Fréttir og tilkynningar

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Íslands vekur athygli á bæklingi

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Íslands vilja vekja athygli á bæklingi sem gefinn hefur verið út á átta tungumálum um ávinning þess að stunda íþróttir með íþróttafélagi. Bæklingurinn er ætlaður foreldrum barna af erlendum uppruna, en rannsóknir hafa sýnt að þátttaka þessara barna er um helmingi minni en barna af heimilum þar sem töluð er íslenska. Bæklingana er bæði hægt að nálgast í rafrænu formi á heimasíðum samtakanna www.isi.is og www.umfi.is en einnig í prentuðu formi á skrifstofum þeirra. Bæklingarnir eru til á arabísku, ensku, filippeysku, íslensku, litháísku, pólsku, tælensku og á víetnömsku.
Fréttir

Ytri-Varðgjá, Eyjafjarðarsveit – tillaga að aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi fyrir baðstað

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 14. janúar 2021 að auglýsa tillögu að aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi fyrir baðstað í Vaðlareit í landi Ytri-Varðgjár í Eyjafjarðarsveit.
Fréttir Aðalskipulagsauglýsingar Deiliskipulagsauglýsingar

Fundarboð 561. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

561. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 25. febrúar 2021 og hefst kl. 15:00.
Fréttir

Upplýsingar um bólusetningu á auðlesnu máli

Embætti landlæknis í samvinnu við Þroskahjálp hafa tekið saman upplýsingar um bólusetningu á auðlesnu efni sem finna má hér. Þetta efni verður þýtt yfir á ensku og pólsku og mun það verða auglýst þegar það kemur. Einnig er að finna upplýsingar um bólusetningar og tölfræði vegna bólusetninga gegn Covid-19 inn á covid.is eða hér: https://www.covid.is/bolusetningar
Fréttir

Viðburðir í Eyjafjarðarsveit

Fleiri viðburðir