Fréttayfirlit

Samráðsfundur

Samráðsfundur fyrir Handverkshátíð og Landbúnaðarsýningu 2012
Það eru margir endar sem þarf að hnýta endanlega þegar viðburðir eins og Handverkshátíð og stór landbúnaðarsýning eru annars vegar. Í gærkveldi var haldinn einn síðasti sameiginlegi undirbúningsfundur allra þeirra sem koma að sýningunum við Hrafnagil 10. – 13. ágúst n.k.

01.08.2012

Landbúnaðarsýning við Hrafnagil 10. – 13. ágúst n.k.

Landbúnaðarsýningin við Hrafnagil verður sett með Handverkshátíð föstudaginn 10. ágúst n.k. Sýningin verður umfangsmikil og fjölbreytt en yfirlitsmynd af svæðinu má sjá hér.
30.07.2012

Handverkshátíð, Landbúnaðarsýning og Litli bændaskóli Bústólpa

Ester Stefánsdóttir og Hólmgeir Karlsson í viðtali á N4Á sjónvarpsstöðinni N4 birtist á dögunum viðtal við Ester Stefánsdóttur framkvæmdastjóra Handverkshátíðar og Landbúnaðarsýningar við Hrafnagil og Hólmgeir Karlsson framkvæmdastjóra Bústólpa.
Þar sagði Ester frá því helsta sem um verður að vera á hátíðunum og Hólmgeir kynnti Litla bændaskóla Bústólpa sem settur verður á laggirnar á hátíðinni.
30.07.2012

Póstkassarnir prúðbúnu

Óhætt er að fullyrða að hinir prúðbúnu póstkassar Eyjafjarðarsveitar hafi hlotið verðuga athygli um land allt. S.l. föstudag hófst Póstkassaleikurinn 2012 á Facebook en þar hafa fjölmargir notendur samskipta-síðunnar skoðað albúm með myndum af póstkössunum, greitt atkvæði og deilt albúminu áfram um samskiptavefinn og mun sú atkvæðagreiðsla standa til 7. ágúst n.k.

24.07.2012

Póstkassaleikur á Facebooksíðu Handverkshátíðar

Á Facebooksíðu Handverkshátíðarinnar er kominn í gang Póstkassaleikur þar sem hægt er að greiða atkvæði um best prýdda póstkassa Eyjafjarðarsveitar

20.07.2012

Námskeið 2012

Enn hafa bæst við námskeið sem boðið verður upp á í tengslum við Handverkshátíðina í ár.

Upplýsingar um námskeiðin má sjá hér á valstikunni til vinstri á síðunni eða með því að smella hér.

18.07.2012

Prúðbúnir póstkassar í Eyjafjarðarsveit

Í tilefni Handverkshátíðar og Landbúnaðarssýningar hefur verið blásið til samkeppni um best prýdda póstkassa Eyjafjarðarsveitar. Íbúar hafa tekið virkan þátt og má nú sjá handverksprýdda póstkassa víða í sveitinni. Í myndasafni síðunnar má sjá nokkra kassa

Dagana 7. júlí til 10.ágúts gefst almenningi tækifæri á að velja best prýdda póstkassann en kjörkassar standa frammi hjá ferðaþjónustuaðilum sveitarinnar.

Sjá fleiri myndir á Facebook-síðu hátíðarinnar
04.07.2012