Fréttir og tilkynningar

Fundarboð 563. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar - Fjarfundur

563. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn Fjarfundur, 8. apríl 2021 og hefst kl. 15:00.
Fréttir

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Bókasafnið er opið aftur eftir páskafrí. Almennir opnunartímar safnsins eru: Þriðjudagar frá 16.00-19.00. Miðvikudagar frá 16.00-19.00. Fimmtudagar frá 16.00-19.00. Ef einhverjar breytingar verða á þessu verður það auglýst á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar: esveit.is og í sveitapóstinum.
Fréttir

Styrkur til íþrótta- og tómstundastarfs fyrir skólaárið 2020-2021 - Umsóknarfrestur til 15. apríl.

Meðal aðgerða stjórnvalda vegna Covid-19 er styrkur sem hægt er að sækja um til sveitarfélaga vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna. Styrkurinn er veittur vegna barna sem eru fædd á árunum 2005–2014 og búa á heimilum þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks, voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars–júlí 2020. *Hægt er að sækja um styrk til og með 15. apríl 2021. *Miðað er við að íþrótta- og tómstundaiðkunin fari fram á skólaárinu 2020–2021. Athugið að hægt er að koma með kvittanir fyrir íþrótta- og tómstundastarfi sem greitt var fyrir í upphafi skólaárs eða frá hausti 2020.
Fréttir

Lýðheilsustyrkur

Eyjafjarðarsveit veitir íbúum sveitarfélagsins 67 ára og eldri styrk til heilsueflingar. Markmið lýðheilsustyrkja er að stuðla að aukinni heilsueflingu, líkamlegri og félagslegri. Styrkur er veittur vegna skráninga- og þátttökugjalda fyrir einstaklinga á aldrinum 67 ára og eldri með lögheimili í Eyjafjarðarsveit. Styrkhæft er hvers konar reglulegt félagsstarf og líkamsrækt sem stuðlar að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan. Fjárhæð styrks er ákveðin ár hvert í sveitarstjórn að fengnum tillögum frá lýðheilsunefnd. Styrkur nemur aldrei hærri fjárhæð en sem nemur greiddum gjöldum. Styrkur árið 2021 er fjárhæð 15.000 kr. Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 15. desember hvers árs. Til að fá styrkinn greiddan þarf að senda: Afrit af reikningi þar sem fram kemur fyrir hvaða félagsstarf eða líkamsrækt er verið að greiða. Staðfestingu á greiðslu. Reikningsupplýsingar til að leggja styrkinn inn á.
Fréttir

Viðburðir í Eyjafjarðarsveit

Fleiri viðburðir