Umhverfisnefnd

60. fundur 11. desember 2006 kl. 22:14 - 22:14 Eldri-fundur

60. fundur umhverfisnefndar var haldinn í fundarsal sveitarstjórnar að Syðra-Laugalandi mánudaginn 29. mars 2004.

Mættir:  Hjörtur Haraldsson, Sigmundur Guðmundsson, Matthildur Bjarnadóttir, Matthildur Hauksdóttir og Guðrún Harðardóttir. Fundargerð skráði Guðrún Harðardóttir.  Einnig sat fundinn Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.

 

Dagskrá.

1. Bréf sveitarstjóra, dags. 30. janúar 2004, þar sem fjallað er um starfsáætlun nefndarinnar.
2. Bókun sveitarstjórnar frá 16. mars sl. um umgengni utanhúss.

 

Afgreiðsla.

 

1. Starfsáætlun umhverfisnefndar
Rætt var um starfsáætlun nefndarinnar. ákveðið var að formaður boðaði til fundar með forsvarsmönnum Búnaðarsambandsins og e.t.v.  einhverjum þar innanbúðar auk forsvarsmanna frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.  Verður boðað  til fundarins eftir páska og verða þar  ræddar leiðir til förgunar á ónýtum heyrúllum. 

 

2. Hvað varðar bókun sveitarstjórnar frá 16. mars sl. um að nefndin ásamt  heilbrigðisnefnd léti umgengni utanhúss sig varða, var ákveðið að fjallað yrði um þau málefni á fundi þeim sem getið er um í lið 1.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:15.

Getum við bætt efni síðunnar?