Fréttayfirlit

Sýnendur hátíðar

Gríðarlegur fjöldi umsókna barst vegna þátttöku á Handverkshátíð 2009.  Yfir 70 einstaklingar og félög munu vera meðal sýnenda á hátíðinni og mikið af nýjum aðilum.  Spennandi tímar framundan.
01.07.2009

Vegna fjölda áskorana - frestur til 3.júlí

Frestur á innsendum munum í samkeppnina Þráður fortíðar til framtíðar hefur verið lengdur til 3.júlí af gefnu tilefni.  Það þýðir að setja má hlutina í póst þann dag, póststimpillinn gildir.

Munið að merkja muni með dulnefni, upplýsingar um sendanda skal setja í umslag og umslagið merkt með dulnefninu.

Fjöldi innsendra muna fór yfir 100 í dag og hvern dag berast fleiri.
29.06.2009

Þráður fortíðar til framtíðar

Fjölmargar umsóknir hafa borist í samkeppnina sem gengur undir nafninu Þráður fortíðar til framtíðar.  Einnig eru munir byrjaðir að berast.  Skilafrestur er 30.júní næstkomandi og í viðhengi hér að neðan eru upplýsingar um keppnina en muni skal senda á :

Eyjafjarðarsveit
Syðra-Laugaland
601 Akureyri

Merkja skal muni með dulnefni og hafa allar upplýsingar um sendanda í lokuðu umslagi sem er merkt með dulnefni.

Upplýsingar
Leikreglur

15.06.2009

Umsóknarfrestur

Þess ber að geta að umsóknarfrestur til þátttöku á Handverkshátíð 2009 og Krambúð hennar rennur út í kvöld.

Hitt er að skiladagur muna í samkeppnina Þráður fortíðar til framtíðar rennur út 30.júní næstkomandi.  Þess má geta að nú þegar eru pakkar farnir að berast og spennandi að sjá hvað kemur á endanum uppúr þeim öllum.  Fyrirspurnir hafa borist að undanförnu svo greinilegt er að margir eru að huga að innsendingum og sitja stíft við hönnun, þæfingu, prjón og ýmsar útfærslur á fatnaði og munum úr íslensku ullinni.  Nánari upplýsingar um samkeppnina má finna hér.

10.06.2009

Eyjafjarðarsveit

Í Eyjafjarðarsveit er margt að sjá og upplifa - á hátíðarsvæðinu er sundlaug og tjaldstæði.   Blómaskálinn Vín og Jólagarðurinn eru í göngufjarlægð frá hátíðarsvæði og náttúran er einstök.  Fjölbreyttir gistimöguleikar, sjá upplýsingar.  Það er gott að koma í Eyjafjarðarsveit. 08.06.2009

Umsóknarfrestur 10.júní 2009

Minnum á að umsóknarfrestur til þátttöku á Handverkshátíð 2009 rennur út 10.júní næstkomandi.  Þátttaka fyrir sýnendur og Krambúð fer á sama umsóknareyðublað.  Umsóknareyðublað má finna undir Bréf og umsóknir. 
06.06.2009