lýsti sig vanhæfa og vék af fundi undir þessum lið.
2.11 2201006 - Höskuldsstaðir - stofnun lóðar v stækkunar Sökku
Gefur ekki tilefni til ályktana.

3. Framkvæmdaráð - 114 - 2201001F
Fundargerð 114. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.2 2201005 - Framkvæmdaáætlun 2022
Gefur ekki tilefni til ályktana.

4. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 903 - 2112002
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

5. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 904 - 2112007
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

6. Norðurorka - Fundargerð 268. fundar - 2112008
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

7. Tónlistarskóli Eyjafjarðar - Fundargerð 138. fundar - 2112009
Fundargerðin og ásrskýrsla gefa ekki tilefni til ályktana. Sveitarstjórn lýsir ánægu sinni með starfsemi skólans.

8. Héraðsskjalasafnið á Akureyri - Ársskýrsla 2020 - 2112017
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

9. Greið leið ehf. - Aukafundur hluthafa 29.12.2021 - 2201004
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

10. Óshólmanefnd - fundargerð 9.des. 2021 - 2112013
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

11. Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar - 8. fundur - 2201002
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

12. Krafa eigenda Þormóðsstaða vegna beitar í Sölvadal - 2112011
Sveitarstjórn telur að með erindinu sé sveitarfélagið krafið um viðurkenningu um réttarstöðu landsvæða, eignarréttindi, beitarréttindi og önnur réttindi, sem sveitarfélagið hefur ekki að lögum heimildir til að ráðstafa. Er sveitarstjórn því óhjákvæmilegt annað en vísa málinu frá sveitarstjórn, enda um einkaréttarleg málefni að tefla. Er sveitarstjóra falið að svara erindi landeigenda Þormóðsstaða og gera grein fyrir afstöðu sveitarstjórnar í samræmi við umræður á fundinum.

13. Samstarf 11 sveitarfélaga á Nl.eystra og N4 2022 - Ályktun N4 ehf. - 2112016
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið fyrir sitt leiti en frestar afgreiðslu þess þar til almenn afstaða sveitarfélaganna liggur fyrir.

14. Jafnlaunakerfi Eyjafjarðarsveitar 2022 - 2112018
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkir samhljóða breytt orðalag í jafnlaunastefnu sveitarfélagsins og felur sveitarstjóra að kynna hana og birta á heimasíðu sveitarfélagsins.

15. Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar - Framtíð og rekstur svæðis - 2201003
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu um breytingu á skipun í svæðisskipulagsnefnd. Tillagan felur m.a. í sér að fulltrúum í nefndinni verður fækkað þannig að hvert sveitarfélag skipi einn mann í stað tveggja áður.

16. Gjaldskrá sorphirðu 2022, tillaga að breytingu - 2201007
Fyrir fundinum lá tillaga að breytingu á áður samþykktri gjaldskrá sorphirðu vegna dýraleifa. Samkvæmt tillögunni breytist álagning á nautgripi þannig að í stað þess að eitt gjald kr. 614 sé lagt á alla nautgripi, þá verði lagt kr. 890 á hverja mjólkur- og holdakýr og kr. 445 á aðra nautgripi. Þessi breyting hefur í för með sér óverulega hækkun á heildarálagningu vegna nautgripa á árinu 2022. Tillagan var samþykkt samhljóða.


18. Breyting á Samþykkt um stjórn Eyjafjarðarsveitar - 2109024
Fyrirliggjandi drög eru samþykkt samhljóða og vísað til síðari umræðu.

17. Samningur sveitarfélaga við SSNE vegna áfangastaðastofu - 2111026
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög af Þjónustusamning milli Eyjafjarðarsveitar og Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE, varðandi Áfangastaðastofu Norðurlands. Samningurinn tekur við af gildandi samningi við Markaðsstofu Norðurlands.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15

Getum við bætt efni síðunnar?