Auglýsingablaðið

1028. TBL 05. febrúar 2020

Auglýsingablað 1028. tbl.  22. árg. 5. febrúar 2020.



Sveitarstjórnarfundur
543. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 13. febrúar og hefst hann kl. 15:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.



Álagningarseðlar
 fasteignagjalda 2020 eru nú aðgenginlegir á island.is



Auglýsingablaðið
 er hugsað fyrir sveitunga að auglýsa sér að kostnaðarlausu.
Skilafrestur er fyrir kl. 10:00 á þriðjudögum en blaðinu er dreift ýmist á miðvikudegi eða fimmtudegi eftir dreifingardögum póstsins. Senda þarf texta, þ.e. texta í tölvupósti eða í word fylgiskjali á eveit@esveit.is eða hringja í 463-0600. 
Hægt er að birta logo eða mjög litla mynd með auglýsingu sem prentast í svart/hvítu.
Hámarksstærð auglýsinga er 100 orð (mögulega þarf þó að stytta texta ef mikið magn auglýsinga er í það skipti). Endurtekningu þarf að stilla í hóf. Auglýsingu er sleppt ef hún hefur birst í fyrra blaði og næsta blað er fullt af nýjum auglýsingum.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar



Nýir kórfélagar velkomnir
Fyrsta kóræfing ársins er í kvöld, miðvikudaginn 5. febrúar, í Laugarborg kl. 20:00. Kirkjukór Laugalandsprestakalls getur alltaf á sig blómum bætt og hvetjum við alla áhugsama til að mæta. Æft er einu sinni í viku, á miðvikudagskvöldum og stjórnandi er Eyþór Ingi Jónsson. Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Sigríði Hrefnu í síma 866-4741, Ármanni í síma 777-0367 eða Ingibjörgu í síma 821-8677.



Brasilískir tónar og kvöldopnun á Kaffi kú miðvikudaginn 5. febrúar
Vikuna 3.-8. febrúar heldur Tónlistarskóli Eyjafjarðar opna viku þar sem hefðbundin kennsla er að mestu felld niður, en býður nemendum í staðinn námskeið í brasilískri tónlist þar sem okkar brasilíski slagverksleikari Rodrigo Lopes og samlandi hans Guito leiðbeina nemendum okkar á Hrafnagili, Þelamörk og Grenivík. Það verður gaman að sjá hvort að þeir geta ekki aðeins liðkað okkur til í vetrarfrostinu og gefið okkur örlítinn smjörþef af sumri og sól.

5. febrúar verða tónleikarnir “The TE Party” á Kaffi Kú kl. 21:00-22:30 
Bandið skipa: 
Fanney Kristjáns Snjólaugard. söngur, Jón Þorsteinn Reynisson harmonika, Rodrigo Lopes slagverk og Kristján Edelstein gítar. 

Opið verður á Kaffi kú frá kl. 18:00 til lok tónleika, tilvalið að gera vel við sig, fá sér góðan mat og hlusta á góða tónlist og fá smá sumar í kroppinn. 
Viðburðurinn er ókeypis og opinn öllum sem vilja.



Föstudaginn 7. febrúar 2020
Framsókn býður til samtals við ráðherra og þingmenn flokksins hringinn í kringum landið á næstu dögum.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar, verður til samtals og samráðs á opnum fundi föstudaginn 7. feb. á Lamb-Inn Eyjafjarðarsveit kl. 17:00. Samhliða er boðað til Aðalfundar Framsóknarfélags Eyjafjarðar.
Verið öll hjartanlega velkomin! 
Framsókn.



Syngdu með í Laugarborg – Opin vika Tónlistarskóla Eyjafjarðar
Frítt inn og allir velkomnir.
Í tengslum við kvikmyndasýninguna „Frú Elísabet“ verður söngstund í framhaldinu (Singalong) þar sem kennarar við skólann verða til halds og trausts.
Lionsklúbburinn Sif verður með sjoppusölu og rennur allur ágóði í styrktar- og líknarsjóð. Ath. enginn posi.

 

Sumarstarf á kúabúi í Klauf, Eyjafjarðarsveit
Starfskraftur óskast á kúabú sumarið 2020. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á sveitastörfum og geta unnið sjálfstætt. Helstu störf eru vinna á vélum, almenn fjósverk og ýmislegt annað. 
Upplýsingar hjá Hermanni í síma 867-8586, Ingibjörgu í síma 821-8677 eða sendið póst á klauf@internet.is



ALLIR GETA DANSAÐ !!! Síðasti séns að skrá sig !!!
Þá fer að hefjast dansnámskeið fyrir byrjendur eða lengra komna (8 skipti).
Viljið þið verða ballfær og efla andlega og líkamlega heilsu, þá skráið þið ykkur hjá mér í síma 891-6276 eða sendið mér póst á elindans@simnet.is. 
Kenni t.d. Cha cha, Jive, Tjútt, Samba, vals og gömlu dansana.
Kennt verður í Laugarborg á þriðjudögum kl. 20:00-21:30.
Byrja þriðjudaginn 4. febrúar.
Elín Halldórsdóttir, danskennari.



Gefðu elskunni þinni dekur á Valentínusardaginn (14. febrúar)
Snyrtistofan Sveitasæla er staðsett á Lamb Inn Öngulsstöðum.
Hægt að fá allar helstu snyrtimeðferðir. Nánari upplýsingar um meðferðir sem eru í boði og verð, eru inná Facebook. Gjafabréf í dekur er tilvalin gjöf við öll tækifæri, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf. 
Er með hágæðavörur frá Comfort Zone í vinnuvöru og til sölu. 
Er með opið mánudaga kl. 16:00-18:00, þriðjudaga 9:00-16:00, miðvikudaga 16:00-18:00, fimmtudaga 9:00-16:00 og föstudaga 9:00-15:00. Tímapantanir í síma 833-7888, milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Eftir kl. 17:00 og um helgar svarar símsvari. Elín Halldórsdóttir, snyrtifræðingur og danskennari.



Stutt og fámenn námskeið við eldhúsborðið í Hjallatröð 1
Leiðbeinandi verður Ingileif Ástvaldsdóttir grunnskólakennari sem hefur sérhæft sig í notkun upplýsingatækni í skólastarfi. 

Google verkfærin í leik og starfi
Áttu G-mail-netfang? Vissir þú að því fylgja mörg verkfæri á vef eins og Google Drive, Google Photos, Google Docs og fleiri? 
Fimmtudagana 5. og 12. mars kl. 17:00-18:30 verður námskeið í verkfærum Google. Verð fyrir námskeiðið (bæði skiptin) er 8.000 kr. Hressing er innifalin en þú þarft að hafa með þér fartölvu.

Boðskort, matseðlar og fleira
Þarftu að búa til boðskort, matseðil, forsíðu eða annað og vilt að það sé persónulegt og fallegt? 
Námskeið í notkun verkfæranna Canva og Spark Post sem eru ókeypis og til bæði á netinu og sem smáforrit.
Kennt verður 18. mars kl. 17:00-18:30. Verð 4.000 kr. Hressing innifalin. 

Skráning á bæði námskeiðin fer fram með því að senda tölvupóst á ingileif@barabyrja.is
Aðeins fimm pláss á hvoru námskeiði.

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?