Sveitarstjórn

229. fundur 11. desember 2006 kl. 23:18 - 23:18 Eldri-fundur

229. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, haldinn í fundarsal sveitarstjórnar 27. maí 2003, kl. 19:30.

Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Arnar árnason, Jón Jónsson, Valgerður Jónsdóttir, Valdimar Gunnarsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.

 

 

1. ársreikningur Eyjafjarðarsveitar 2002, fyrri umræða
á fundinn mætti þorsteinn þorsteinsson endurskoðandi og fór yfir reikninginn og skýrði hann.
Samþykkt að vísa reikningnum til síðari umræðu.

 

2. 3ja ára fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar, síðari umræða
Oddviti lagði fram tillögu að fjárhagsáætlun áranna 2003 - 2006. áætlunin gerir ráð fyrir nýjum viðfangsefnum sem áætlað er að kosti kr. 102.4 millj.
Gengið er út frá því að rekstur áranna 2004 ? 2006 verði óbreyttur frá áætlun ársins 2003, þegar tekið hefur verið tillit þeirra breytinga sem tillagan gerir ráð fyrir.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að leita allra leiða til að afla safnahúsi og tónlistarhúsi styrkja og jafnframt að beita sér fyrir stofnun áhugahóps um safnamál.

 

3. Erindi Sögufélags Eyfirðinga, dags. 15. maí 2003, þar sem farið fram á styrk til útgáfu ábúenda- og jarðatals Stefáns Aðalsteinssonar
Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk til útgáfunnar kr. 900.000.- sem greiddur verði árin 2003, 2004 og 2005 kr. 300.000.- hvert ár.
Fjármögnun er vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun.

 

4. Erindi UMF Samherja, Kvenfélagsins Hjálparinnar og Búnaðarfélags Saurbæjarhrepps dags. 12. maí 2003
í erindinu er óskað eftir viðræðum við sveitarstjórn um afnot félaganna af Sólgarði.
Samþykkt að fela starfshópi um safnamál að ræða við bréfritara og koma með tillögur fyrir sveitarstjórn

 

5. ályktun 63. fulltrúaráðsfundar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 10. apríl 2003 um sérstakt átak í sameiningu sveitarfélaga
Afgreiðslu frestað. Oddvita og sveitarstjóra falið að leita eftir sjónarmiðum annarra sveitarfélaga á fyrirliggjandi ályktun.

 

6. Erindi SAMAN-hópsins, ódags., þar sem sótt er um styrk til að standa straum af kostnaði við forvarnarstarf
Sveitarstjórn hafnar erindinu.

 

7. Fundargerð umhverfisnefndar, 54. fundur, 20. maí 2003
Fundargerðin samþykkt.

 

8. Fundargerð byggingarnefndar, 12. fundur, 20. maí 2003
4. liður, Ingvar Kristinsson sækir um leyfi til að byggja verkstæði og sambyggt alifuglahús á lóð Lækjarbrekku.
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.
5. liður, erindi frá félagsbúinu Espihóli, þar sem sótt er um leyfi til að breyta innréttingu í fjósi. Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt.

 

9. Erindi Ingvars Kristinssonar, Lækjarbrekku, dags. 22. maí 2003
í erindinu óskar Ingvar leyfis til að byggja alifuglahús við bifreiðageymslu sem hann hyggst reisa á lóð sinni.
Samþykkt með fyrirvara um að landeigandi Kálfagerðis geri ekki athugasemd við fyrirhugaða byggingu.

 

10. Minnisblað frá fundi oddvita og sveitarstjóra með fulltrúum stjórnar Búnaðarfélags öngulsstaðahrepps dags. 21. maí 2003
Stjórn Búnaðarfélagsins fer fram á það að Eyjafjarðarsveit kaupi hlut félagsins í Freyvangi.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

 

11. Fundargerð skólanefndar dags. 22. maí 2003
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

 

12. Fundargerðir starfshóps um "Smámunasafn Sverris Hermannssonar" 15. og 20. maí 2003.
Starfshópnum falið að gera tillögu um hvernig starfsmannamálum safnsins verði háttað fyrst um sinn og auglýsa eftir starfsmanni/starfsmönnum í samráði við sveitarstjóra.
Annað í fundargerðunum gefur ekki tilefni til ályktana.

 

13. Minnisblað sveitarstjóra dags. 23. maí 2003, vegna kvartana yfir umferð vélhjóla utan vega og það tjón og óþægindi, sem hún veldur
Sveitarstjóra falið að leita til Vegagerðar um merkingar, þar sem vakin er athygli á banni við akstri utan vegar.
Sveitarstjórn samþykkir að lögregluyfirvöldum verði gert viðvart og þau hvött til að gefa þessari umferð gætur.

 

14. Fundargerðir handverkssýningarstjórnar, dags. 27. mars og 3. apríl 2003
Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktana.

15. fundargerð atvinnumálanefndar ásamt fsk., 10. fundur, 9. maí 2003.
Sveitarstjórn óskar eftir því að nefndin vinni áfram að meðfylgjandi verklagsreglum í samráði við sveitarstjóra.
Sveitarstjóra er falið að auglýsa eftir lóð undir atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 23:50

Getum við bætt efni síðunnar?