Sveitarstjórn

242. fundur 11. desember 2006 kl. 23:26 - 23:26 Eldri-fundur

242. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal sveitarstjórnar, Syðra Laugalandi 18. desember 2003, kl. 19:30.
Mættir voru: Hólmgeir Karlsson, Jón Jónsson, Valdimar Gunnarsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Arnar árnason, Einar Gíslason, Valgerður Jónsdóttir og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.

1. Fundargerð skipulagsnefndar ásamt. fsk., 28. fundur, 8. des. 2003
2. og 3. lið er vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun ársins 2004.
Annað í fundargerðinni samþykkt samhljóða.

2. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar ásamt fsk., 71. fundur, 5. des. 2003
Fundargerðinni er vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun ársins 2004.

3. Fundargerð skólanefndar ásamt fsk., 130. fundur, 4. des. 2003.
Fundargerðinni er vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun ársins 2004.

4. Fundargerð atvinnumálanefndar 15. fundur, 10. des., 2003
3. lið, vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun 2004.
5. liður, samþykkt nefndarinnar um að hross megi ekki vera lengur í afrétti.
Nokkrar umræður urðu um ákvörðun nefndarinnar.
Einar Gíslason lagði til að nefndinni yrði falið að endurskoða þessa ákvörðun sína.
Tillaga Einars var felld með 5 atkvæðum, A.á. sat hjá, E.G. samþykkur.
Fundargerðin samþykkt með 6 atkvæðum, E.G. sat hjá og lagði fram eftirfarandi bókun:
"þar sem þær aðstæður hafa ekki skapast sem hafðar eru til forsendu banni við hrossagöngu á afréttum í Eyjafjarðarsveit, mótmæli ég því harðlega og tel ákvörðunina misráðna og standist ekki fyrri ákvörðun sveitarstjórnar."

5. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, 708. fundur, 16. nóv. 2003
Lögð fram til kynningar.

6. Kaupsamningur um lóð í Leifsstaðabrúnum dags. 21. nóv. 2003
þar selur Bergsteinn Gíslason þuríði Björnsdóttur landspildu nr. 1, samkv. meðfylgjandi deiliskipulagsuppdrætti.
Sveitarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti.

7. Kaupsamningur um jörðina árbakka dags. 24. nóv. 2003
þar selja Guðrún C. þorgilsdóttir og Sigurður ólafsson  Jóhannesi G. Jóhannessyni og Guðrúnu G. Svanbergsdóttur jörðina árbakka.
Sveitarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti.

8. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2004, síðari umræða
Fyrir lá eftirfarandi tillaga að álagningu skatta og þjónustugjalda:

Fasteignaskattur, A stofn 0.39%
Fasteignaskattur, B stofn 0.39%
Vatnsskattur 0.11%
Holræsagjald 0.055%
Lóðarleiga 0,75%

Elli- og örorkulífeyrisþegum verði veittur afsláttur af fasteignaskatti af eigin íbúðar-húsnæði enda sé viðkomandi þar búsettur. Afslátturinn getur verið 100% eða 50% eftir tekjum. Sjá fyrirliggjandi minnisblað dags. 9. desember 2003.

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna möguleika á því að hafa frávik frá álagningu fasteignaskatts eftir atvinnugreinum og svo að afla upplýsinga um heimild sveitarfélaga til að veita afslátt af fasteignaskatti.

Tillaga að þjónustugjöldum:

Sorphirðugjald hækki um 7% og verði sem hér segir:

240 l ílát kr. 11.850,00
500 - 660 l ílát kr. 18.495,00
1100 l ílát kr. 42.970,00
Sumarhús kr. 3.210,00
þeir sem gert hafa sérstakan samning um jarðgerð fái 3.000.- kr. aflátt af sorphirðugjaldi.

Rotþróargjald hækki um 3.5% og verði sem hér segir:

þróarstærð allt að 1800 l kr. 5.563,00
þróarstærð 1801 -3600 l kr. 8.494,00

Leikskólagjald hækki um 3.5% að tillögu skólanefndar.

Skólavistunargjald hækki um 3.5% að tillögu skólanefndar.

Samþykkt kr. 500.000.-til framkvæmda á lóð Hrafnagilsskóla og verði því mætt með lækkun á eigin fé.

Fundargerðir nefnda og önnur erindi sem borist hafa og vísað hefur verið til afgreiðslu fjárhagsáætlunar eru afgreidd á þann hátt sem áætlunin ber með sér.

áætlunin er samþykkt samhljóða í heild sinni.

Niðurstöðutölur úr fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2004 í þús. kr.:

Tekjur kr. 350.950.-
Gjöld án fjármagnsliða kr. 326.001.-
Fjármunatekjur og gjöld kr. 5.606.-
Rekstrarniðurstaða kr. 19.342.-


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 21:30

Getum við bætt efni síðunnar?