Sveitarstjórn

293. fundur 11. desember 2006 kl. 23:50 - 23:50 Eldri-fundur

293. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 14. febrúar  2006 kl. 19:30.

Mættir: Hólmgeir Karlsson, Reynir Björgvinsson, Gunnar Valur Eyþórsson, Arnar árnason,  Jón Jónsson,  Valdimar Gunnarsson,   Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson  sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason.


1. Fundargerð íþrótta- tómstundanefndar, 93. fundur, 13. feb. 2006.
Varðandi 1. lið, sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra, íþrótta- og tómstundanefnd og skólastjóra að kanna möguleika á uppbyggingu sparkvallar með tilliti til staðsetningar,  stofnkostnaðar og rekstrarkostnaðar.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.


2. Fundargerð byggingarnefndar ásamt fsk., 46. fundur, 7. feb. 2006.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.


3. Bókun byggingarnefndar frá 45. fundi, 13. des. 2005,   varðar aukin umsvif embættisins.
Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir fundi með fulltrúum aðildarsveitarfélaga um málið.


4. Fundargerð og bókun Launanefndar sveitarfélaga frá 28. jan. 2006,   um launahækkunarheimildir til starfsmanna í tilgreindum stéttarfélögum.
Sveitarstjórn samþykkir að nýta sér þá hámarkshækkun sem launanefnd sveitarfélaga hefur veitt.  áætluðum útgjaldaauka kr. 6.2 millj. er vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun ársins 2006.


5. Minnisblað sveitarstjóra frá 2. feb. 2006, viðræður við fulltrúa Svalbarðs-strandarhrepps um skipulagsmál á aðlægum svæðum sveitarfélaganna.
Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir formlegu samstarfi við Svalbarðsstrandarhrepp um skipulag á sveitarfélagamörkum.


6. Endurskoðun á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar, umræður.
Fyrir fundinum lá minnisblað frá sveitarstjóra um málið.
Sveitarstjórn stefnir að fyrri umræðu um tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar á næsta fundi sveitarstjórnar.


7. Erindi Guðrúnar Charlottu þorgilsdóttur dags. 13. janúar 2006,    umsókn um að nafn á húsi í landi árbakka, verði Skjólgarður. 
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við nafngiftina.

 

8. Umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi vegna endurbyggingar á Veigastaðavegi.
Afgreiðslu erindisins var frestað á síðasta fundi sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir heimild til sveitarstjóra til að gefa út framkvæmdaleyfi vegna endurbyggingar á Veigastaðavegi en óskar eftir að Vegagerðin taki til endurskoðunar vegtengingu Veigastaðavegar við Eyjafjarðarbraut eystri og Leifstaðaveg með tilliti til öryggissjónarmiða.
Sveitarstjórn minnir á bréf dags. 20. janúar 2006,   þar sem fram kemur að röð framkvæmda við vegagerð í Eyjafjarðarsveit er önnur en sveitarstjórn hefur óskað eftir.  Engu að síður er leyfið gefið út  í trausti þess að staðið verði við áætlaða uppbyggingu Eyjafjarðarbrautar vestri  frá Sandhólum að Nesi á árinu 2007.


Fleira ekki gert,  fundi slitið kl. 21.35

Getum við bætt efni síðunnar?