Fréttir og tilkynningar

Laus staða við Hrafnagilsskóla

Hlutastaða kennara í tónmennt, afleysing til eins árs. Óskum eftir að ráða kennara til að leiða tónlistarstarf og kenna tónmennt í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit. Um er að ræða hlutastöðu.
Fréttir

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar lokað vegna Covid-19

Bókasafnið er því miður lokað og verður áfram meðan samkomubann er í gildi. Upplýsingar um opnun munu birtast á heimasíðu sveitarfélagsins og í auglýsingablaðinu.
Fréttir

Kæru sveitungar

Við viljum byrja á því að þakka þeim fjölmörgu sem hafa styrkt okkur og sett dósir og flöskur í þar til gerðan gám á gámasvæðinu norðan Hrafnagilsskóla. Þessir peningar koma sér vel og fara allir í ferðasjóðinn okkar. Okkur langar að biðja fólk um að passa að ekki sé rusl í flöskupokunum sem fara í gáminn og að dósirnar séu ekki beyglaðar saman. Foreldrar okkar hafa lent í vandræðum í Endurvinnslunni út af þessu. Við sendum ykkur óskir um gleðilega páska, nemendur í 10. bekk.
Fréttir

Bók að gjöf fyrir eldri borgara Eyjafjarðarsveitar

Á morgun fá eldriborgarar bók að gjöf frá Eyjafjarðarsveit og verður eintaki dreift á öll heimili þar sem 67 ára eða eldri búa. Bókin, Hreyfing 60+, er skrifuð af íþróttafræðingnum Fannari Karvel og er gjöfinni ætlað að stuðla að góðri hreyfingu og lýðheilsu fyrir hópinn. Það er Lýðheilsunefnd Eyjafjarðarsveitar sem stendur að þessu flotta framtaki.
Fréttir

Viðburðir í Eyjafjarðarsveit

Fleiri viðburðir