Fréttayfirlit

Opið fyrir umsóknir á Handverkshátíð 2017

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á Handverkshátíð 2017. Handverkshátíðin fer fram dagana 10.-13. ágúst.
21.02.2017

Styrkur frá Norðurorku

Á Handverkshátíð 2016 var haldin listasmiðja fyrir börn. Þótti smiðjan takast vel í alla staði og því hugur á að endurtaka leikinn að ári. Sótt var um styrk til Norðurorku sem auglýsti eftir styrkumsóknum til samfélagsverkefna og var Handverkshátíðin á meðal fjölmargra sem hlutu styrk að þessu sinni. Við þökkum Norðurorku kærlega fyrir og hlökkum til að sjá afrakstur smiðjunnar á Handverkshátíð 2017.
16.01.2017

Kvöldvaka föstudagskvöldið 5. ágúst 2016

Kvöldvaka Handverkshátíðar og Landbúnaðarsýningar verður föstudagskvöldið 5. ágúst kl. 19:30-23:00. Miðaverð 4.200 kr. fullorðnir og 2.300 kr. börn.
05.08.2016

Handverkshátíð og Landbúnaðarsýning Hrafnagili Eyjafjarðarsveit

Fimmtudag – laugardag frá kl. 12.00 – 19.00 og sunnudag frá kl. 12.00 – 18.00 Handverksmarkaður fimmtudag, laugardag og sunnudag í veislutjaldi. Fjölbreyttur og spennandi matarmarkaður alla dagana. Forsala aðgöngumiða á kvöldvökuna verður í veitingasölunni fimmtudag og föstudag.
04.08.2016

Sýningarskrá Handverkshátíðar 2016

Nú fer senn að líða að Handverkshátíð og Landbúnaðarsýningu í Eyjafjarðarsveit. Á sýningarsvæðinu mun fólk sjá úrval af því allra besta í íslensku handverki og um leið verður hægt að kynna sér nýjustu tækni í landbúnaði.
25.07.2016

HANDVERK OG LANDBÚNAÐUR Á GLÆSILEGRI SÝNINGU VIÐ HRAFNAGIL

Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla verður haldinn í 24. sinn dagana 4. – 7. ágúst næstkomandi. Á sama tíma fer fram Landbúnaðarsýning þar sem söluaðilar og bændur munu taka höndum saman um að kynna helstu nýjungar í íslenskum landbúnaði. Samhliða sýningunum verða hinar ýmsu uppákomur í sveitinni bæði innan sýningarsvæðisins og utan þess. Framkvæmdastjórar sýningarinnar eru Katrín Káradóttir og Guðný Jóhannesdóttir og lofa þær stöllur að innan svæðisins muni öll fjölskyldan finna eitthvað við sitt hæfi. Það er því um að gera að taka helgina frá enda búið að panta hið rómaða eyfirska blíðviðri.
15.02.2016

Verðlaunahafar Handverkshátíðar 2015

Árlega velur valnefnd Handverkshátíðar fallegasta sölubás ársins og handverksmann ársins. Handverksmaður ársins er Þórdís Jónsdóttir og verðlaun fyrir sölubás ársins hlýtur Vagg og Velta. Valnefnd veitti ein aukaverðlaun í ár, Gleði og bjartsýnisverðlaunin, en þau hlaut Hildur Harðardóttir með sölubásinn Hildur H. List-Hönnun. Fleira vakti athygli valnefndar, s.s. bás Hjartalags, Leðurverkstæðið Hlöðutúni og Erna Jónsdóttir leirlistamaður.
09.08.2015

Sætaferðir frá Akureyri á Handverkshátíðina

Saga Travel er í samstarfi við Handverkshátíðina og býður upp á sætaferðir frá Akureyri. Brottför frá Saga Travel í miðbæ Akureyrar alla sýningardagana: 12.30, 14.30 og 16.30 Brottför frá Hrafnagili 15.00, 17.00 og 18.00 Allar nánari upplýsingar veitir Saga Travel í síma 558-8888
06.08.2015

Handverkshátíðin opnar á hádegi í dag

Á hádegi í dag opnar Handverkshátíðin í 23. sinn og getum við lofað einni glæsilegastu sýningu hingað til. Alls verða 94 sýnendur alla helgina. Þar að auki taka 55 aðilar þátt á handverks- og matarmarkaði. Handverksmarkaðurinn fer fram fimmtudag, föstudag og sunnudag en á laugardeginum bjóðum við upp á matarmarkað úr Eyjafjarðarsveit. Á þeim markaði verður margt spennandi í boði svo sem kornhænuegg og broddur. Á mörkuðunum verða nýir sýnendur í hvert sinn svo ef þú vilt ekki missa af neinu, heimsæktu sveitina.
06.08.2015

23. Handverkshátíðin opnar eftir viku

Við opnum 23. Handverkshátíðina eftir viku. Eitthvað fyrir alla fjölskylduna dagana 6.-9. ágúst. Um 100 sýningarbásar, á útisvæðinu verður fjölbreyttur og spennadi handverksmarkaður, matvælamarkaður, húsdýr, búvélasýning og teymt undir börnunum. Veitingasala og lifandi tónlist. Eigið með okkur góðan dag í Eyjafjarðarsveit. Hlökkum til að taka á móti ykkur.
30.07.2015