Fréttir og tilkynningar

Opinn íbúafundur um viðburðahald í Eyjafjarðarsveit, 12. apríl kl. 20:00 í mötuneyti Hrafnagilsskóla

Fulltrúar félaganna sem unnu að Handverkshátíðinni hafa fundað og tekið sameiginlega ákvörðun um að halda ekki Handverkshátíð í þeirri mynd sem hún var. Á fundinum óskuðu félögin eftir þátttöku íbúa í umræðum um hverskonar viðburði íbúar vilja sjá og/eða stuðla að. Leitað var til Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, skammstafað SSNE, um aðstoð að slíkum fundi og hefur Díana Jóhannsdóttir verkefnastjóri tekið það að sér. Fundurinn verður haldinn miðvikudagskvöldið 12. apríl kl. 20:00 í mötuneyti Hrafnagilsskóla og er hann opinn öllum. Stutt könnun er tilbúin fyrir fundinn sem allir mega svara, óháð mætingu. Díana mun svo skýra frá niðurstöðum á fundinum, einnig mun hún taka saman greinagerð í lok fundarins sem verður aðgengileg öllum. Könnunina má finna hér: https://www.surveymonkey.com/r/GLXS3FV Allir eru velkomnir á fundinn, hvort sem fólk er nýtt í sveitinni eða hokið af reynslu. Kaffi og gott með því verður á boðstólum. Með von um góðar undirtektir og umræður, Hjálparsveitin Dalbjörg Ungmennafélagið Samherjar Kvenfélagið Aldan Kvenfélagið Iðunn Kvenfélagið Hjálpin Hestamannafélagið Funi Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi
Fréttir

Hefur þú áhuga á að sjá um Smámunasafn Sverris Hermannssonar í sumar

Eyjafjarðarsveit leitar eftir áhugasömum aðila til að taka að sér sýningu Smámunasafn Sverris Hermannssonar á Sólgarði í sumar. Leitað er eftir aðila sem er til í að taka að sér sambærilega opnun sýningarinnar og verið hefur undanfarin ár. Viðkomandi fær tekjur af aðgangseyri safnsins óskertar til sín og á tök á að auka tekjur sínar með kaffisölu og/eða sölu á eigin munum á svæðinu þar að auki. Ekki er um að ræða stöðu starfsmanns hjá Eyjafjarðarsveit heldur er auglýst eftir sjálfstæðum aðila sem hefur áhuga á að láta reyna á eigið frumkvæði og getu til að blómstra í skemmtilegu umhverfi Smámunasafns Sverris Hermannssonar. Áhugasamir sendi inn fyrirspurnir á finnur@esveit.is þá er einnig hægt að fá frekari upplýsingar um verkefnið á virkum dögum hjá Stefáni í síma 463-0600. Umsóknir skal senda á esveit@esveit.is, skal þeim fylgja kynningarbréf á einstaklingnum eða hópnum sem vill taka að sér verkefnið sem og hvaða sýn viðkomandi aðili, eða aðilar, hafa á nálgun verkefnisins. Umsóknarfrestur er til og með 11. apríl 2023.
Fréttir

Páskaopnun í Íþróttamiðstöðinni 2023

Páskaopnun í Íþróttamiðstöðinni 6.4. Skírdagur kl. 10:00-19:00 7.4. Föstudagurinn langi kl. 10:00-19:00 8.4. Laugardagur kl. 10:00-19:00 9.4. Páskadagur kl. 10:00-19:00 10.4. Annar í páskum kl. 10:00-19:00 Verið velkomin.
Fréttir

Staða sveitarfélagsins sterk og reksturinn í góðu jafnvægi

Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2022 var tekinn til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar 16. mars. Rekstur sveitarfélagsins gekk vel á árinu 2022. Staða sveitarfélagsins er sterk, reksturinn er í góðu jafnvægi og sveitarfélagið vel í stakk búið til að takast á við þau stóru verkefni sem eru hafið þ.e. bygging leikskóla og viðbygging við grunnskólann.
Fréttir

Viðburðir í Eyjafjarðarsveit

Fleiri viðburðir