Fréttir og tilkynningar

Sorphirða – ábendingar og kvartanir

Kæru íbúar, undanfarið hefur borið á aukinni óánægju vegna sorphirðu í sveitarfélaginu. Til að ná utan um umfang og eðli þeirra kvartana sem íbúar hafa yfir sorphirðunni óskar skrifstofa sveitarfélagsins eftir að fá allar ábendingar eða kvartanir beint til sín, annað hvort með tölvupósti á esveit@esveit.is eða með því að hringja í síma 463-0600. Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri.
Fréttir

Fundarboð 580. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar - 580 FUNDARBOÐ 580. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 27. janúar 2022 og hefst kl. 8:00
Fréttir

Starf skipulagsfulltrúa

Vegna mikilla umsvifa í skipulags- og mannvirkjagerð óskar byggðasamlagið Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar (SBE) eftir sérfræðingi í skipulagsmálum í 80-100% starf.
Fréttir

Vakin er athygli á því að skráning er hafin í Lífshlaupið 2022, keppnin hefst 2. febrúar

Allar nánari upplýsingar um Lífshlaupið er að finna á vefsíðu verkefnisins www.lifshlaupid.is Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega. Eins og ávallt hvetjum við alla landsmenn til þess að taka þátt í Lífshlaupinu og skapa skemmtilega stemningu og auka félagsandann á vinnustaðnum/í skólanum. Það er gaman að geta fylgst með sinni hreyfingu og jafnframt tekið þátt í þessari skemmtilegu landskeppni.
Fréttir

Viðburðir í Eyjafjarðarsveit

Fleiri viðburðir