Fréttir og tilkynningar

Hefur þú áhuga á að sjá um Smámunasafn Sverris Hermannssonar í sumar

Eyjafjarðarsveit leitar eftir áhugasömum aðila til að taka að sér sýningu Smámunasafn Sverris Hermannssonar á Sólgarði í sumar. Leitað er eftir aðila sem er til í að taka að sér sambærilega opnun sýningarinnar og verið hefur undanfarin ár. Viðkomandi fær tekjur af aðgangseyri safnsins óskertar til sín og á tök á að auka tekjur sínar með kaffisölu og/eða sölu á eigin munum á svæðinu þar að auki. Ekki er um að ræða stöðu starfsmanns hjá Eyjafjarðarsveit heldur er auglýst eftir sjálfstæðum aðila sem hefur áhuga á að láta reyna á eigið frumkvæði og getu til að blómstra í skemmtilegu umhverfi Smámunasafns Sverris Hermannssonar. Áhugasamir sendi inn fyrirspurnir á finnur@esveit.is þá er einnig hægt að fá frekari upplýsingar um verkefnið á virkum dögum hjá Stefáni í síma 463-0600. Umsóknir skal senda á esveit@esveit.is, skal þeim fylgja kynningarbréf á einstaklingnum eða hópnum sem vill taka að sér verkefnið sem og hvaða sýn viðkomandi aðili, eða aðilar, hafa á nálgun verkefnisins. Umsóknarfrestur er til og með 11. apríl 2023.
Fréttir

Páskaopnun í Íþróttamiðstöðinni 2023

Páskaopnun í Íþróttamiðstöðinni 6.4. Skírdagur kl. 10:00-19:00 7.4. Föstudagurinn langi kl. 10:00-19:00 8.4. Laugardagur kl. 10:00-19:00 9.4. Páskadagur kl. 10:00-19:00 10.4. Annar í páskum kl. 10:00-19:00 Verið velkomin.
Fréttir

Staða sveitarfélagsins sterk og reksturinn í góðu jafnvægi

Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2022 var tekinn til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar 16. mars. Rekstur sveitarfélagsins gekk vel á árinu 2022. Staða sveitarfélagsins er sterk, reksturinn er í góðu jafnvægi og sveitarfélagið vel í stakk búið til að takast á við þau stóru verkefni sem eru hafið þ.e. bygging leikskóla og viðbygging við grunnskólann.
Fréttir

Sumarstarf á tjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar

Eyjafjarðarsveit auglýsir lausar stöður í sumar. Um er að ræða tvær 100% stöður í vaktavinnu á tjaldsvæði ásamt öðrum störfum. Líflegt og jákvætt umhverfi þar sem markmiðið er að veita góða þjónustu. Helstu verkefni eru m.a.: Umsjón og umhirða tjaldsvæðis og þjónusta við gesti Þrif á aðstöðu tjaldsvæðis Sláttur Vöktun á gámasvæði Eftirlit með fasteignum sveitarfélagsins Önnur verkefni Hæfniskröfur: Umsækjendur verða að vera orðnir 20 ára Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð Hæfni í mannlegum samskiptum Þjónustulund Hafa gott vald á íslensku og ensku Stundvísi Jákvæðni Næsti yfirmaður er forstöðumaður eignasjóðs. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknum þarf að fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Tekið er á móti umsóknum á netfangið karlj@esveit.is Nánari upplýsingar um starfið og fyrirkomulag vakta gefa Elmar í síma 891-7981 og Karl í síma 691-6633.
Fréttir

Viðburðir í Eyjafjarðarsveit

Fleiri viðburðir