Sveitarstjórn

278. fundur 11. desember 2006 kl. 23:43 - 23:43 Eldri-fundur

278. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar  haldinn á skrifstofu hennar að Syðra-Laugalandi  þriðjudaginn 21. júní 2005,  kl. 19:30.
Mættir voru:  Hólmgeir Karlsson,  Valgerður Jónsdóttir, Gunnar Valur Eyþórsson,  Arnar árnason,  Jón Jónsson, Valdimar Gunnarsson,  Einar Gíslason  og Bjarni Kristjánsson,  sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.

 
1. Fundargerð atvinnumálanefndar, 29. fundur, 14. júní 2005
Varðandi 4. lið,  beiðni um að sveitarstjórn skoði eða láti skoða mögulegar aðgerðir til að taka á málum þegar verklagsreglur nefndarinnar eru brotnar.
Sveitarstjórn felur nefndinni að kanna leiðir og gera drög að samþykktum um búfjárhald og girðingar.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.


2. Fundargerð umhverfisnefndar, 68. fundur, 6. júní 2005
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.


3. Fundargerðir íþrótta- og tómstundanefndar,  88. og 89 fundur 10. og 14. júní
Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktana.


4. Fundargerð byggingarnefndar, 37. fundur, 7. júní 2005
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar á 5. til og með 11. lið svo og 13. og 14. lið fundargerðarinnar.
Sveitarstjórn óskar eftir nánar skýringum nefndarinnar á afgreiðslu seinna erindis í 12. lið.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.


5. Fundargerð skólanefndar Tónlistarskóla Eyjafjarðar,  75. fundur 24. maí 2005
Jafnframt lá fyrir fundinum áætlun yfir launakostnað skólans og nemendafjölda fyrir haustönn 2005. útlit er fyrir umtalsverða fjölgun nemenda og  þar af leiðandi kostnaðarauka fyrir sveitarfélagið.  það er skoðun sveitarstjórnar að tryggja beri öllum umsækjendum skólavist og sveitarstjóra falið að koma þeirri skoðun á framfæri á fyrirhuguðum oddvitafundi aðildarsveitarfélaga skólans.  
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.


6. ársreikningur Tónlistarskóla Eyjafjarðar fyrir árið 2004  ásamt ársskýrslu
Sveitarstjórn þakkar fyrir ágæta skýrslu skólans og samþykkir reikninginn.

 

7. Erindi Norðurorku hf.  mótt. 13. júní 2005.
Sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra að ræða frekar við fulltrúa Norðurorku ehf. um efni bréfsins þ.e. lagningu hitaveitu í Eyjafjarðarsveit. 
 
8. Erindi Aðalsteins Bjarnasonar, dags. 6. júní 2005, umsókn um leyfi til að byggja sumarhús í landi Kambfells
Sveitarstjórn leggst ekki gegn erindinu og vísar því til skipulagsnefndar til endanlegrar afgreiðslu.


9. Bréf Skipulagsstofnunar dags. 2. júní 2005, svar við fyrirspurn um að leysa land úr landbúnaðarnotkun
Sveitarstjórn samþykkir því erindi Fallorku ehf. um að leysa land úr landbúnaðarnotkun samkv. beiðni í fundargerð 275 fundar 12. lið.


10. Erindi þórarins Stefánssonar dags. 31. maí 2005, um fjárframlag vegna starfsemi Laugarborgar o. fl.
Sveitarstjórn samþykkir fyrri lið erindisins og vísar þeim síðari til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2006. 


11. Erindi Auðrúnar Aðalsteinsdóttur, dags. 7. júní 2005, um styrk vegna náms við Söngskólann í Reykjavík
Um er að ræða beiðni um greiðslu á mótframlagi vegna náms í sveitarfélagi utan lögheimilissveitarfélags nemanda kr. 574.000.-
Sveitarstjórn samþykkir erindið þar sem umsækjandi hefur ekki möguleika á að stunda þetta nám í sinni heimabyggð.


12. Erindi Hrefnu Harðardóttur og Björns Steinars Sólbergssonar  ódags., um nafn á húsi á lóð úr landi Syðri-Varðgjár Nafnið er Heiðartún.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við nafngiftina.


13. Skýrsla stjórnar Félags aldraðra í Eyjafirði fyrir starfsárið 2004 - 2005
Sveitarstjórn þakkar fyrir ágæta ársskýrslu.  Jafnframt þakkar sveitarstjórn fráfarandi formanni fyrir gott samstarf á liðnum árum.


14. Skipan fulltrúa í samstarfsnefnd Eyjafjarðarsveitar og UMF Samherja
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.


15. Skipan vinnuhóps til að kanna framtíðarnýtingu á heimavistarhúsnæði Hrafnagilsskóla sbr. bókun frá 274. fundi sveitarstjórnar, 26. apríl 2005
Samþykkt að skipa  Bjarna Kristjánsson og  Arnar árnason í hópinn og jafnframt að þeir kalli til samstarfsaðila eftir þörfum.   


16. Greinargerð frá íslandsmiðli ehf. um stöðu á uppbyggingu endurvarpa fyrir stafræna sjónvarpsþjónustu í Eyjafirði dags. 15. júní 2005
Samþykkt að óska eftir því að vinnuhópur sem skipaður var til að fara yfir fjarskiptamál komi saman og taki þessa greinargerð umfjöllunar.

 

17. Kosning oddvita og varaoddvita sveitarstjórnar til eins árs sbr. 2. mgr. 14. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998
Oddviti var kjörinn  Hólmgeir Karlsson    með 4  atkvæðum.
Varaoddviti var kjörinn Jón Jónsson   með  4  atkvæðum.


18. Sumarleyfi sveitarstjórnarfulltrúa
Samþykkt að síðasti fundur sveitarstjórnar fyrir 6 vikna sumarleyfi verði 5. júlí.



Fleira ekki gert,  fundi slitið kl. 21:50

Getum við bætt efni síðunnar?