Fréttir og tilkynningar

Úrgangsmál á Norðurlandi - Staða og framtíð

Miðvikudaginn 1. apríl 2020 kl 13-16.30 verður blásið til vefráðstefnu um úrgangsmál í breiðum skilningi. Er ráðstefnan lokahnykkurinn á störfum starfshóps Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra sem hafði til skoðunar framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi.
Fréttir

Eftir sumardaginn fyrsta mega skaflar ekki vera hærri en 1,0 m

Skipulags- og byggingarfulltrúi minnir á að sumardagurinn fyrsti sé fimmtudaginn 23. apríl og boðar að þeir bændur sem á landi sínu láti snjó standa í sköflum 1,0 m háum eða meira eftir þann tíma muni sæta sektum.
Fréttir

Matvörur heim að dyrum

Ánægjulegt er að geta orðið að liði fyrir þá sem það þarfnast á þessum tímum og er ágætis eftirspurn eftir heimsendingarþjónustu sveitarfélagsins af matvörum. Í dag fór Elmar Sigurgeirsson, forstöðumaður eignasjóðs, og sótti tvær fullar innkaupakerrur í Nettó þar sem sex aðilar höfðu sóst eftir þjónustunni.
Fréttir

Kotra, Eyjafjarðarsveit – tillaga að deiliskipulagi fyrir annan áfanga íbúðarsvæðis í landi Kotru

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 26. mars 2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir annan áfanga íbúðarsvæðis í landi Kotru í Eyjafjarðarsveit skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er rúmir 6 ha að flatarmáli og er í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins skilgreint sem íbúðarsvæði ÍB13. Skipulagssvæðið afmarkast af lóð gistiheimilisins Hafdals hotel í vestri, landamerkjum Ytri-Varðgjár í norðri og skipulagsmörkum fyrri áfanga íbúðarsvæðis ÍB13 í suðri.
Fréttir Deiliskipulagsauglýsingar

Viðburðir í Eyjafjarðarsveit

Fleiri viðburðir