Fréttayfirlit

Síðsumarmarkaður á Smámunasafninu

Nú um helgina ætlum við að halda Síðsumarmarkað á Smámunasafninu. Kvenfélagið Hjálpin verður með sitt sívinsæla Hjálparkex og ýmsar tegundir af sultum, spákona verður á laugardeginum milli kl. 12 og 14 og á sunnudeginum milli kl. 14 og 16. Ýmiskonar handverk, verður til sölu; kerti, smekkir, heklaðar krukkur, handunnar sápur, barnaföt, bútasaumur, borðbúnaður, tekkhillur og margt, margt fleira. Er ekki upplagt að byrja jólagjafainnkaupin ? :) Svo má ekki gleyma hinum ljúffengu sveitavöfflum á kaffistofu Safnsins. Verið hjartanlega velkomin. Kveðjur, Stelpurnar á Smámunasafninu Ps ath það er ekki posi á markaðnum
20.08.2015

Sumarhátíð á Smámunasafninu

Markaður og rífandi stemning verður við Smámunasafnið helgina 25-26 júlí á opnunartíma safnsins kl. 11-17. Ýmsir aðilar verða með allskonar til sölu. Um helgina verður jafnframt haldið uppá 12 ára afmæli Smámunasafnsins. Þuríður og Reynir Schiöth flytja lifandi tónlist báða dagana á milli kl. 14 og 16. Verið hjartanlega velkomin.
21.07.2015

Sýning tengd altarisklæðinu úr Miklagarðskirkju og smásýning í tilefni af 100 ára kostningarafmæli kvenna.

Á Smámunasafninu er opið alla daga vikunnar frá klukkan 11:00 - 17:00 fram til 15. september. Í anddyri safnsins stendur yfir sýning á verkum kvenna úr sveitinni, tengd altarisklæðinu úr Miklagarðskirkju. Einnig höfum við sett upp smásýninguna "Konur á Smámunasafninu" en hún er sett upp í tilefni af 100 ára kostningarafmæli kvenna. Verið hjartanlega velkomin á Smámunasafnið, við tökum vel á móti þér. Starfsfólk Smámunasafnsins.
08.07.2015

Lokað föstudaginn 19. júní

Lokað verður á safninu föstudaginn 19. júní vegna 100 ára kosningaafmælis kvenna.
16.06.2015

Sumaropnun hefst í dag

Sumaropnun Smámunasafnsins hefst í dag, föstudaginn 15. maí. Opið verður alla daga í sumar frá kl. 11:00-17:00. Í anddyri safnsins stendur yfir sýning á verkum kvenna úr sveitinni, tengd altarisklæðinu úr Miklagarðskirkju.
15.05.2015

Smámunasafn Sverris Hermannssonar - Eyfirski Safnadagurinn

Smámunasafnið er opið á sumardaginn fyrsta, 23. apríl frá kl. 11:00 – 17:00. Safnið er ekki minjasafn, landbúnaðarsafn, verkfærasafn, búsáhaldasafn, naglasafn, járnsmíðasafn eða lyklasafn heldur allt þetta og meira til. Sýning er í anddyrinu á munum sem unnir hafa verið af vinnuhópi kringum altarisklæðið frá Miklagarði. Sýningin er styrkt af Menningarráði Eyþings og Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar.
17.04.2015