Fréttir og tilkynningar

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Vegna vetrarleyfis í skólanum er bókasafnið lokað þriðjudaginn 19. október. Venjulegir opnunartímar safnsins eru: Þriðjudaga frá 14:00-17:00 Miðvikudaga frá 14:00-17:00 Fimmtudaga frá 14:00-18:00 Föstudaga frá 14:00-16:00 Á safninu er fjöldi bóka, tímarita og upplýsingaefnis, bæði til útláns, lestrar og skoðunar á staðnum. Komið við á bókasafninu og kynnið ykkur hvað þar er að finna. Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan. Ekið er niður með skólanum að norðan.  
Fréttir

Skilaboð til þeirra sem keyptu fisk og pappír af nemendum í 10. bekk

Undanfarna daga hafa nemendur í 10. bekk farið um sveitina og selt pappír og fisk. Hluti nemenda ákvað að bíða með að afhenda pappírinn þar til fiskurinn yrði einnig kominn í hús. Nú er ljóst að ekki er hægt að afhenda fiskinn á allra næstu dögum vegna bilunar í vélum hjá söluaðilum. Nemendur munu því afhenda pappírinn fljótlega og fiskinn um leið og hann kemur. Bestu kveðjur og þakkir fyrir biðlundina, nemendur í 10. bekk í Hrafnagilsskóla.
Fréttir

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar

Hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunar Eyjafjarðarsveitar fyrir árin 2022-2025. Því er auglýst eftir erindum, umsóknum, tillögum og ábendingum íbúa, félagasamtaka og fyrirtækja í Eyjafjarðarsveit um mál sem varða gerð fjárhagsáætlunar. Þeir aðilar sem vilja koma með erindi, umsóknir, tillögur og/eða ábendingar er bent á að senda þær á esveit@esveit.is í síðasta lagi 28. október 2021.  
Fréttir

Kaldavatnsrof í hluta Hrafnagilshverfis 7. okt.

Vegna vinnu við dreifikerfi Norðurorku verður lokað fyrir kalt vatn í hluta Hrafnagilshverfis (sjá mynd) fimmtudaginn 7. október kl. 08:00-12:00 eða meðan vinna stendur yfir.
Fréttir

Viðburðir í Eyjafjarðarsveit

Fleiri viðburðir