Fréttayfirlit

Þáttur um Handverkshátíðina á RÚV í kvöld

Þáttur um 20. Handverkshátíðina í Eyjafjarðarsveit og landbúnaðarsýningu sem haldnar voru sumarið 2012 verður sýndur í kvöld á RÚV kl: 19:35
30.07.2013

Handverkshátíðin á RÚV

Þáttur um 20. Handverkshátíðina í Eyjafjarðarsveit sem haldin var sumarið 2012 verður sýndur þriðjudaginn 30. júlí kl: 19:35 RÚV.
19.07.2013

Prúðbúnir póstkassar í Eyjafjarðarsveit

Það leynir sér ekki að nú styttist í Handverkshátíð og póstkassarnir í Eyjafjarðarsveit eru byrjaðir að "blómstra".
17.07.2013

Sýnendur Handverkshátíðar 2013

Nú þegar er hægt að sjá skipulag sýningarsvæðisins ásamt nánari upplýsingum um sýnendur undir flipanum "Um hátíðina". Fylgist einnig með okkur á Facebook þar sem við setjum skemmtilegan leik í gang þegar nær dregur hátíðinni.
12.07.2013

Afgreiðslu umsókna lokið

Handverkshátíð 2013 barst á annað hundrað umsóknir.
Afgreiðslu umsókna er nú lokið og enn og aftur getum við lofað fjölbreyttri og spennandi sýningu.
15.05.2013

Prjónles, kýr og kvenfélög

Undirbúningur 21. Handverkshátíðar er hafinn. Í fyrra skreyttu kvenfélagskonur í Eyjafjarðarsveit traktor með prjónlesi en í í ár fá kýr á bænum Hvassafelli að njóta góðs af dugnaði kvenfélagskvennanna. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á fyrstu flíkurnar. Kýrnar verða á beit á hátíðarsvæðinu í sumar til marks um að handverki eru engar skorður settar.
Við viljum minna á að  umsóknarfresturinn rennur út 15. Þegar hefur borist fjöldi umsókna.
12.04.2013

Opnað hefur verið fyrir umsóknir

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir á Handverkshátíð 2013.
Umskóknareyðublað hátíðarinnar er að finna hér.
Umsóknarfresturinn rennur út 15. apríl n.k.
01.03.2013

Umsóknir á Handverkshátíð 2013

Opnað verður fyrir umsóknir á Handverkshátíð 2013 föstudaginn 1. mars n.k..
Nýtt umsóknareyðublað verður þá sett inn á heimasíðuna og umsóknarfresturinn kynntur.
Fylgist vel með.
10.02.2013