Fréttir og tilkynningar

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Á safninu er fjöldi bóka, tímarita og upplýsingaefnis, bæði til útláns, lestrar og skoðunar á staðnum. Komið við á bókasafninu og kynnið ykkur hvað þar er að finna. Nú er safnið opið fyrir almenning sem hér segir: Þriðjudagar frá 16:00-19:00 Miðvikudagar frá 16:00-19:00 Fimmtudagar frá 16:00-19:00 Að sjálfsögðu ber að viðhafa þær varúðarráðstafanir sem mögulegt er, t.d. handþvott og sprittun áður en komið er inn á safnið og áður en farið er út aftur og tveggja metra regluna. Þær bækur sem koma inn eru sótthreinsaðar eins og kostur er og fara ekki í útlán strax. Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan. Ekið er niður með skólanum að norðan.
Fréttir

Réttindi fatlaðra barna af erlendum uppruna / Rights of children with disability with immigrant background

Landssamtökin Þroskahjálp hafa gefið út þrjú myndbönd á 5 tungumálum um réttindi fatlaðra barna af erlendum uppruna. Myndböndin eru liður í aukinni þjónustu samtakanna við fatlað fólk af erlendum uppruna og fjölskyldur þeirra með styrk frá Þróunarssjóði innflytjendamála. Myndböndin eru á íslensku, ensku, pólsku, spænsku og arabísku og voru talsett af þeim Ólafi Darra Ólafssyni leikara, frú Elizu Reid forsetafrú, Joanna Marcinkowska sérfræðingi í málefnum innflytjenda, Magdalena Meija og Soumia Georgsdóttur, framkvæmdastjóra. Myndböndin má sjá á Youtube síðu samtakanna og undir Réttindi hér á heimasíðu Þroskahjálpar. ENGLISH - Rights of children with disability with immigrant background in Iceland We are proud to announce that we have published three videos in Icelandic, English, Polish, Spanish, and Arabic about the rights of children with disability with immigrant background. The videos are a part of our efforts to reach disabled people and their families of immigrant background in Iceland and are funded by the Development Fund for Immigrant Affairs. Narrators are Ólafur Darri Ólafsson, First Lady Eliza Reid, Joanna Marcinkowska, Magdalena Meija and Soumia Georgsdóttir. POLSKI - Prawa dzieci niepełnosprawnych, Islandia ESPAÑOL - Derechos de los niños con discapacidad, Islandia اَلْعَرَبِيَّةُ - حقوق الاطفال ذوي الاحتياجات الخاصة من اصول مهاجرةأيسلندا
Fréttir

SSNE - Hæfnihringir hefjast á ný – stuðningur fyrir konur í fyrirtækjarekstri á landsbyggðinni

Hæfnihringir eru byggðir á aðferðafræði, sem kallast aðgerðanám, en það grundvallast á því að nota raunverulegar áskoranir, verkefni og tækifæri sem grunn fyrir lærdóm. Markmiðið er að aðstoða frumkvöðlakonur við að komast yfir hindranir með því að styrkja hæfni og færni þeirra, veita stuðning í formi fræðslu og hagnýtra tækja til eflingar og hvatningar ásamt því að efla tengslanet þeirra. Hringjunum er stýrt af leiðbeinendum í gegnum Zoom, sem er gjaldfrjálst netforrit.
Fréttir

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Frá og með næsta þriðjudegi, 19. janúar, verður bókasafnið opið almenningi sem hér segir: Þriðjudagar kl. 16:00-19:00. Miðvikudagar kl. 16:00-19:00. Fimmtudagar kl. 16:00-19:00. Ef einhverjar breytingar verða á sóttvarnarreglum verður breyttur opnunartími auglýstur á vef Eyjafjarðarsveitar esveit.is og í sveitapóstinum.
Fréttir

Viðburðir í Eyjafjarðarsveit

Fleiri viðburðir