Sveitarstjórn

294. fundur 11. desember 2006 kl. 23:51 - 23:51 Eldri-fundur

294. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 28. febrúar  2006,  kl. 19:30.

Mættir: Hólmgeir Karlsson, Reynir Björgvinsson, Gunnar Valur Eyþórsson,   Jón Jónsson,  Valdimar Gunnarsson,   Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson  sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason


í upphafi fundar leitaði oddviti afbrigða til að taka á dagskrá fundargerð skólanefndar 149. fundur, dags. 27. febrúar 2006.
Var það samþykkt samhljóða og verður hún afgreidd með 2. lið dagskrár.
 
1. Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra, 88. fundur, 6. feb. 2006.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.


2. Fundagerðir skólanefndar,  148. fundur, 23. febrúar og 149. fundur 27. febrúar 2006.
Fundagerðirnar eru samþykktar.


3. Afsláttur af fasteignaskatti til öryrkja og aldraðra, verklagsreglur.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu.


4. Frumvarp tillaga um heilbrigðisþjónustu, beiðni um umsögn.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að gera athugasemdir við breytingu á kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga í 30. gr. fyrirliggjandi frumvarps,


5. Erindi Hjálparsveitarinnar Dalbjargar, dags. 06. febrúar 2006.
Sveitarstjórn samþykkir að þiggja heimboð sveitarinnar.


6. Tillaga til þingsályktunar  um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2006 - 2009,   beiðni um umsögn.
Lagt fram til kynningar.


7. Fundargerð stjórnar Handverkshátíðarinnar, 6. fundur, 21. feb. 2006 ásamt fsk.
Samþykkt að fresta afgreiðslu til næsta fundar.  


8. Erindi Skúla Magnússonar og Sigríðar Jónsdóttur ásamt fsk. dags. 22. feb.,   um nafn á lögbýli úr landi Dvergsstaða. Nafnið er Litla-þúfa.
Sveitarstjórn samþykkir nafnið með þeim rithætti sem fram kemur í svari örnefnanefndar þ.e. Litlaþúfa.



Fleira ekki gert,  fundi slitið kl.  21:30

Getum við bætt efni síðunnar?