Auglýsingablaðið

1052. TBL 06. ágúst 2020

Auglýsingablað 1052. tbl. 12. árg. 6. ágúst 2020.



Sveitarstjórnarfundur

553. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 13. ágúst og hefst hann kl. 15:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.



Frá Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit

Vegna óvissuástands, sem hefur skapast af auknum fjölda Covid tilfella í landinu, hefur verið ákveðið að fella niður ferð Félagsins, sem fyrirhuguð var til Suðurlands 16.-19. ágúst nk.
Ferðanefndin.



Bændadagar í Eyjafjarðará

Landeigendur sem aðild eiga að
Veiðifélagi Eyjafjarðarár geta veitt fyrir sínu landi dagana 11/8 og 8/9.



Snyrtistofan Sveitasæla

Opnun eftir sumarlokun var þriðjudaginn 4. ágúst .
Er staðsett á Lamb Inn Öngulsstöðum.
Hægt að fá allar helstu snyrtimeðferðir, nánari upplýsingar um meðferðir og verð eru inn á Facebook og þar er einnig hægt að panta tíma í skilaboðum. Gjafabréf í dekur er tilvalin gjöf við öll tækifæri, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf.
Er með hágæðavörur frá Comfort Zone í vinnuvöru og til sölu. 
Tímapantanir í síma 833-7888, milli kl. 9.00-17.00 á daginn.
Eftir kl. 17.00 og um helgar svarar símsvari.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.

 

Getum við bætt efni síðunnar?