Umhverfisnefnd

116. fundur 16. desember 2011 kl. 10:05 - 10:05 Eldri-fundur

116 . fundur umhverfisnefndar Eyjafjardarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 15. desember 2011 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Brynhildur Bjarnadóttir, Hulda M Jónsdóttir, Brynjar Skúlason, Valur ásmundsson, Björk Sigurðardóttir og Jónas Vigfússon.
Fundargerð ritaði:  Jónas Vigfússon, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.  1108014 - Umhverfisverðlaun 2011
 í dag fengu Eiríkur Sveinsson og Rannveig Ingvarsdóttir umhverfisverðlaun fyrir lóðina að Breiðabliki og Ragnheiður Hreiðarsdóttir og Benedikt Grétasson fyrir umhverfi Jólagarðsins.
   

2.  1111036 - Gjaldskrá fyrir sorphirðu
 Farið var yfir nýja tillögu að gjaldskrá og hún rædd. Sérstaklega var rætt um gjald fyrir grísi og lagt til að það lækki út frá nýjum upplýsingum. Að öðru leyti var tillagan samþykkt með lítilsháttar orðalagsbreytingum. Búið er að fá umsögn BSE og sveitarstjóra falið að leita eftir umsögnum frá Heilbrigðisnefnd og Sambandi íslenskra sveitarfélaga þrátt fyrir samþykktar breytingar enda verði endanleg gjaldskrá ekki samþykkt í sveitarstjórn fyrr en eftir kynningarfund. Sá fundur verður í annarri viku af janúar en þar verður ný gjaldskrá og breytt fyrirkomulag sorphirðu kynnt fyrir íbúum. 
   


Fleira ekki gert.  Fundi slitið kl.   17:30

Getum við bætt efni síðunnar?