Sveitarstjórn

310. fundur 11. desember 2006 kl. 23:59 - 23:59 Eldri-fundur

310. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 21. nóvember 2006 kl. 20.00.
Mætt voru:  Arnar árnason,  Bryndís þórhallsdóttir,  Einar Gíslason, Elín Stefánsdóttir, Jón Jónsson, Karel Rafnsson, Brynjar Skúlason og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason


1. Fundargerð félagsmálanefndar, 110. fundur, 14. nóv. 2006.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.


2. Fundargerð skipulagsnefndar, 62. fundur, 14. nóv. 2006.
Fundargerðin er samþykkt.

3. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, 98. fundur, 14. nóv. 2006.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

4. Erindi Einars Thorlaciusar dags. 12. nóv. 2006, beiðni um leyfi frá störfum.
Sveitarstjórn samþykkir erindið.


5. Erindi Impru, nýskipunarmiðstöðvar, dags. 9. nóv. 2006, beiðni um styrk vegna Brautargengisnámskeiða.
Sveitarstjórn samþykkir erindið.


6. Erindi ívars Ragnarssonar og þóru Hjörleifsdóttur, dags. 6. nóv. 2006, beiðni um nafn á húsi í landi Jódísarstaða. Nafnið er Stafn.
Erindinu er vísað til skipulagsnefndar ásamt erindi Stefáns Stefánssonar,  beiðni um nafn á hús í landi Jódísarstaða.


7. Erindi Hólmgeirs Valdimarssonar, tölvubréf dags. 2. nóv. 2006, um hættur sem stafa af flugeldum o. fl.
Samþykkt að fresta afgreiðslu til næsta fundar.


8. Fjarskiptamálefni, upplýsingar frá samgönguráðuneytinu.
Lagt fram til kynningar.


9. ályktun frá aðalfundi Skógræktarfélags íslands 26. - 27. ág. 2006, bréf dags. 25. okt. 2006.
Lagt fram til kynningar.

10. Svar setts slökkviliðsstjóra á Akureyri dags. 8. nóv. 2006 við fyrirspurn sveitarstjóra frá 27. okt. 2006.
Afgreiðslu frestað.

 

11. Greinargerð Handverkssýningarstjórnar 2006 og skýrsla framkvæmdastjóra.
Lagt fram til kynningar.  Samþykkt að fela fráfarandi handverkssýningarstjórn að gera tillögu um framkvæmd handverks 2007.

12. Ráðning í stöðu íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.
Ellefu umsóknir bárumst um starfið.
Tillaga sveitarstjóra,  skólastjóra og formanns íþrótta- og tómstundanefndar að ráða í starfið Orra Stefánsson,  Akureyri,  var samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert,  fundi slitið kl.  21:25

Getum við bætt efni síðunnar?