Fréttir og tilkynningar

Kjörfundur vegna Alþingiskosninga 25. september 2021.

Kjörfundur í Eyjafjarðarsveit Kjörfundur er í Hrafnagilsskóla þann 25. september og hefst hann kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00. Á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt. Á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100 eða 894-1372. Þeir sem eiga erfitt með gang mega aka að inngangi skóla. F.h. kjörstjórnar, Einar Grétar Jóhannsson.
Fréttir

Gjöf frá Kvenfélaginu Iðunni

Kvenfélagið Iðunn kom færandi hendi á dögunum og afhenti íþróttamiðstöðinni göngugrind að gjöf. Göngugrindin er til afnota fyrir gesti sundlaugar og íþróttahúss og mun án efa koma að góðum notum. Endilega spyrja eftir grindinni í afgreiðslunni ef þið viljið nota hana, til þess er hún. Í miðju Covid fengum við aðra að gjöf frá Iðunnarkonum. Það voru sturtusæti sem þegar hafa verið sett upp í báðum klefum, einnig í fjölnota klefa. Þessi sæti hafa komið sér vel fyrir þá sem þurfa á smá hvíld að halda af og til. Þökkum enn og aftur kærlega fyrir þessar veglegu gjafir sem munu koma sér mjög vel fyrir gesti íþróttamiðstöðvarinnar. Erna Lind, forstöðumaður íþróttamiðstöðvar.
Fréttir

Hrossasmölun og stóðréttir

Hrossasmölun verður 1. október og stóðréttir í framhaldi þann 2. október kl. 10:00 í Þverárrétt og kl. 13:00 í Melgerðismelarétt. Gangaseðlar verða birtir á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar. Fjallskilanefnd.
Fréttir

Því miður verður lokað í sundlauginni í dag, mánudag, og í fyrramálið, þriðjudagsmorgun kl. 6:30-8:00

Opnum sundlaugina aftur kl. 14:00 á morgun, þriðjudag.
Fréttir

Viðburðir í Eyjafjarðarsveit

Fleiri viðburðir