Ungmennaráð

5. fundur 26. september 2019 kl. 16:30 - 17:45 Fundarstofu 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Ísak Godsk Rögnvaldsson aðalmaður
  • Jóhann Ben Jóhannsson aðalmaður
  • Ágúst Máni Ágústsson varamaður
Starfsmenn
  • Erna Lind Rögnvaldsdóttir forstöðumaður íþróttamiðstöðvar
  • Jón Stefánsson oddviti
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson Sveitarstjóri

Dagskrá:

 

1.  Samband íslenskra sveitarfélaga - Spurningar til ungmennaráða og hvatning til sveitarstjórna í tengslum við Skólaþing - 1909023

Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar bendir Sambandinu á að framkvæmd þessarar könnunar sé ekki til þess fallin að skila miklum árangri. Æskilegt væri að mikill og góður tími sé gefinn til að vinna úr svo viðamiklum spurningum sem frekar ætti að leggja inn sem þemavinnu í skólunum sjálfum heldur en fyrir fámennan fund ungmennaráðs. 

 

2.  Barnvænt samfélag - Vettvangur fyrir ungt fólk á Eyþings svæðinu - 1909022

Lagt fram til kynningar.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45

 

Getum við bætt efni síðunnar?