Fréttayfirlit

Handverkshátíð 2014

Handverkshátíð er haldin aðra helgi í ágúst ár hvert. Opnað verður fyrir umsóknir Handverkshátíðar 2014 í febrúar n.k.. Fylgist með okkur hér á heimasíðunni.
17.09.2013

Handverkshátíð lauk í sól og blíðu

Handverkshátíð 2013 lauk í dag í sól og blíðu. Alls fékk sýningin um 18.000 heimsóknir og eru aðstandendur sýningarinnar mjög ánægðir með aðsóknina og hvernig til tókst. Viljum við nýta tækifærið og þakka sýnendum og gestum fyrir ánægjulega helgi og hlökkum til að taka á móti ykkur að ári.
12.08.2013

Öðrum degi lokið og handverksfólk og hönnuðir verðlaunaðir

Öðrum degi Handverkshátíðar er lokið. Gríðarlegur fjöldi gesta heimsótti sýninguna í dag sem lauk með grillveislu, skemmtidagskrá og verðlaunaafhendingu. Eftirtaldir hlutu verðlaun:
11.08.2013

Myndir frá Handverkshátíð 2013

Nú má sjá nýjar myndir frá Handverkshátíðinni í ár
09.08.2013

Aldrei fleiri gestir á fyrsta sýningardegi Handverkshátíðar

Enn eitt aðsóknarmet var slegið á Handverkshátíð í dag. Fjölbreytt sýningarbásar og viðburðir á útisvæði lukkuðust vel og gestir nutu veitinga og lifandi tónlstar á torgi hátíðarinnar. Hlökkum til að sjá ykkur um helgina.
09.08.2013

Norsku fyrirsæturnar mættar á Handverkshátíð

Undirbúningur Handverkshátíðar 2013 stendur sem hæst. Sölutjöld og veitingatjald rísa núna á svæðinu og sýnendur eru að koma sér fyrir. 90 sölubásar af öllu landinu með íslensku handverki og hönnun eru á sýningunni í ár. Norskar „kýr“ eru nú komnar á svæðið og munu skarta rammíslensku prjónlesi alla sýningarhelgina. Veðrið er dásamlegt í Eyjarfirðinum og bjóðum við landsmenn velkomna á Handverkshátíð sem hefst á morgun og stendur fram til mánudags.
08.08.2013

Handverkshátíðin hefst á morgun

Setning hátíðarinnar hefst kl: 12. Að henni lokinni opna sýningarsvæðin með 90 sölubásum með íslensku handverki og hönnun.
08.08.2013

Handverkshátíðin verður sett á föstudaginn

Handverkshátíðin verður sett n.k. föstudag kl: 12. Kynntu þér dagskrá hátíðarinnar hér á síðunni. Hlökkum til að sjá þig.
07.08.2013

List og landbúnaður á N4 6. ágúst

Upphitun fyrir Handverkshátíð 2013. Fylgist með á N4 n.k. þriðjudag
01.08.2013

Afmælissýning Heimilisiðnaðarfélagsins á Handverkshátíð

Heimilisiðnaðarfélagið heldur upp á 100 ára afmæli sitt í ár og verður með glæsilega sýningu á Handverkshátíð. Félagið hefur verið gestu hátíðarinnar í mörg ár og af tilefni aldar afmælis félagsins setur það upp sérstaka sýningu af þessu tilefni í Hjarta sýningarsvæðis 1. Sýndir verða þjóðbúningar með áherslu á Faldbúninginn bæði tilbúna og búning í vinnslu. Nýjasta bók félagsins "Faldar og skart" verður til sýnis og sölu. Félagskonur kynna ýmiskonar handverki s.s. knipl, útsaum, prjóni, hekl og til sýnis verða ýmsir munir á borð við vettlingar, sjöl og jurtalitað band auk afmælispeysunnar "Sjónu". Myndir úr starfi félagsins muni einnig prýða sýninguna.
31.07.2013