Sveitarstjórn

311. fundur 11. desember 2006 kl. 23:59 - 23:59 Eldri-fundur

311. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn í fundarsal hennar að Syðra-Laugalandi þriðjudaginn 5. desember  2006 kl. 20.00.
Mætt voru:  Arnar árnason,  Elísabet Sigurðardóttir, Dórothea Jónsdóttir, Sigríður örvarsdóttir, Jón Jónsson, Karel Rafnsson, Einar Gíslason og Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Stefán árnason

1. Fundargerðir skipulagsnefndar, 63. 64. 65. og 66. fundur, 16. 23.  28. og 30. nóv. 2006.
Jón Jónsson óskaði eftir því að afgreiðslu fundargerðar 64. fundar yrði frestað.
Var  tillaga J.J. felld með 4 atkvæðum.
Varðandi fundargerð, 64. fundur,  23. nóv. 2006,  samþykkir sveitarstjórn með 4 atkvæðum gegn 3 atkvæðum K.R., J.J. og  D.J. eftirfarandi bókun:
"Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar 1. tl. og 2. tl. E-1, E-2, E-5 og E-6.
Hins vegar telur hún ekki ástæðu til að hafna beiðni um  lóð fyrir eitt einbýlishús til móts við heimreiðina að Syðri-Varðgjá sbr afgreiðslu nefndarinnar á lið E-3 og E-4.
þau skilyrði verði þó sett, að fráveita tengist fyrirhugaðri hreinsistöð á Fjörubyggðar-svæðinu verði  af þeirri framkvæmd."

Annað í fundargerðunum er samþykkt.

2. Fundargerð umhverfisnefndar ásamt fsk.,  74. fundur, 20. nóv. 2006.
4. lið er vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun ársins 2007.
Annað í fundargerðinni gefur ekki tilefni til ályktana.

3. Fundargerðir skólanefndar ásamt fsk., 154. og 155. fundur, 19. og 27. nóv. 2006.
Fundargerð 154. fundar gefur ekki tilefni til ályktana.
Fundargerð 155. fundar fjárhagsáætlun 2007.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi áætlanir Hrafnagilsskóla og Krummakots með þeirri breytingu að áætluð útgjöld ársins 2007 verði lækkuð um kr. 1.500.000.-

4. Fundargerðir menningarmálanefndar, 110. og 111. fundur, 6. og 29.  nóv. 2006.
Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktana.

5. Fundargerð atvinnumálanefndar ásamt fsk., 42. fundur, 28. nóv. 2006
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

6. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingar Eyjafjarðar bs., 82. fundur, 23. nóv. 2006.
Lögð fram til kynningar.

7. Fundargerðir stjórnar Minjasafnsins á Akureyri, 4. okt. og 22. nóv. 2006.
Lagðar fram til kynningar.

8. Erindi Sigurðar Jósefssonar dags. 14. nóv. 2006, beiðni um styrk til að gera legstein á leiði Pálma Kristjánssonar, kennara, í Saurbæjarkirkjugarði.
Samþykkt að styrkja verkefnið um allt að kr. 100.000.- og er fjárveitingu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007.

9. Erindi SPOEX dags. 17. nóv. 2006, beiðni um styrk vegna tækjakaupa.
Erindinu er hafnað.

10. Erindi skólaliða við Hrafnagilsskóla dags. 27. nóv. 2006, beiðni um endurskoðun á launakjörum.
Afgreiðslu  frestað.

11. Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðið  eystra, 95. fundur, 8. nóv. 2006.
Lögð fram til kynningar.

12. Greinargerð og tillögur Handverkssýningarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu um skipan stórnar og ráðningu framkvæmdastjóra.
í framkvæmdastjórn Handverkshátíðar 2008 voru skipaðir:
Dórothea Jónsdóttir, formaður.
Sigríður örvarsdóttir
Elmar Sigurgeirsson

13. Fundargerð héraðsnefndar ásamt fsk., 8. nóv. 2006.
Lögð fram til kynningar.

14. Erindi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, dags. 24. nóv. 2006 um aðild Grímseyjarhrepps að félaginu.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að Grímseyjarhreppur  fái aðild að AFE.

15. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, 99. fundur. 30. nóv. 2006.
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

16. Tillaga að fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar árið 2007, fyrri umræða.
Samþykkt að vísa fyrirliggjandi áætlun til síðari umræðu.



Fleira ekki gert,  fundi slitið kl. 23:30

Getum við bætt efni síðunnar?