Fréttir og tilkynningar

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2021 og 2022-2024 samþykkt í sveitarstjórn

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2021 og árin 2022 - 2024 var tekin til síðari umræðu og samþykkt samhljóða í sveitarstjórn 26. nóvember 2020.
Fréttir

Lóðir fyrir einkaflugskýli á Melgerðismelum í Eyjafjarðarsveit - áhugakönnun

Í tilefni fyrirspurna um lóðir fyrir flugskýli á flugvallarsvæðinu á Melgerðismelum kannar sveitarfélagið Eyjafjarðarsveit nú grundvöll þess að deiliskipuleggja svæði fyrir uppbyggingu einkaflugskýla á svæðinu. Sveitarfélagið hefur yfir að ráða um 0,5 ha stóru svæði við norð-vestur enda flugbrautarinnar þar sem með góðu móti má koma fyrir u.þ.b. 8 lóðum fyrir flugskýli að stærð 200-300 fm. Ef fýsilegt reynist að ráðast í uppbyggingu af þessu tagi myndi sveitarfélagið annast deiliskipulag, gerð aðkomuleiðar auk öflunar neysluvatns og fráveitukerfis, en eftirláta húsbyggjendum annan frágang.
Fréttir

Ytri-Varðgjá, Eyjafjarðarsveit – lýsing vegna deiliskipulags og breytingar á aðalskipulagi

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti þann 26. nóvember 2020 að kynna skipulagslýsingu vegna deiliskipulags og breytingar á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 fyrir almenningi á grundvelli 1. mgr. 30. gr. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsverkefnið tekur til áforma um uppbyggingu baðstaðar ásamt tilheyrandi þjónustu í landi Ytri-Varðgjár. Ráðgert er að aðkoma að staðnum verður frá þjóðvegi nr. 1 þar sem þegar er aðkomuvegur um 400 m austan gatnamóta við Eyjafjarðarbraut eystri. Gert er ráð fyrir að heitt vatn verði leitt að staðnum með lögn frá Vaðlaheiðargöngum, í samstarfi við Norðurorku.
Deiliskipulagsauglýsingar

Þórustaðir II, Eyjafjarðarsveit – breyting á gildandi deiliskipulagi

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 16. apríl 2020 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir íbúðarsvæði í landi Þórustaða II í Eyjafjarðarsveit skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er um 2,3 ha að flatarmáli og er í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins skilgreint sem íbúðarsvæði ÍB20. Breytingin felst í að einni 2138 fm íbúðarlóð fyrir einbýlishús er bætt við deiliskipulag.
Deiliskipulagsauglýsingar

Viðburðir í Eyjafjarðarsveit