Fréttir og tilkynningar

Sundlaug - Lokun um helgina

Sundlaugin verður aðeins opin kl. 10:00-16:00 á laugardaginn og LOKUÐ á sunnudaginn. Þetta er vegna notkunar á sterkum efnum við lagningu á nýju gólfi í íþróttahúsi. Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar
Fréttir

Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 - auglýsing á afgreiðslu sveitarstjórnar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti þann 26. ágúst 2021 breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2021 sem felur í sér að aðveituæð kalds vatns sem liggur frá Vaðlaheiðargöngum eftir Leiruvegi til Akureyrar er færð inn á skipulagsuppdrátt. Í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 telst breytingin óveruleg.
Fréttir Aðalskipulagsauglýsingar

Breyttur opnunartími á gámasvæði frá og með 4. október

Frá og með 4. október breytist opnunartími gámasvæðisins. Verður þá opið á fimmtudögum í stað föstudaga og er með því verið að tryggja að mögulegt sé að tæma gámana fyrir opnun svæðisins á laugardögum. Opnunartími gámasvæðisins frá 4. október verður því eftirfarandi: Þriðjudagar 13:00-17:00 Fimmtudagar 13:00-17:00 Laugardagar 13:00-17:00 Sveitarstjóri
Fréttir

Óskað eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna Eyjafjarðarsveitar 2021

Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar hefur reglubundið veitt verðlaun fyrir framúrskarandi umgengni og snyrtimennsku. Nefndin óskar hér með eftir tilnefningum frá íbúum Eyjafjarðarsveitar fyrir annars vegar fyrirtæki eða bújörð og hins vegar fyrir íbúðarhús og nærumhverfi þess. Einnig má gjarnan koma ábendingum á framfæri til nefndarinnar um einstaklinga sem hafa beitt sér sérstaklega í þágu umhverfismála í Eyjafjarðarsveit. Tilnefningar og ábendingar þurfa að berast fyrir 1. október til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar. Umhverfisnefndin 
Fréttir

Viðburðir í Eyjafjarðarsveit

Fleiri viðburðir