Fréttir og tilkynningar

Áætlað innanfélagsmót Hjólreiðafélags Akureyrar, 29. júní kl. 19:00

Áætlað er að halda innanfélagsmót Hjólreiðafélags Akureyrar þriðjudaginn 29. júní um kl. 19:00; Miðbraut - Smámunasafn - Miðbraut. Tímataka er hjólreiðagrein þar sem keppendur hjóla, einn í einu, í kappi við tímann. Keppendur eru ræstir út á 30-60 sek. fresti. Ræst verður rétt sunnan við afleggjarann á Miðbraut (823), hjólað að Smámunasafninu og til baka. Reiknað er með að keppendur séu um 40-60 mínútur að hjóla leiðina, en fer það þó talsvert eftir veðri og vindum. Helstu tengiliðir 29. júní: Ábyrgðarmaður og öryggisfulltrúi: Árni F. Sigurðsson, 865-4195, formadur@hfa.is Mótsstjóri: Silja Rúnarsdóttir, 669-9497, siljarunarsdottir@gmail.com
Fréttir

Kæru foreldrar

Krummakot vill minna ykkur á að sækja þarf tímalega um pláss í skólann. Plássin eru þéttsetin og því gott að fá upplýsingar um börnin sem fyrst varðandi næsta skólaár. Umsókn um dvöl á leikskólanum Krummakoti; http://krummakot.leikskolinn.is/Upplysingar/Leikskolaumsokn Kveðja frá öllum á Krummakoti.
Fréttir

Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit vill ráða starfsfólk - framtíðarstarf

Um er að ræða 100% stöðu leikskólakennara/leiðbeinanda. Leikskólakennari, leikskólaliði eða starfsmaður með aðra menntun sem nýtist í starfi og/eða reynslu af vinnu með ungum börnum óskast til starfa í leikskólanum Krummakoti. Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Á Krummakoti eru 68 dásamleg börn sem eru á aldrinum 1 - 6 ára. Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð (story line) og útikennslu. Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman. Við mat á umsóknum er horft til eftirfarandi: • Leyfisbréf sem leikskólakennari, uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi. • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg. • Framúrskarandi samskiptahæfileikar. • Metnaður og áhugi til að þróa gott skólastarf. • Góð íslenskukunnátta. Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is. Umsóknarfrestur er til 1. júlí 2021. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Umsóknir skal senda til leikskólastjóra á netfangið erna@krummi.is.
Fréttir

Ágætu sveitungar

Smámunasafnið er opið alla daga í sumar milli kl. 13:00 og 17:00. Í Smámunabúðinni er fallegt handverk eftir sveitunga, sem er tilvalið í tækifærisgjafir ásamt úrval af kortum. Alltaf er heitt á könnunni og ljúffengar sveitavöfflur á Kaffistofunni. Sámur mun líta dagsins ljós í nýju fötunum sínum um komandi helgi. Verið hjartanlega velkomin. Stúlkurnar á Smámunasafninu.
Fréttir

Viðburðir í Eyjafjarðarsveit

Fleiri viðburðir