Fréttir og tilkynningar

Espihóll – íbúðarhús - Espilaut, Eyjafjarðarsveit – auglýsing skipulagslýsingar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 12. janúar sl. að vísa skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og vegna nýs deiliskipulags fyrir fyrirhugað íbúðarhús á landareigninni Espihóll í kynningarferli skv. 30 gr. og 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðalskipulagsbreytingin lýtur að því að nýtt 1, 5 ha svæði verði skilgreint sem íbúðarsvæði þar sem nú er skilgreint landbúnaðarsvæði í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030. Skipulagsverkefnið snýr að skipulagi lóðar fyrir íbúðarhús á óræktuðu landi. Skipulagslýsingin er aðgengileg á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, milli 2. febrúar og 17. febrúar 2023 sem og á heimasíðu sveitarfélagsins, www.esveit.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri til föstudagsins 17. febrúar 2023. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast til Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is. Skipulagsfulltrúi
Fréttir

Fundarboð 603. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar - 603 FUNDARBOÐ fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 2. febrúar 2023 og hefst kl. 08:00. Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1. Velferðar- og menningarnefnd - 4 - 2301004F 1.1 2211018 - ADHD samtökin - Styrkumsókn 2022 1.2 2212026 - Hælið setur um sögu berklanna - Styrkumsókn vegna fræðsluheimsókna 1.3 2212024 - Erla Dóra Vogler - Styrkumsókn vegna nýárstónleika par exelans 1.4 2212023 - Freyvangsleikhúsið - Styrkumsókn vegna tónleika fyrsta vetrardags 2022 1.5 2212022 - Hrund Hlöðversdóttir - Styrkumsókn vegna viðburðar Í Laugarborg 1.6 2212021 - Brunirhorse - Styrkumsókn vegna kynningarefnis 2023 1.7 2212020 - Kvenfélagið Hjálpin - Styrkumsókn vegna útgáfu bókarinnar Drífandi daladísir, 100 ára saga félagsins 1.8 2209016 - Gjaldskrá um akstursþjónustu 1.9 2209015 - Bjartur lífsstíll 1.10 2010005 - Lýðheilsa í Eyjafjarðarsveit 1.11 1906003 - Heilsueflandi samfélag 1.12 2212005 - Skýrsla Smámunasafns vegna sumarsins 2022 2. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 381 - 2301005F 2.1 2211017 - Víðigerði II, lóð 2 og 3 - Umsókn um byggingarreit fyrir geymsluhúsnæði 2.2 2212007 - Brúnir - umsókn um stofnun lóðar 2.3 2301010 - Stóri-Hamar 1 - Ný heimreið 2.4 2301013 - Svæðisskipulag Suðurhálendis - Óskað eftir umsögn á tillögu 2.5 2301017 - Raðhúsalóðir við götu D, lóð 4 og 6 - ósk um að reisa fjögurra íbúða raðhús í stað þriggja íbúða 2.6 2109022 - Samkomugerði - Frístundabyggð - 2021 2.7 2109031 - Eyrarland - Deiliskipulag 2.8 2104003 - Kroppur – Íbúðasvæði Fundargerðir til kynningar Norðurorka - Fundargerð 281. fundar - 2212029 SSNE - Fundargerð 46. stjórnarfundar - 2301025 SSNE - Fundargerð 47. stjórnarfundar - 2301026 Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 917 – 2301016 Almenn erindi Smámunasafn Sverris Hermannssonar - 2301009 FÍSOS - Smámunasafn Sverris Hermannssonar - 2301005 Viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2023 - 2301007 Stjórnsýslukæra vegna neitunar Eyjafjarðarsveitar að ákveða hagatoll fyrir land Þormóðsstaða I&II - 2301020 Stjórnsýslukæra - kærð er ákvörðun Eyjafjarðarsveitar um að gera eignarland Þormóðsstaða að samnotaafrétt - 2301021 Hitaveita í Eyjafjarðarsveit – 1901013 Almenn erindi til kynningar Mennta- og barnamálaráðuneyti - Vegna stjórnsýslukæru - 2301012 Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar Eyjafjarðarsveitar um deiliskipulags svínabús að Torfum - 1912009 SSNE - Frumhagkvæmnimat líforkuvers - 2212028 31.01.2023 Stefán Árnason, skrifstofustjóri.
Fréttir

Ytri- og Syðri-Varðgjá - Hótel, Eyjafjarðarsveit – auglýsing skipulagslýsingar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 20. október sl. að vísa skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og vegna nýs deiliskipulags fyrir fyrirhugaða hótelbyggingu á landareignunum Ytri- og Syðri-Varðgjá í kynningarferli skv. 1.mgr. 30 gr. og 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðalskipulagsbreytingin lýtur að því að verslunar- og þjónustusvæði (VÞ22) stækkar úr 1,8 ha í 3,0 ha á svæði sem auðkennt er að hluta til sem íbúðarsvæði (ÍB22) og að hluta sem skógræktar- og landgræðslusvæði (SL) í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030. Skipulagsverkefnið snýr að skipulagi lóðar fyrir hótel. Skipulagslýsingin er aðgengileg á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, milli 27. janúar og 10. febrúar 2023 sem og á heimasíðu sveitarfélagsins, www.esveit.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri til föstudagsins 10. febrúar 2023. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast til Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is. Skipulagsfulltrúi
Fréttir

Ágætu sveitungar!

Við ritvinnslu tímaritsins Eyvindar féll niður hluti texta í grein Gunnars Jónssonar um Hrafnagilsskóla 50 ára. Neðst í mið dálki á bls. 7 á framhaldið að vera eftirfarandi: .... þeirri 20. kenndu margir í sveitum landsins, sem hlotið höfðu einhverja framhaldsmenntun, unglingum / ungmennum hluta úr vetri án þess að um formlegt skólastarf væri að ræða og það var líka gert í Framfirðinum. Magnús Sigurðsson bóndi og kaupmaður á Grund var mjög framfarasinnaður og hafði mörg járn í þeim eldi. Fyrir aldamótin 1900 hóf hann umræðu um nauðsyn þess að byggja skólahús fyrir hreppana þrjá, bauð land undir það á Grund og veglega fjárhæð frá sér. En ekki varð af byggingunni, jafnvel þótt Magnús byðist 1907 eða 1908 til að greiða um það bil 2/3 af byggingarkostnaðinum á móti landssjóði með því skilyrði að hver búandi í héraðinu legði fram 3-5 dagsverk við bygginguna. Síðan liðu rúm 60 ár þar til fyrstu nemendurnir gengu inn í unglingaskóla í sinni heimabyggð. Velta má fyrir sér hvaða áhrif skóli á Grund eða annarsstaðar í sveitinni hefði haft á menntun og mannlíf í Framfirðinum .... Greinar höfundur Gunnar Jónsson frá Villingadal er beðinn velvirðingar á þessum mistökum. Fyrir hönd ritnefndar, Benjamín Baldursson
Fréttir

Viðburðir í Eyjafjarðarsveit

Fleiri viðburðir