Fréttir og tilkynningar

Umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar 2021

Öll berum við ábyrgð á ásýnd sveitarinnar og góðar fyrirmyndir skipta máli. Umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar eru veitt annað hvert ár fyrir íbúðarhús og nærumhverfi og fyrirtæki í rekstri. Við óskum íbúum Brúnahlíðarhverfisins og Sandhóla til hamingju með verðlaunin 2021. Brúnahlíðarhverfið samanstendur af 12 húsum við tvær götur. Það einkennist af fallegum og vel hirtum görðum með grjóthleðslum og fjölbreyttum gróðri. Almenn umgengni er frábær og fallegur heildarsvipur. Brúnahlíðarhverfið fær verðlaun sem ein heild. Sandhólar er kúabú rekið af Elísabetu Wendel og Jóhannesi Sigtryggssyni. Húsakosti á ýmsum aldri er vel við haldið. Gömul tæki eru gerð upp og höfð sýnileg. Falleg ásýnd að bænum og tækjum snyrtilega upp raðað. Almenn góð umgengni.
Fréttir

Gjafabréf í Eyjafjarðarsveit

Kæru þjónustuaðilar í Eyjafjarðarsveit Sala á gjafabréfum í heimasveit gekk sérlega vel í fyrra og verður áfram haldið með sölu þeirra um ókomna tíð. Óskar sveitarfélagið því eftir uppfærslu á lista þjónustuaðila sem hafa áhuga á að taka við gjafabréfinu.
Fréttir

Fyrsti áfangi viðbyggingar við Hrafnagilsskóla boðinn út aftur á nýju ári

Einungis eitt tilboð barst í fyrsta áfanga viðbyggingar við Hrafnagilsskóla sem fól í sér vinnu við sökkla, botnplötu og innfyllingar. Kostnaðaráætlun verksins hljómaði uppá 74.m.kr- og var tilboð 47% yfir kostnaðaráætlun.
Fréttir

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar samþykkt fyrir árin 2022 og 2023-2025

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2022 og árin 2023 - 2025 var tekin til síðari umræðu og samþykkt samhljóða í sveitarstjórn 26. nóvember sl. Áætlunin endurspeglar sterka stöðu og ábyrgan rekstur Eyjafjarðarsveitar. Þessi sterka staða gerir sveitarfélaginu kleift að sinna í fjárfestinga- og viðhaldsverkefnum án þess að það íþyngi sveitarfélaginu um of.
Fréttir

Viðburðir í Eyjafjarðarsveit

Fleiri viðburðir