Sveitarstjórn

260. fundur 11. desember 2006 kl. 23:34 - 23:34 Eldri-fundur

260. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar  haldinn á skrifstofu hennar að Syðra-Laugalandi  þriðjudaginn 12. október  kl. 19:30.
Mættir voru:  Hólmgeir Karlsson,  Valgerður Jónsdóttir, Gunnar Valur Eyþórsson,  Arnar árnason, Jón Jónsson, Valdimar Gunnarsson, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson,  sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.
 
1. Skýrsla um vegamál í Eyjafjarðarsveit, drög að forgangsröðun og kostnaðaráætlun.
Lagt fram til kynningar.  Sveitarstjóra falið að fullvinna greinagerð með hliðsjón af þeirri umræðu sem fram fór á fundinum.
Stefnt er að kynningu fyrir þingmönnum á fundi 27. október.

2. Endurskoðun á fjárhagsáætlun ársins 2004.
Fyrir lá minnisblað með tillögu um hækkun á rekstrargjöldum um kr. 4.900.000.- og hækkun á fjárfestingum um kr. 6.189.000.-
Samþykkt og verður mætt með lækkun á eigin fé.
Sveitarstjórn felur skrifstofu að taka saman heildarkostnað við gerð heimsíðu  og greina á milli stofnkostnaðar og kostnaðar við rekstur síðunnar.


3. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna endurbyggingar Vatnahjallavegar, afgreiðslu frestað á síðasta fundi.
Samþykkt að fela sveitarstjóra fullnaðarafgreiðslu málsins komi ekkert fram sem kynni að leiða til tilkynningarskyldu samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum.


4. Erindi Magnúsar Thoroddsen, hrl., f. h. Prestssetrasjóðs, dags. 28. sept. 2004.
í erindinu er öllum málaleitunum um samninga vegna heitavatnsréttinda að Syðra-Laugalandi hafnað.
Sveitarstjóra falið að hefja undirbúning að lögsókn á hendur Prestsetrasjóði.


5. Aðalfundur Vottunarstofunnar Túns ehf. 15. okt. 2004.
Lagt fram til kynningar.


6. Vetrarfundur Héraðsnefndar Eyjafjarðar 17. nóv. 2004.
Lagt fram til kynningar.


7. Erindi Bergsteins Gíslasonar, ódags. um leyfi til að skrá lögheimili sitt í frístundahúsi á lóð nr. 14 í Leifsstaðabrúnum.
Sveitarstjórn samþykkir að veita bréfritara tímabundna undanþágu til fimm ára til að skrá lögheimili sitt í húsinu.


8. 18. landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga 26. nóv. 2004.
Lagt fram til kynningar.


9. Erindi Sigurðar ólafssonar dags. 6. okt. 2004,  þar sem hann fer fram á leyfi til að nefna hús sitt á lóð úr landi árbakka útgarða.
Samþykkt.


10. Fundargerð félagsmálanefndar, 99. fundur, 7. okt. 2004.
Samþykkt.


11. Fundargerð skipulagsnefndar, 36. fundur, 11. okt. 2004.
Samþykkt.


                 
Fleira ekki gert,  fundi slitið kl. 21:10

Getum við bætt efni síðunnar?