Sveitarstjórn

236. fundur 11. desember 2006 kl. 23:23 - 23:23 Eldri-fundur

236. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi 30. september 2003, kl. 19:30.


Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Arnar árnason, Jón Jónsson, Reynir Björgvinsson, Valdimar Gunnarsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason


1. Fundargerð byggingarnefndar, 17. fundur, 16. sept. 2003
3. liður, umsókn frá Fosslandi ehf, þar sem sótt er um breytingu á utanhússklæðningu á Fossland 1.
Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt.
4. liður, Depill ehf, leggur fram breyttar teikningar af húsi nr. 7 við Brúnahlíð.
Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt.
5. liður, umsókn frá Jóhannesi Geir Sigureirssyni, þar sem hann sækir um leyfi til að skipta íbúðarhúsinu á öngulsstöðum 1 í tvær íbúðir.
Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt.
6. liður, umsókn frá Jóhannesi Geir Sigurgeirssyni þar sem hann sækir um leyfi til að innrétta íbúð í vélageymslu á lögbýlinu öngulsstöðum 1.
Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt.
7. liður, umsókn frá Jóhannesi Hermundarsyni, þar sem hann sækir um leyfi til að byggja verkfæraskúr á sumarhúsalóð nr. 22 í landi Leifsstaða.
Afgreiðsla byggingarnefndar samþykkt.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.


2. Fundargerð stjórnar Eyþings, 143. fundur, 5. sept. 2003
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.


3.Erindi um innlausn á íbúð Guðrúnar Hlífar Helgadóttur, Reykhúsum 4
Sveitarstjórn samþykkir að innleysa íbúðina og óska eftir tillögu frá félagsmálanefnd um ráðstöfun hennar.


4. "Fjörubyggð," drög að hagkvæmnismati og erindi Björgunar ehf. dags. 24. sept. 2003
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að arðsemismati hvað varðar hlut sveitarfélagsins í framkvæmdinni og þá sérstakalega hvað varðar áhrif á rekstur grunnskóla og leikskóla.


5. Minnisblað um hitaveitumálefni
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna að 1. og 4. lið í minnisblaðinu í samvinnu við Norðurorku ehf. Lagður verði fyrir sveitarstjórn áætlaður kostnaður við verkið þegar hann liggur fyrir.
Afgreiðslu á 2. og 3. lið er frestað.


6. Minnisblað um vegamál
Samþykkt að óska eftir því við umferðarnefnd að hún geri áætlun um nauðsynlega uppbyggingu vega í sveitarfélaginu og æskilega forgangsröðun.
Samþykkt að vísa minnisblaðinu til skipulagsnefndar.


7. Minnisblað um starf búfjáreftirlitsmanns
í minnisblaðinu er sett fram tillaga um breytingu á starfi búfjáreftirlitsmanns í kjölfar samnings sveitarfélagsins við BSE um búfjáreftirlit.
Sveitarstjórn óskar eftir umsögn atvinnumálanefndar um tillöguna og að nefndin geri einnig tillögu um breytingu á starfslýsingu búfjáreftirlitsmanns.

8. Minnisblað um rammafjárveitingar
Sveitarstjórn samþykkir að fjárhagsáætlun ársins 2004 verði unnin sem rammaáætlun.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að leiðbeiningum fyrir gerð fjárhagsramma.


9. Tillaga að gjaldskrá vegna forðagæslu sbr. lög nr. 103/2002, um búfjárhald o. fl.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa tillögunni til síðari umræðu.


10. Samstarfssamningur milli Eyjafjarðarsveitar og íslensku óperunnar
Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi samning.


11. Samstarfssamningur milli Eyjafjarðarsveitar og Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi ehf
Afgreiðslu frestað þar sem óljósar upplýsingar eru um framtíð upplýsingamiðstöðvar fyrir svæðið.


12. Erindi Elvu Sigurðardóttur, dags. 22. sept. 2003, um vegtengingu vegna sumarbústaðar í landi Höskuldsstaða
Samþykkt að vísa erindinu til skipulagsnefndar.


13. Innheimtumál mötuneytis Hrafnagilsskóla
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við rekstraraðila mötuneytisins um málið
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að óska eftir reikningum yfir rekstur mötuneytisins í samræmi við ákvæði í samningi um rekstur þess.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:45

Getum við bætt efni síðunnar?