Fréttir og tilkynningar

Fundarboð 565. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

565. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 6. maí 2021 og hefst kl. 08:00.
Fréttir

Tónlistarskóli Eyjafjarðar auglýsir eftir tónlistarkennurum í eftirfarandi stöður

Tónlistar-/tónmenntakennari í 75-100% starfshlutfall. Tónlistarskóli Eyjafjarðar leitar að tónlistar-/tónmenntakennara til að kenna og móta fjölbreytta tónlistarkennslu við skólann. Sinna þarf fjölþættri kennslu, m.a. forskóla-/tónmenntakennslu í samvinnu við leik- og grunnskóla á starfssvæðinu sem er Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit, Svalbarðsstrandarhreppur og Grýtubakkahreppur. Fyrir hæfan og metnaðarfullan aðila eru möguleikar á að þróa og móta starfið en unnið hefur verið með ýmsa þætti eins og marimbukennslu, kórstarf, samsöng, rythmískt samspil o.fl. Hljóðfærakennsla getur verið hluti af starfinu ef umsækjandi óskar. Píanókennari í 100% starfshlutfall. Leitað er eftir kennara sem sýnir frumkvæði, mætir nemendum á áhugasviði þeirra og nýtir sér fjölbreytta kennsluhætti. Kennsla fer fram í öllum útibúum skólans. Tónlistarkennari í 75-100% starfshlutfall. Leitað er eftir kennara með breiðan bakgrunn sem gæti kennt fjölbreytta hljóðfærakennslu byrjenda, hópkennslu og fræðigreinar. Yfirmenn eru skólastjóri og aðstoðarskólastjóri tónlistarskólans en í nánum samskiptum við aðra stjórnendur leik- og grunnskóla. Umsækjandi hafi menntun og reynslu sem nýtist í starfi. Laun eru samkvæmt kjarasamningum tónlistarkennara við Samband íslenskra sveitarfélaga. Umsækjandi þarf að hafa bíl til umráða, akstur greiddur samkvæmt samningi. Góð samskiptahæfni er lykilatriði. Höfuðstöðvar skólans eru á Hrafnagili innan við 10 mínútna akstur frá Akureyri. Umsóknarfrestur er til 25.maí. Upplýsingar um starfið veitir Guðlaugur Viktorsson, skólastjóri s.8980525 Fyrirspurnir og umsóknir berist á netfangið te@krummi.is Skólastjóri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
Fréttir

Matvælastofnun óskar eftir tilkynningum um villta dauða fugla

Matvælastofnun vekur athygli á að stofnunin óskar eftir tilkynningum ef villtir dauðir fuglar finnast í sveitarfélaginu, nema augljóst sé að þeir hafi drepist af slysförum. Tilgangurinn er að skima þá fyrir fuglaflensu og fylgjast þannig með mögulegri útbreiðslu hennar meðal farfugla hérlendis. Best er að tilkynna með því að skrá ábendingu á vef stofnunarinnar, en líka er hægt að hringja í síma 530-4800 á opnunartíma eða senda tölvupóst á netfangið mast@mast.is.
Fréttir

Gámasvæðið - lokað 1. maí

Lokað verður laugardaginn 1. maí á gámasvæðinu. Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.
Fréttir

Viðburðir í Eyjafjarðarsveit

Fleiri viðburðir