Fréttir og tilkynningar

Ytri- og Syðri Varðgjá - Hótel, Eyjafjarðarsveit – auglýsing skipulagslýsingar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 20. október sl. að vísa skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og vegna nýs deiliskipulags fyrir fyrirhugaða hótelbyggingu á landareignunum Ytri- og Syðri Varðgjá í kynningarferli skv. 1.mgr. 30 gr. og 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðalskipulagsbreytingin lýtur að því að verslunar- og þjónustusvæði (VÞ22) stækkar úr 1,8 ha í 3,0 ha á svæði sem auðkennt er að hluta til sem íbúðarsvæði (ÍB22) og að hluta sem skógræktar- og landgræðslusvæði (SL) í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030. Skipulagsverkefnið snýr að skipulagi lóðar fyrir hótel. Skipulagslýsingin er aðgengileg á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, milli 27. janúar og 10. febrúar 2023 sem og á heimasíðu sveitarfélagsins, www.esveit.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri til föstudagsins 10. febrúar 2023. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast til Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is. Skipulagsfulltrúi
Fréttir

Ágætu sveitungar!

Við ritvinnslu tímaritsins Eyvindar féll niður hluti texta í grein Gunnars Jónssonar um Hrafnagilsskóla 50 ára. Neðst í mið dálki á bls. 7 á framhaldið að vera eftirfarandi: .... þeirri 20. kenndu margir í sveitum landsins, sem hlotið höfðu einhverja framhaldsmenntun, unglingum / ungmennum hluta úr vetri án þess að um formlegt skólastarf væri að ræða og það var líka gert í Framfirðinum. Magnús Sigurðsson bóndi og kaupmaður á Grund var mjög framfarasinnaður og hafði mörg járn í þeim eldi. Fyrir aldamótin 1900 hóf hann umræðu um nauðsyn þess að byggja skólahús fyrir hreppana þrjá, bauð land undir það á Grund og veglega fjárhæð frá sér. En ekki varð af byggingunni, jafnvel þótt Magnús byðist 1907 eða 1908 til að greiða um það bil 2/3 af byggingarkostnaðinum á móti landssjóði með því skilyrði að hver búandi í héraðinu legði fram 3-5 dagsverk við bygginguna. Síðan liðu rúm 60 ár þar til fyrstu nemendurnir gengu inn í unglingaskóla í sinni heimabyggð. Velta má fyrir sér hvaða áhrif skóli á Grund eða annarsstaðar í sveitinni hefði haft á menntun og mannlíf í Framfirðinum .... Greinar höfundur Gunnar Jónsson frá Villingadal er beðinn velvirðingar á þessum mistökum. Fyrir hönd ritnefndar, Benjamín Baldursson
Fréttir

Sundlaugin lokar kl. 17:00 laugardaginn 28. janúar

Kæru sveitungar, vegna þorrablótsins laugardaginn 28. janúar, lokar sundlaugin kl. 17:00 þann dag. Opnum kát og hress kl. 10:00 á sunnudagsmorgninum og hlökkum til að taka á móti ykkur. Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar.
Fréttir

Skráning í Lífshlaupið hefst 18. janúar nk.

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar þurfi að hreyfa sig minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir þurfi að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.
Fréttir

Viðburðir í Eyjafjarðarsveit

Fleiri viðburðir