Fréttir og tilkynningar

Tæming endurvinnslu tefst vegna veðurs

Tafir verða á tæmingu endurvinnslu í innri hring vegna veðurs. Farið verður af stað aftur þegar vindur minnkar. 
Fréttir

Vertu breytingin! - Kynning á styrkjum fyrir ungt fólk til að framkvæma verkefni sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið

Ertu að vinna með ungu fólki eða ert sjálf/ur/t á aldrinum 18-30 ára? Komdu þá á kynninguna Vertu breytingin! um styrki fyrir ungt fólk til að framkvæma verkefni sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið fimmtudaginn 20. janúar kl. 15:00! ➡️ https://www.facebook.com/events/894393367889265 Skráðu þig hér ➡️ https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScA_rYevmBM2BOFCfTT4J_ZzQ7SUw7BCUGSdSelwOjOba0Fjg/viewform?usp=sf_link
Fréttir

Árshátíð unglingastigs Hrafnagilsskóla

Föstudaginn 14. janúar næstkomandi verður árshátíð unglingastigs. Nemendur völdu að setja upp stytta útgáfu af söngleiknum Mamma Mia þar sem lög ABBA fá að hljóma. Vegna samkomutakmarkana geta þeir ekki haldið sýninguna með hefðbundnum hætti. Planið er að leyfa gestum sem farið hafa í hraðpróf að koma á kvöldsýninguna en taka sýninguna einnig upp um morguninn og áhugasamir geta keypt rafrænan aðgang. Allir nemendur unglingastigs taka þátt í uppfærslunni því auk þess að leika, dansa og syngja á sviði sjá unglingarnir um búninga, förðun, leikmynd, leikskrá og alla tæknivinnu. Nemendur unglingastigs bjóða því til sölu ,,heimaleikhúspakka” sem inniheldur slóð á leikritið og rafræna leikskrá. Pakkinn kostar 1.500 krónur og pantanir þurfa að berast til Nönnu, nanna@krummi.is, fyrir klukkan 10:00 föstudaginn 14. janúar. Aðgangseyrir á sýninguna í Laugarborg er 1.000 kr. Ágóðinn verður nýttur fyrir nemendur unglingastigs, t.d. í lyftugjöld í skíðaferð og fleira skemmtilegt. Við þökkum stuðninginn, nemendur unglingastigs Hrafnagilsskóla
Fréttir

ÞORRABLÓT EYJAFJARÐARSVEITAR 2022

Ójá – við ætlum að halda þorrablót!!! Ekki hefðbundið blót í íþróttasalnum heldur RAFRÆNT þorrablót þann 29. janúar kl. 21:00. Svo ykkur er óhætt að fara að viðra sparifötin, móta þorrakúluna ykkar (stærð hennar fer eftir þeim samkomutakmörkunum sem verða ríkjandi þetta kvöld), undirbúa matarmálin (hægt verður að panta tilbúna þorrabakka) og bara almennt fara að hlakka til!! Við verðum með tilbúna rafræna dagskrá handa ykkur svo það eina sem þið þurfið að gera er að opna skjáinn og eiga GEGGJAÐA kvöldstund fyrir framan hann. Skoðið facebook síðuna Þorrablót Eyjafjarðarsveitar, líkið við hana og finnið ennfremur „viðburðinn“ Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2022. Skráið endilega þátttöku ykkar (going) og þá eruð þið sjálfkrafa þátttakendur í frábæru happdrætti þar sem veglegir vinningar verða í boði. Allt þetta verður aðgengilegt og ókeypis fyrir alla þetta kvöld – líka þá sem eru í sóttkví, einangrun og óbólusettir
Fréttir

Viðburðir í Eyjafjarðarsveit