Fréttir og tilkynningar

Starf skipulagsfulltrúa

Vegna mikilla umsvifa í skipulags- og mannvirkjagerð óskar byggðasamlagið Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar (SBE) eftir sérfræðingi í skipulagsmálum í 80-100% starf.
Fréttir

Vakin er athygli á því að skráning er hafin í Lífshlaupið 2022, keppnin hefst 2. febrúar

Allar nánari upplýsingar um Lífshlaupið er að finna á vefsíðu verkefnisins www.lifshlaupid.is Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega. Eins og ávallt hvetjum við alla landsmenn til þess að taka þátt í Lífshlaupinu og skapa skemmtilega stemningu og auka félagsandann á vinnustaðnum/í skólanum. Það er gaman að geta fylgst með sinni hreyfingu og jafnframt tekið þátt í þessari skemmtilegu landskeppni.
Fréttir

Þorrablót 2022

Rafræna nefndin heldur áfram að undirbúa þorrablót sem haldið verður laugardagskvöldið 29. janúar kl. 21.
Fréttir

Til félaga eldri borgara

Kæru félagar. Því miður fellum við niður félagsstarfið til 8. febrúar vegna hertra aðgerða stjórnvalda. En vonandi getum við mætt þá. Kv. stjórnin.
Fréttir

Viðburðir í Eyjafjarðarsveit

Fleiri viðburðir