Fréttir og tilkynningar

Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit vill ráða starfsmann í hlutastarf

Um er að ræða 50% stöðu í þrifum, öðrum tilfallandi verkefnum og afleysingu á deildum. Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Við mat á umsóknum er horft til eftirfarandi: • Lipurðar í samskiptum • Íslenskukunnáttu • Reynslu og/eða menntun sem nýtist í starfi Sjá nánar á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar www.esveit.is Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is. Umsóknarfrestur er til og með 27. ágúst 2020. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Umsóknir skal senda til leikskólastjóra á netfangið erna@krummi.is
Fréttir

Fundarboð 553. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 553. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 13. ágúst 2020 og hefst kl. 15:00
Fréttir

Álagning fjallskila 2020

Þeir sem halda allt sauðfé og öll hross heima eru beðnir að tilkynna það til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
Fréttir

Lokað vegna rafmagnsleysis

ATH. Vegna rafmagnsleysis og viðgerða Rarik er Smámunasafnið lokað í dag 5. ágúst 2020. Við biðjumst velvirðingar , kveðja stúlkurnar á Smámunasafninu.
Fréttir

Viðburðir í Eyjafjarðarsveit

Fleiri viðburðir