Fréttir og tilkynningar

Viðvera í tengslum við Uppbyggingarsjóð

Ráðgjafar SSNE verða á ferð um Norðurland eystra í næstu viku og verða með viðveru á tíu stöðum til að veita ráðgjöf varðandi umsóknarskrif í Uppbyggingarsjóð. Eyjafjarðarsveit 27. september kl. 12:30-14:00 Félagsborg, Skólatröð 9
Fréttir

Bleikar slaufur í október

Dekurdagar verða dagana 5.–8. október nk. og verða þá seldar m.a. bleikar slaufur til að setja á ljósastaura/póstkassa til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. Íbúum Eyjafjarðarsveitar gefst tækifæri til að leggja málefninu lið og mun Lionsklúbburinn Sif í Eyjafjarðarsveit setja upp slaufurnar í lok september og taka þær niður í lok október. Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Slaufan kostar 5.000 kr. (að lágmarki). Í fyrra söfnuðust rúmar 800 þúsund kr. í Eyjafjarðarsveit. Upphæðin sem safnast saman verður afhent Krabbameinsfélaginu og Dekurdögum í lok október. Sendu póst á selmadogg@simnet.is og pantaðu slaufu.
Fréttir

Íþróttavika Evrópu verður haldin 23. – 30. september

Hér í Eyjafjarðarsveit verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í anda vikunnar en líka með sterkum tengingum við verkefni Heilsueflandi Samfélag. Ungmennafélagið Samherjar koma sterkir inn í dagskránna, Skógræktarfélag Eyfirðinga verður með þrjár skógargöngur með leiðsögn, vatnsleikfimi verður í boði í umsjón Helgu Sigfúsdóttur og Píludeild Þórs á Akureyri ætlar að kynna píluíþróttina. Ábúendur á Þormóðsstöðum í Sölvadal ætla að bjóða upp á fossgöngu og þegar kemur að andlegri heilsu bjóða Kyrrðarhofið á Vökulandi og Gaia-hofið á Leifsstaðabrúnum m.a. upp á ýmis Jóga afbrigði og slökun og styrk en nauðsynlegt er að skrá sig á þá viðburði vegna fjöldatakmarkana. Rúsínan í pylsuendanum verður síðan fyrirlesturinn Fimm leiðir að vellíðan frá Sjálfsrækt á Akureyri, en um er að ræða eins og hálfs tíma fyrirlestur þar sem boðið verður upp á súpu og brauð. Nauðsynlegt er að skrá sig á þann fyrirlestur. Allir viðburðirnir eru án endurgjalds og þá er frítt í sund alla dagana sem íþróttavikan stendur. Nánari dagskrá og upplýsingar má finna á vefsíðu og samfélagsmiðlum sveitarfélagsins.
Fréttir

Ytri-Varðgjá íbúðarsvæði, Eyjafjarðarsveit – kynning skipulagslýsingar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 31. ágúst 2023 að vísa skipulagslýsingu, vegna nýs deiliskipulags fyrir íbúðarsvæði í landi Ytri-Varðgjár í Eyjafjarðarsveit, í kynningarferli skv. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið nær yfir 16,2 ha svæði í landi Ytri-Varðgjár sem í gildandi Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 er að mestu skilgreint sem íbúðarsvæði ÍB12 og að litlum hluta sem skógræktar- og landgræðslusvæði. Nýja deiliskipulagið gerir ráð fyrir byggingu 30-40 íbúðarhúsa með aðkomu frá Veigastaðavegi. Skipulagslýsingin er aðgengileg á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, milli 21. september og 5. október 2023, á heimasíðu sveitarfélagsins, www.esveit.is og á vef Skipulagsgáttar, www.skipulagsgatt.is undir málsnúmeri 623/2023. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri til 5. október 2023. Hægt er að koma athugasemdum á framfæri undir málinu á vef skipulagsgáttar með innskráningu rafrænna skilríkja. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is. Skipulagsfulltrúi. ytri-vardgja-ibudarbyggd_skipulagslysing_2023-08-22.pdf
Fréttir

Viðburðir í Eyjafjarðarsveit

Fleiri viðburðir