OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR Á HANDVERKSHÁTÍÐ 2020

Fréttir Handverkshátíð

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á Handverkshátíð 2020. Nú þegar hafa borist fjölmarkar umsóknir svo það er ljóst að Hátíðin í haust verður spennandi og fjölbreytt.

Árlega sækja 10-15 þúsund gestir Handverkshátíðina á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Handverkshátíðin 2020 er ein rótgrónasta hátíð landsins og verður hátíðin í ár sú 28. í óslitinni röð frá upphafi. Hátíðin hefur heldur verið að sækja í sig veðrið undanfarið og árið 2019 voru yfir 120 sýnendur og ljóst er að mikil gróska er í íslensku handverki og hönnun.

Viltu taka þátt í ár? Áttu fallegt handverk eða hönnun og sem þú vilt selja eða hreinlega bara koma þér á framfæri?

Fylltu út umsóknarbaðið hér UMSÓKN 2020

 

Við hlökkum  til að taka á móti  handverksfólki og gestum og lofum skemmtilegri og lifandi hátíð 2020.

Verið öll hjartanlega velkomin!