Fréttir og tilkynningar

Lausar stöður í Hrafnagilsskóla og Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar

Tónmenntakennari, afleysing frá október 2022. Óskum eftir að ráða kennara til að leiða tónlistarstarf og kenna tónmennt í Hrafnagilsskóla og leikskólanum Krummakoti. Leitað er eftir kennara sem getur unnið að fjölbreyttum verkefnum tengdum tónlist og tónsköpun. Hrafnagilsskóli hefur verið leiðandi í öflugu tónlistarstarfi á landsvísu. Í skólanum er m.a. samþætting tónlistar við hinar ýmsu námsgreinar og söngur á daglegum samverustundum. Ráðið er í starfið frá október 2022 og nær ráðningin til 31. júlí 2023. Reynsla af kennslu og vinnu með börnum er æskileg. Leitað er eftir tónmenntakennara sem; er tónlistarmenntaður. sýnir metnað í starfi. býr yfir frumkvæði, skipulagsfærni og sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum. vinnur í góðri samvinnu við starfsfólk, nemendur og foreldra. Karlkyns starfsmaður í íþróttamiðstöð og skólaliði. Óskum eftir að ráða starfsmann í baðvörslu í karlaklefa sundlaugar og íþróttahúss. Viðkomandi sinnir einnig störfum sem falla undir starfssvið skólaliða grunnskóla. Um er að ræða 80% starfshlutfall. Starfsmaður vinnur fjóra virka daga í viku frá klukkan 6:00 til klukkan 14:00. Viðkomandi þarf að standast hæfnispróf sundstaða og geta hafið störf sem fyrst. Leitað er eftir starfsmanni sem; sýnir metnað og sjálfstæði í starfi. vinnur í góðri samvinnu við sundlaugargesti, starfsfólk og nemendur. Nánari upplýsingar veita skólastjórar í síma 464-8100 og 699-4209. Umsóknarfrestur er til og með 14. ágúst 2022 og sótt er um með því að senda netpóst á netföngin, hrund@krummi.is eða bjork@krummi.is.
Fréttir

Endurskipulagning Handverkshátíðar

Ákveðið hefur verið að ráðast í endurskipulagningu á Handverkshátíðinni en félögin sem að hátíðinni standa finna fyrir breyttu landslagi eftir heimsfaraldur Covid. Til þess að þróast í takt við óskir og hugmyndir sem fram hafa komið þarf að vanda til verka, óska eftir umsögnum og hugleiðingum sýnenda, fastagesta og annarra sem að sýningunni koma. Svo vel megi ganga er því gott að hafa góðan tíma til undirbúnings en faraldurinn hefur nú þegar gefið okkur tíma til að íhuga breytingar og tækifæri til að huga að því sem vel hefur verið gert og því sem betur má fara. Öll vinna í kringum hátíðina er sjálfboðavinna í fjáröflunarskyni fyrir þau fjölmörgu félög sem að henni standa og því er mikilvægt að vanda til verka og gefa sér nægan tíma. Hefur því verið ákveðið að Handverkshátíð muni ekki fara fram í sumar en strax í haust mun skipuleggjendum, sýnendum og örðum áhugasömum verða boðið á málþing um endurskipulagningu Handverkshátíðarinnar.
Fréttir Handverkshátíð

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar lokuð 18.-29. júlí vegna sumarleyfa

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar verður lokuð frá 18. júlí til og með 29. júlí vegna sumarleyfa starfsfólks. Þeim sem þurfa nauðsynlega að ná sambandi við sveitarfélagið er bent á vaktsíma Eyjafjarðarsveitar 463-0615.
Fréttir

Gangnadaga haustið 2022

Fjallskilanefnd ákvað á 43. fundi sínum gangnadaga haustið 2022.
Fréttir

Viðburðir í Eyjafjarðarsveit

Fleiri viðburðir