Sveitarstjórn

354. fundur 27. ágúst 2008 kl. 13:33 - 13:33 Eldri-fundur
354. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar haldinn  að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 26. ágúst 2008 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu:
Arnar árnason, Einar Gíslason, Sigríður örvarsdóttir, Reynir Björgvinsson, Karel Rafnsson, Jón Jónsson, Bryndís þórhallsdóttir, Guðmundur Jóhannsson,

Fundargerð ritaði:  þórný Barðadóttir , ritari

Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagsskrá tvö ný mál. Nýtt skipurit fyrir grunn- og leikskóla Eyjafjarðarsveitar verður afgreitt sem 10. mál. Einnig verði tekið á dagsskrá minnisblað er varðar deiliskipulag á þórustöðum II og verður það 11. mál dagskrár.

Dagskrá:

1. 0808001F - Atvinnumálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 58
Fundargerð 58. fundar atvinnumálanefndar lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
1.1.    0808001 - Fjallskil og fjárgöngur 2008
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.


2. 0808003F - Atvinnumálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 59
Fundargerð 59. fundar atvinnumálanefndar lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
2.1.  0808001 - Fjallskil og fjárgöngur 2008
Atvinnumálanefnd leggur til í bókun sinni að breytingar verði gerðar á fyrirkomulagi fjallskila. álagningu lands verði hætt.
Göngur verði lagðar á fjáreigendur eftir fjárfjölda en fjöldi kinda í dagsverki verði misjafn eftir svæðum. Allir sem halda sauðfé greiði 50.- kr af vetrarfóðraðri kind í fjallskilasjóð og sveitarfélagið greiði sömu upphæð i sjóðinn. Sjóðurinn muni standi undir kostnaði við fjallskil.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og felur atvinnumálanefnd að fullvinna vinnureglur um fjallskil.


3. 0808002F - íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar - 125
Fundargerð 125. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.

3.1. 0808005 - íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar
Vegna bókunar íþrótta- og tómstundanefdar samþykkir sveitarstjórn eftirfarandi breytingu á stöðu íþrótta- og tómstundafulltrúa. Staðan er lögð niður og til verði ný staða, forstöðumaður íþróttamannvirkja. Sveitarstjóra er falið að leggja fram tillögu að starfslýsingu fyrir hið nýja starf.

3.2. 0807005 - Styrkumsókn til íTE vegna mámskeiðshalds 2008
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.

3.3. 0806054 - æskulýðsmót Norðurlands, styrkbeiðni
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.

3.4. 0808006 - Dagsskrá vetrarins 2008-2009
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt.


4. 0808011 - Byggingarnefnd fundur nr. 67
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar á 7. til og með 13. lið fundargerðar. Annað gefur ekki tilefni til ályktana.


5. 0808012 - Byggingarnefnd fundur nr. 68
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar á 7. til og með 9. lið fundargerðar. Annað gefur ekki tilefni til ályktana.


6. 0808004F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 109
Fundargerð 109. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.

6.1. 0808008 - Hólshús - ósk um að nafn á jarðskikanum Höfðaborg verði breytt í Jörfabrekka.
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

6.2. 0808003 - Vaglir - GV Gröfur sækir um leyfi til sandtöku úr Eyjafjarðará
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

6.3. 0804039 - Hvammur - Efnistaka, aðalskipulagsbreyting
Sveitarstjórn beinir því til skipulagsnefndar að málið verði afgreitt.

6.4. 0808010 - Syðri-Varðgjá / Vogar, Umsókn um að íbúðarhús hljóti nafnið ósland
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.


7. 0806046 - 111. fundur heilbrigðisnefndar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.


8. 0807004 - áskorun frá 2 stéttarfélögum um eingreiðslu til starfsmanna
Erindi dags. 7. júlí 2008 frá Einingu-Iðju og Kili þar sem er óskað eftir því að Eyjafjarðarsveit greiði öllum starfsmönnum sínum ákveðna eingreiðslu vegna góðrar afkomu sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn getur ekki orðið við erindinu.


9. 0805019 - Aðalfundur EYþINGS 4.október 2008.
Lagt fram til kynningar.


10. 0806052 - Samrekstur skóla
Tekið fyrir tillaga að nýju skipuriti fyrir grunnskóla og leikskóla. Tillagan er sett fram af vinnuhópi um samþættingu skóla. Sveitarstjórn samþykkir skipuritið.

11. 0707009 - þórustaðir II - Tillaga að deiliskipulagi
Tekið fyrir erindi frá sveitarstjóra vegna málsmeðferðar og gildistöku á deiliskipulagi fyrir þórustaði 7.
Tillaga að deiliskipulagi var auglýst 12. júlí 2007 með athugasemdafresti til 6. sept. 2007. Engar athugasemdir bárust við tillöguna. Vegna mistaka hjá ritstjórn Lögbirtingablaðsins birtist ekki auglýsing um skipulagið eins og um var beðið. því þurfti að auglýsa tillöguna aftur og var það gert 11. feb. 2008. Athugasemdafrestur rann út 25. mars 2008. Engar athugasemdir bárust við tillöguna við endurauglýsingu.
Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna á fundi sínum hinn 1. apríl 2008 og staðfesti sveitarstjórn afgreiðslu nefndarinnar á fundi hinn 8. apríl s. l.
Við yfirferð skipulagsstofnunar á gögnum kom í ljós að skipulagið var ekki að öllu leyti samkvæmt aðalskipulagi. Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005 – 2025 hefur verið breytt til samræmis við deiliskipulagstillöguna og hefur það fengið staðfestingu ráðherra.

Sveitarstjóra er veitt heimild til að auglýsa gildistöku deiliskipulagsins.


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   17:40
Getum við bætt efni síðunnar?