Fréttir og tilkynningar

Ný samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Eyjafjarðarsveit

Tekið hefur gildi ný samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald í Eyjafjarðarsveit. Samþykktina er hægt að sjá hér https://www.esveit.is/static/files/Samthyktir/umh20060096-hundar-og-kettir-i-eyjafjardasveit_undirritad.pdf
Fréttir

Fundarboð 558. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Fundarboð: 558. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 23. nóvember 2020 og hefst kl. 15:00
Fréttir

Fullveldishátíð fellur niður 2020

Menningarmálanefnd hefur ákveðið að vegna aðstæðna í þjóðfélaginu núna verði ekki fullveldishátíð 1. des. í Laugarborg eins og undanfarin ár, því miður. Menningarmálanefnd.
Fréttir

Opnað fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk vegna áhrifa af Covid-19

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Styrkirnir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga. Alls verður um 900 milljónum króna varið í verkefnið árin 2020 og 2021 en Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnti aðgerðina í vor og er hún hluti af aðgerðapakka sem ætlað er að veita mótvægi vegna þeirra áhrifa sem Covid-19 faraldurinn hefur haft á afkomu efnaminni heimila í landinu. Í framhaldinu verður ráðist í vitundavakningu í samstarfi við menntamálaráðuneytið, sveitarfélög, Íþróttasamband Íslands og Ungmennafélag Íslands.
Fréttir

Viðburðir í Eyjafjarðarsveit

Fleiri viðburðir