Frá Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit

Sumarferð félagsins verður farin að öllu óbreyttu dagana 7.–10. júní nk.

Gist verður á Hótel Örk í Hveragerði í þrjár nætur og ferðast um Suðurland undir leiðsögn Guðna Ágústssonar.
Áætlaður kostnaður er kr. 80.000 á mann en það verður endanlega ljóst þegar fjöldinn í ferðinni liggur fyrir.

Tilkynning um þátttöku þarf að berast fyrir 15. maí til Reynis, sími 862-2164, Jófríðar, sími 846-5128 eða Ólafs, sími 894-3230.
Ferðanefndin.