Fréttir og tilkynningar

Opinn íbúafundur um viðburðahald í Eyjafjarðarsveit, 12. apríl kl. 20:00 í mötuneyti Hrafnagilsskóla

Fulltrúar félaganna sem unnu að Handverkshátíðinni hafa fundað og tekið sameiginlega ákvörðun um að halda ekki Handverkshátíð í þeirri mynd sem hún var. Á fundinum óskuðu félögin eftir þátttöku íbúa í umræðum um hverskonar viðburði íbúar vilja sjá og/eða stuðla að. Leitað var til Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, skammstafað SSNE, um aðstoð að slíkum fundi og hefur Díana Jóhannsdóttir verkefnastjóri tekið það að sér. Fundurinn verður haldinn miðvikudagskvöldið 12. apríl kl. 20:00 í mötuneyti Hrafnagilsskóla og er hann opinn öllum. Stutt könnun er tilbúin fyrir fundinn sem allir mega svara, óháð mætingu. Díana mun svo skýra frá niðurstöðum á fundinum, einnig mun hún taka saman greinagerð í lok fundarins sem verður aðgengileg öllum. Könnunina má finna hér: https://www.surveymonkey.com/r/GLXS3FV Allir eru velkomnir á fundinn, hvort sem fólk er nýtt í sveitinni eða hokið af reynslu. Kaffi og gott með því verður á boðstólum. Með von um góðar undirtektir og umræður, Hjálparsveitin Dalbjörg Ungmennafélagið Samherjar Kvenfélagið Aldan Kvenfélagið Iðunn Kvenfélagið Hjálpin Hestamannafélagið Funi Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi
Fréttir

Páskaopnun í Íþróttamiðstöðinni 2023

Páskaopnun í Íþróttamiðstöðinni 6.4. Skírdagur kl. 10:00-19:00 7.4. Föstudagurinn langi kl. 10:00-19:00 8.4. Laugardagur kl. 10:00-19:00 9.4. Páskadagur kl. 10:00-19:00 10.4. Annar í páskum kl. 10:00-19:00 Verið velkomin.
Fréttir

Bókasafnið fer í páskafrí

Bókasafnið fer í páskafrí Síðasti opnunardagur safnsins fyrir páska er föstudagurinn 31. mars. Þá er opið frá kl. 14.00-16.00. Opnum aftur eftir páska þriðjudaginn 11. apríl. Minnum annars á opnunartíma safnsins: Þriðjudagar frá 14.00-17.00. Miðvikudagar frá 14.00-17.00. Fimmtudagar frá 14.00-18.00. Föstudagar frá 14.00-16.00 Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinngang.
Fréttir

Fundarboð 607. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 607. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 30. mars 2023 og hefst kl. 08:00. Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1. Atvinnu- og umhverfisnefnd - 5 - 2303004F 1.1 2301024 - SSNE - Boð um þátttöku í Grænum skrefum 1.2 2302015 - Siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Eyjafjarðarsveit 1.3 2303021 - Gámasvæði - gjaldskrá 2. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 387 - 2303006F 2.1 2211014 - Rammahluti aðalskipulags 2.2 2302021 - Ytri-Varðgjá - beiðni um framkvæmdaleyfi fyrir stíg við strandlengjuna 2.3 2303019 - Sigtún - umsókn um stofnun lóðar undir íbúðarhús 2.4 2303001 - Tillögur að götuheitum í Hrafnagilshverfi 2.5 2303024 - Espihóll - umsókn um stofnun landeignarinnar Espilaut 2.6 2303029 - Hríshóll - ósk um byggingarreit fyrir viðbyggingu við núverandi fjós Fundargerðir til kynningar 3. Molta - Stjórnarfundur 9. mars 2023 - 2303013 4. Flokkun Eyjafjörður ehf. - Aðalfundur og ársreikningur 2022 - 2303014 5. Molta - Fundargerð aðalfundar 15. mars 2023 - 2303018 6. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 920 - 2303022 Almenn erindi 7. Samband íslenskra sveitarfélaga - Innleiðing heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna - 2303017 8. Edda Kamilla Örnólfsdóttir - Ósk um kaup á hluta lands - 2303012 9. Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2022, síðari umræða. - 2303009 10. Gjaldskrá vegna þjónustu Sipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar - 2303026 11. Samband íslenskra sveitarfélaga - Innleiðing heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna - 2303017 27.03.2023 Stefán Árnason, skrifstofustjóri.  
Fréttir

Viðburðir í Eyjafjarðarsveit

Fleiri viðburðir