Umhverfisnefnd

135. fundur 02. desember 2016 kl. 10:55 - 10:55 Eldri-fundur

135. fundur umhverfisnefndar Eyjafjardarsveitar
haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, 1. desember 2016 og hófst hann kl. 15:30.

Fundinn sátu:
Hákon Bjarki Harðarson formaður, Ingólfur Jóhannsson aðalmaður, Brynjar Skúlason varamaður og Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Hákon Bjarki Harðarson formaður.

Dagskrá:

1. Refa- og minkaveiðar 2015-2016 - 1609015
Umhverfisnefnd fagnar góðum árangri við refaveiðar. Nefndin leggur til að reynt verði að halda utan um fjölda hlaupadýra sem veidd eru í sveitarfélaginu.

2. Fjárhagsáætlun 2017 - umhverfisnefnd - 1611041
Umhverfisnefnd leggur til 2% hækkun á almenna sorphirðu sökum þess að hlutfall þjónustugjalda hefur lækkað milli áranna 2015-2016.
Að öðruleiti er umhverfisnefnd samþykk fjárhagsrammanum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15

 

Getum við bætt efni síðunnar?