Fréttir og tilkynningar

Deildarstjórar - Framtíðarstarf

LEIKSKÓLINN KRUMMAKOT Í HRAFNAGILSHVERFI VILL RÁÐA DEILDARSTJÓRA Í FRAMTÍÐARSTARF Um er að ræða tvær 100% stöður deildarstjóra í yngstu deildir leikskólans þar sem að jafnaði eru um 10-12 börn. Í leikskólanum er 100% stöðugildi skipulagt sem 37 klukkustundir á viku. Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Á Krummakoti eru 65 dásamleg börn sem eru á aldrinum 1 - 6 ára. Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð (story line) og útikennslu. Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman. Unnið er að byggingu nýs húsnæðis fyrir leikskólann sem stefnt er á að opna árið 2024 og gefst því færi á að taka þátt í spennandi tímum og mótun starfsins í nýju húsnæði.
Fréttir

Kattahald

Nú er varptíminn í algleymingi og vert að minna á 9. og 15. gr. samþykktar um hunda og kattahald, en þar segir: „Eigendum og forráðamönnum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma, t.d. með því að takmarka útiveru þeirra og eftir atvikum hengja á þá bjöllu.” Í samþykktinni kemur einnig m.a. fram að eigendur eða umráðamenn katta skulu gæta þess að dýrin valdi ekki hættu, óþægindum, óþrifnaði, óöryggi eða verði mönnum til óþæginda á annan hátt. Ef dýrin valda nágrönnum eða öðrum ónæði, óþrifum eða tjóni þá er eiganda eða umráðamanni skylt að leita leiða til að koma í veg fyrir slíkt. Sé ónæði af völdum katta má hafa samband í vaktsíma 463-0615. Sveitarstjóri.
Fréttir

Járna- og timburgámar

Til að hvetja til góðrar umhirðu og umgengni um náttúru okkar hefur járna- og timburgámum verið komið fyrir hjá Vatnsenda og í Djúpadal við gatnamót Dalsvegar og Finnastaðavegar,. Hvetjum við íbúa til að nýta sér þessa þjónustu og brýnum jafnframt fyrir notendum þeirra að flokka rétt í þá. Ef við flokkum rétt þá fara gámar á Akureyri þar sem efnið fer í rétt ferli og endurvinnslu eftir því sem við á. Ef við flokkum ekki rétt og mismunandi flokkar blandast í gámum þá eru gámarnir fluttir um þrjú hundruð kílómetra leið og efnið fer í urðun með tilheyrandi umhverfisspori og miklum kostnaði. Á þetta einnig við um þegar hent er í gámana á gámasvæðinu. Gott er að hafa þetta í huga núna við endurnýjun girðinga en þar þarf að aðskilja timbur frá girðingu áður en efnið fer hvort í sinn gám. Fegrum umhverfið og flokkum rétt. Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri.
Fréttir

Sumaropnun 2022

Miðvikudaginn 1. júní nk. hefst sumaropnun 2022 á Smámunasafninu. Opnunartími er 13:00-17:00 alla daga fram til 15. september. Boðið er uppá leiðsögn, ratleik fyrir börnin og hægt er að skoða Saurbæjarkirkju. Á Kaffistofu safnsins eru til sölu ljúffengar sveitavöfflur með heimagerðum sultum og ekta rjóma, ásamt úrvali drykkja. Í Smámunabúðinni er gott úrval af handverki og hönnun héðan úr Eyjafjarðarsveit. Sjón er sögu ríkari. Verið hjartanlega velkomin í frólega og skemmtilega heimsókn. Stúlkurnar á Smámunasafninu.
Fréttir

Viðburðir í Eyjafjarðarsveit

Fleiri viðburðir