Fréttir og tilkynningar

Ókeypis prufutími í söng!!

Nú er að um að gera að láta drauminn rætast ..... Tónlistarskóli Eyjafjarðar býður 16 ára og eldri upp á ókeypis prufutíma í söng núna fyrir 1. júní hjá Heimi Ingimarssyni. Áhugasamir sendi póst á te@krummi.is eða hringi í síma 898-0525 (Guðlaugur).
Fréttir

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Sumarið er alveg á næsta leiti og því fylgir að bókasafnið fer í sumarfrí. Síðasti útlánadagur safnsins verður þriðjudaginn 31. maí. Þá er opið frá kl. 14:00-17:00. Þangað til er opið eins og venjulega: Þriðjudaga kl. 14:00-17:00. Miðvikudag kl. 14:00-17:00. Fimmtudaga kl. 14:00-18:00. Föstudaga kl. 14:00-16:00. Gleðilegt sumar.
Fréttir

Sparkbílar og búdót óskast í Leikskólann Krummakot

Leikskólinn Krummakot auglýsir eftir sparkbílum sem og búdóti eða gömlum pottum, pönnum, sleifum, kötlum og allskonar eldhúsdóti sem hægt er að nýta í útiveru. Tökum við slíku fegins hendi núna þegar að sumrar.
Fréttir

Íþróttamiðstöðin lokuð mánudag, þriðjudag og miðvikudag

Vegna viðhalds og námskeiða starfsfólks verður Íþróttamiðstöðin (sundlaug og íþróttahús) lokuð 23.-25. maí (mánudag-miðvikudags). Opnum svo aftur kl. 10:00 á uppstigningardag, fimmtudaginn 26. maí. Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar.
Fréttir

Viðburðir í Eyjafjarðarsveit

Fleiri viðburðir