Fréttir og tilkynningar

Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 – breyting vegna efnistökusvæðis á Bíldsárskarði

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 19. júní sl. að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 vegna efnistökusvæðis í landi Kaupangs á Bíldsárskarði. Breytingin felst í að efnistökusvæði með 30.000 rúmmetra efnistökuheimild er fært inn á skipulag. Efnistökusvæðið verður notað við byggingu Hólasandslínu 3. Gerð er grein fyrir efnistökusvæðinu í umhverfismati vegna framkvæmdarinnar, sjá samþykkta matsskýrslu dags. 19. september 2019.
Fréttir

Hugum að smitvörnum

Því miður hafa verið að koma upp hópsmit af Covid-19 undanfarna daga sem rekja má til mannfagnaða og hafa yfirvöld áhyggjur af þeirri þróun. Stórar ferðamannahelgar eru framundan og því mikilvægt að við hugum öll að smitvörnum en gleymum okkur ekki þó sól sé nú hátt á lofti. Hver og einn verður að gæta að sér og fara eftir tilmælum landlæknis hverju sinni. Við þurfum því miður að hafa í huga að veiran er enn virk í samfélaginu og á auðvelt með að dreifa sér sé slakað á vörnum gegn henni. Njótum sumarsins en gleymum ekki að verja okkur gagnvart smiti. Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri.
Fréttir

Bókasafnið verður opið á þriðjudögum í sumar kl. 14:00-16:00

Alltaf eitthvað nýtt! Bækur, tímarit, kiljur, hljóðbækur. Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinnganga og niður á neðri hæð.
Fréttir

Deiliskipulag Hrafnagilshverfis

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti sl. vetur að hefja vinnu við gerð heildstæðs deiliskipulags fyrir Hrafnagilshverfi. Markmið deiliskipulagsins er að marka stefnu um áframhaldandi uppbyggingu Hrafnagilshvefis á komandi áratugum. Drög skipulagslýsingar hafa verið kynntar og er á þessu stigi máls verðmætt að fá fram athugasemdir sem snúa að umfangi verkefnisins, þ.e. hvort æskilegt sé að líta til þátta sem ekki koma fram í drögum að skipulagslýsingu.
Fréttir

Viðburðir í Eyjafjarðarsveit

Fleiri viðburðir