Sveitarstjórn

592. fundur 25. ágúst 2022 kl. 08:00 - 09:25 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Kjartan Sigurðsson
  • Berglind Kristinsdóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigríður Bjarnadóttir
  • Guðmundur Sigurbjörn Óskarsson
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri

Í upphafi fundar leitaði oddviti afbrigða til að taka á dagskrá mál 2206018, um að ágreiningi hvað varðar upprekstrarrétt og afnot afréttar í landi Þormóðsstaða í Eyjafjarðarsveit vísað til sýslumanns, sbr. 9. gr. laga nr. 6/1986
Var það samþykkt samhljóða og verður 8. liður dagskrár.
Dagskrá:

Fundargerð
1. 2208003F - Framkvæmdaráð - 120
Fundargerð 120. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla

Niðurstaða Framkvæmdaráð - 120
Framkvæmdaráð ræðir stöðu framkvæmda en upphaf þeirra dróst vegna grundurnarskilirða á lóðinni. Framkvæmdir eru nú hafnar við sökkla og plötur og lýkur þeim í haust. Innfylling við íþróttamiðstöð verður tekin vorið 2023.
Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að tillögur fyrri sveitarstjórnar varðandi tímalínu framkvæmda verði áfram höfð að leiðarljósi og þannig stefnt að því að bjóða næsta áfanga framkvæmdarinnar út svo hann megi fara í gang árið 2023. Framkvæmdaráð óskar eftir því að uppfærð fjármögnunaráætlun verði lögð fyrir sveitarstjórn á næsta fundi.

Framkvæmdaráð felur sveitarstjóra að koma á samstarfshóp með starfsmönnum skólanna og framkvæmdaráði varðandi innréttingar og aðra innanstokksmuni.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu framkvæmdaráðs hvað varðar tímalínu framkvæmda og að skipaður verði samstarfshópur með starfsmönnum skólanna og framkvæmdaráði, varðandi innréttingar og aðra innanstokksmuni.

1.2 2208006 - Staða framkvæmda 2022

Niðurstaða Framkvæmdaráð - 120
Sveitarstjóri og forstöðumaður eignasjóðs fóru yfir stöðu framkvæmda.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.

1.3 2208007 - Gatnagerð í Hrafnagilshverfi 2022

Niðurstaða Framkvæmdaráð - 120
Sveitarstjóri kynnir stöðu á hönnun gatnakerfis vegna nýs deiliskipulags Hrafnagilshverfis. Fyrsti hönnunarfundur er áætlaður föstudaginn 12.ágúst. Framkvæmdaráð leggur áherslu á að hönnun ljúki sem fyrst svo mögulegt sé að úthluta lóðum á nýjum svæðum deiliskipulagsins.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.

1.4 2208010 - Gatnagerðargjöld

Niðurstaða Framkvæmdaráð - 120
Erindinu frestað og sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundunum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að hækka gjaldskrá gatnagerðargjald þannig að gatnagerðargjald fyrir: einbýlishúsalóð verði 4.671.266.-, hverja raðhúsaíbúð 2.994.401.- og fjölbýlisíbúða 1.976.306.- Gjaldskrá breytist samkvæmt byggingarvísitölu 1. janúar ár hvert.

1.5 2208008 - Húsnæðismál leikskólans

Niðurstaða Framkvæmdaráð - 120
Framkvæmdaráð felur sveitarstjóra að eiga samtal við hlutaðeigandi aðila.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.


2. 2208006F - Fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar - 44
Fundargerð 44. fundar fjallskilanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2207005 - Fjallskil 2022

Niðurstaða Fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar - 44
Nefndin kom saman að undangengnum undirbúningi nefndarmanna.
Farið var yfir og gengið frá gangnaseðlum sauðfjár fyrir haustið 2022.
Heildarfjöldi fjár sem fjallskil eru lögð á 4653
Heildarfjöldi dagsverka er 400

Dagsverkið er kr. 12000-
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu nefndarinnar.


3. 2208005F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 372
Fundargerð 372. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 2109022 - Samkomugerði - Frístundabyggð - 2021

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 372
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að orðalag aðalskipulagstillögu sé lagfært lítillega og svo breyttri aðalskipulagstillögu sé ásamt deiliskipulagstillögu vísað í kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa ennfremur að bjóða málsaðliðum á fund til að gera grein fyrir framvindu skipulagsvinnunnar.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að orðalag aðalskipulagstillögu sé lagfært lítillega og svo breyttri aðalskipulagstillögu verði ásamt deiliskipulagstillögu vísað í kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.2 2208016 - Ytri-Varðgjá 3 - íbúðir og hótel

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 372
Lagt fram til kynningar. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að boða málsaðila á fund til að kynna áformin.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.

3.3 2208017 - Svartiskógur - beiðni um heimild fyrir íbúðarlóð

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 372
Skipulagsnefnd telur að marka þurfi heildstæða stefnu varðandi uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í hlíðum Vaðlaheiðar áður en til aðalskipulagsbreytinga komi og telur æskilegt að vinna við þá stefnumótun hefjist haustið 2022. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.

3.4 1910034 - Deiliskipulag Hrafnagilshverfis

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 372
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa að uppfæra deiliskipulagsgögn á viðeigandi hátt. Ennfremur felur nefndin skipulagsfulltrúa að boða til fundar með Norðurorku um erindi sitt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að uppfæra deiliskipulagsgögn í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunar.

3.5 2201015 - Brúarland - deiliskipulag íbúðarsvæðis ÍB15

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 372
Engar efnislegar athugasemdir við auglýstar tillögur eru settar fram í innkomnum erindum. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið sé samþykkt skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að skipulagsfulltrúa sé falið að fullnusta gildistöku skipulagsins.
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða deiliskipulagið og að það sé auglýst skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að fullnusta gildistöku skipulagsins.

3.6 2109031 - Eyrarland - Deiliskipulag

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 372
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillögunum sé vísað í kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn að vísa skipulagstillögunum í kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.7 2110016 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar - undirbúningur vegna endurskoðunar

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 372
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkt sé að fram fari endurskoðun á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030.
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða að fram fari endurskoðun á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030.

3.8 1901023 - Ósk um leyfi fyrir vinnu við aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi í landi Leifsstaða II

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 372
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi aðalskipulagstillaga sé samþykkt skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að skipulagsfulltrúa sé falið að fullnusta gildistöku hennar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi skipulagstillögu skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er skipulagsfulltrúa falið að fullnusta gildistöku hennar.

3.9 2110056 - Bilskirnir - deiliskipulag 2021

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 372
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt og að skipulagslýsingunni sé vísað í kynningarferli skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipulagslýsingunni sé vísað í kynningarferli skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


4. 2208004F - Velferðar- og menningarnefnd - 1
Fundargerð 1. fundar velferðar- og menningarmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
4.1 2103006 - Kosning ritara nefndarinnar

Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 1
Formaður leggur fram tillögu um að Sunna Axelsdóttir verði ritari nefndarinnar og er það samþykkt.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.

4.2 2208014 - Kynning á stafrænu umhverfi og skipulagi

Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 1
Farið yfir stafrænt umhverfi og skipulag nefndarinnar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.

4.3 2208004 - Erindisbréf Menningar-, lýðheilsu- og félagsmálanefnd - drög

Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 1
Farið yfir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi nefndarinnar. Nefndin gerir ekki athugasemd við drögin.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.

4.4 2208015 - Tímalína verkefna og fundir vetrarins

Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 1
Farið yfir komandi verkefni og fundir vetrarins ákvarðaðir. Næsti fundur nefndarinnar verður haldinn þann 5. september.

Nefndin gefur formanni umboð til þess að annast undirbúning fyrir skipun ritnefndar Eyvindar og til að auglýsa eftir umsjónaraðilum til þess að annast undirbúning 1. desember hátíðarinnar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.

4.5 2208009 - Aflið-Systursamtök Stígamóta - Styrkumsókn fyrir 2022

Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 1
Nefndin samþykkir styrkbeiðni Aflsins, styrkfjárhæð kr. 100.000.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.

4.6 2208013 - Leikfélag Menntaskólans á Akureyri LMA - Styrkbeiðni

Niðurstaða Velferðar- og menningarnefnd - 1
Styrkbeiðni Leikfélags Menntaskólans á Akureyri er hafnað þar sem hún samræmist ekki reglum um Menningarsjóð sveitarfélagsins.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.


Almenn erindi
5. 2208004 - Erindisbréf - velferðar-_og_menningarnefnd
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi erindisbréf velferðar- og menningarnefndar.

6. 2205018 - Skipan í nefndir og ráð 2022 til 2026
Efirfarandi breyting á skipan í velferðar- og menningarnefnd svo og atvinnu- og umhverfisnefnd eru samþykktar samhljóða:

Velferðar- og menningarnefnd:

Varamenn:
Hreiðar Fannar Víðisson F
Halldór Árnason F

Atvinnu- og umhverfisnefnd:

Varamenn:
Guðmundur Geirsson F
Hrefna Laufey Ingólfsdóttir F

7. 2206016 - Innviðaráðuneytið - Stefnumótun í þremur málaflokkum
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi svör varðandi spurningar Innviðaráðuneytisins um stefnumótun í þremur málaflokkum.

8. 2206018 - Þormóðsstaðir - Lausafé í landi Þormóðsstaða og Þormóðsstaðasels
Eyjafjarðarsveit hefur haft til meðferðar ágreining um beitarafnot og beitarrétt í landi Þormóðsstaða á Sölvadal. Ágreiningur aðila lýtur meðal annars að því hvernig fyrirkomulagi sleppinga sauðfjár uppfyrir fjallsgirðingar er háttað, hverjar ráðstafanir verði gerðar til að hindra för búfjár úr einu eignarlandi í annað um ógirt svæði þar sem fénaði hefur verið sleppt til sumarbeitar.
Ágreiningur er uppi milli landeigenda Þormóðsstaða og Þormóðsstaðasels annars vegar og landeigenda Halldórsstaða, Vatnsenda, Hólakots og Eyvindarstaða, sem afmarka má með þessum hætti:

1. Að sauðfjárbændum beri að koma í veg fyrir að sauðfé þeirra gangi í land Þormóðsstaða og Þormóðsstaðasels
2. Að þörf sé á sérstökum samningi um beitarafnot og beitarrétt í landi Þormóðsstaða og Þormóðsstaðasels, sem hafi eigi lengri gildistíma en 6 ár
3. Hvort þörf eða skylda sé á landeigendum Þormóðsstaða og Þormóðsstaðasels til að reisa fjallgirðingu eða girða af heimaland Þormóðsstaða og Þormóðsstaðasels frá sameiginlegu beitarlandi á fjalli, til að verjast ágangi sauðfjár.
4. Hvort girðing í landi Þormóðsstaða og Þormóðsstaðasels sé fjárheld.

Jafnframt er uppi ágreiningur um beit og lausagöngu hrossa á vegum landeigenda og umráðamanna Draflastaða í fjalli á Sölvadal og ágang þeirra í land Þormóðsstaða.

Þá hefur við meðferð málsins komið fram krafa frá landeigendum Þormóðsstaða um að sveitarfélagið ákvarði að hagagjald fyrir land þeirra, þ.e. afréttargjald til eiganda afréttarlands sbr. 3. mgr. 8. gr. laga um afréttarmálefni og fjallskil, sem skuli vegna ársins 2022 vera kr. 100.000.000,- eitthundrað milljón krónur með vísan til sjónarmiða meðal annars um hagagjald í landi Akureyrarbæjar.

Niðurstaða málsins kann að hafa þýðingu í víðara samhengi og varða fleiri jarðir, aðalskipulag og atvinnumál í sveitarfélaginu, einkum fyrir landbúnaðarstarfsemi, sem er ein megin atvinnugrein sveitarfélagsins.

Skylda sveitarstjórnar er að reyna að miðla málum í ágreiningi um afréttar- og beitarmál, en takist það eigi ber að vísa málinu til sýslumanns til úrskurðar. Fyrir hönd sveitarstjórnar hafa oddviti og sveitarstjóri unnið að sáttamiðlun ásamt lögmanni sveitarfélagsins með aðilum. Sáttamiðlun hefur ekki skilað árangri.

Lögð er fram tillaga að afgreiðslu sveitarstjórnar vegna ágreinings um beitarafnot og beitarrétt í landi Þormóðsstaða í Sölvadal, sem felur í sér að lokið er aðkomu sveitarstjórnar að sáttamiðlun án árangurs og máli vísað til sýslumanns til úrskurðar í samræmi við ákvæði 9. gr. laga nr. 6/1986, um aféttarmálefni og fjallskil. Oddviti og sveitarstjóri kynntu málið sem hlaut umræðu í framhaldinu.

Í samræmi við umræður á fundinum ákveður sveitarstjórn að ljúka sáttamiðlun vegna ágreinings um beitarafnot og beitarrétt í landi Þormóðsstaða og Þormóðsstaðasels í Sölvadal sem árangurslausum og samþykkir að fela sveitarstjóra í samstarfi við lögmann sveitarfélagsins að vísa ágreiningnum til úrskurðar sýslumanns með vísan til 9. gr. laga nr. 6/1986 og tilkynna aðilum jafnframt um málslok hjá sveitarfélaginu.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:25

Getum við bætt efni síðunnar?