Fréttir og tilkynningar

Íþróttastarfsemi áfram fyrir leik- og grunnskólakrakka

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar verður áfram lokuð fyrir íþróttaiðkun þeirra sem ekki eru á leik- og grunnskólaaldri og sundlaug verður opin almenningi frá klukkan 16:00 mánudag - miðvikudags í þessari viku en verður vegna skólafría opin frá klukkan 8:00 að morgni fimmtudags og föstudags.
Fréttir

Tvö ný tilfelli í dag - bæði í sóttkví

Samkvæmt upplýsingum frá aðgerðarstjórn greindust tvö ný tilfelli síðastliðinn sólarhring í sveitarfélaginu og eru nú sjö í sóttkví. Þeir aðilar sem greindust jákvæðir reyndust báðir vera í sóttkví en annar þeirra starfar innan skrifstofu sveitarfélagsins og er því kominn í einangrun. Aðrir starfsmenn skrifstofunnar hafa greinst neikvæðir og því lausir úr sóttkví. Skrifstofa sveitarfélagsins opnar aftur á mánudag. 
Fréttir

Ekkert nýtt smit í Eyjafjarðarsveit síðastliðinn sólarhring

Engin þekkt smit hafa komið upp í sveitarfélaginu síðastliðinn sólarhring en brýnt er að hugað sé vel að persónulegum sóttvörum í hvívetna og dregið sé úr hópamyndun eins og kostur er á næstu misserum. Eru nú alls 8 í einangrun og 15  í sóttkví. 
Fréttir

Átta tilfelli og sex þeirra sem tengjast morgunsundi

Átta þekkt Covid 19 tilfelli eru nú í samfélaginu okkar og fjórtán í sóttkví, rakningarteymið vinnur nú að því að rekja út frá nýjustu smitum en svo virðist sem hægt sé að rekja þau flest saman.
Fréttir

Viðburðir í Eyjafjarðarsveit