Fréttir og tilkynningar

Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit vill ráða starfsfólk – afleysingarstaða vegna fæðingarorlofs

háskólamenntun (B.s.,B.a.,B.ed) sem að nýtist í starfi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Við mat á umsóknum er horft til eftirfarandi: • Leyfisbréf sem leikskólakennari, uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg • Metnaður og áhugi til að þróa gott skólastarf • Framúrskarandi samskiptahæfileikar við börn, foreldra og samstarfsmenn • Góð íslenskukunnátta Sjá nánar á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar www.esveit.is eða http://krummakot.leikskolinn.is/ . Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is. Umsóknarfrestur er til og með 10.des 2021. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Umsóknir skal senda til leikskólastjóra á netfangið erna@krummi.is
Fréttir

Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit vill ráða starfsmann í hlutastarf.

Um er að ræða 25% stöðu í eldhús og þrif, öðrum tilfallandi verkefnum sem og afleysingu á deildum. Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Við mat á umsóknum er horft til eftirfarandi: • Lipurðar í samskiptum • Íslenskukunnáttu • Reynslu og/eða menntun sem nýtist í starfi Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is. Umsóknarfrestur er til og með 10. des 2. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Umsóknir skal senda til leikskólastjóra á netfangið erna@krummi.is
Fréttir

Umsókn um íþrótta- og tómstundastyrk barna 2021 - frestur til 15. des.

Eyjafjarðarsveit veitir foreldrum/forráðamönnum barna og ungmenna á aldrinum 6-17 ára styrki vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar. Meginmarkmið íþrótta- og tómstundastyrkja er að stuðla að aukinni hreyfingu og félagsþátttöku barna í sveitarfélaginu. Styrkur er veittur vegna æfinga- og þátttökugjalda fyrir börn á aldrinum 6-17 ára með lögheimili í Eyjafjarðarsveit. Styrkhæft er hvers konar reglulegt íþrótta- og tómstundastarf. Fjárhæð styrks er ákveðin ár hvert í sveitarstjórn að fengnum tillögum frá íþrótta- og tómstundanefnd. Styrkur nemur aldrei hærri fjárhæð en sem nemur greiddum gjöldum. Styrkur árið 2021 er fjárhæð 20.000 kr. Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 15. desember hvers árs. Sótt er rafrænt um íþrótta- og tómstundastyrk á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar. Til að fá styrkinn greiddan þarf að senda: 1. Afrit af reikningi þar sem fram kemur fyrir hvaða íþrótt eða tómstund er verið að greiða og fyrir hvaða barn. 2. Staðfestingu á greiðslu. 3. Reikningsupplýsingar til að leggja styrkinn inn á.
Fréttir

Umsókn um styrk til menningarmála

Menningarmálanefnd vekur athygli á því að hægt er að sækja um styrki til menningarmála hér á heimasíðu sveitarfélagsins. Rafrænt eyðublað má finna á hlekknum hér í fréttinni en óskað er eftir umsóknum eigi síðar en 7.desember 2021.
Fréttir

Viðburðir í Eyjafjarðarsveit

Fleiri viðburðir