Fréttayfirlit

Sýnendur á Handverkshátíð 2014

Í dag eru 3 vikur í Handverkshátíð. Nú er hægt að sjá dagskrá hátíðarinnar, yfirlitsmynd af sýningarsvæðinu og hverjir taka þátt í ár. Veldu "UM HÁTÍÐINA" efst í valsktikunni og til vinstri eru í boði ýmsir valmöguleikar svo þú getir tekið forskot á sæluna og kynnt þér hverjir verða með í ár. Hlökkum til að taka á móti þér í ágúst.
17.07.2014

Handverksmarkaður á Handverkshátíð

Ert þú að vinna handverk sem þig langar að koma á framfæri? Í fyrsta sinn verður Handverkshátíð með handverksmarkað í stóru tjaldi á útisvæðinu. Sjáðu auglýsinguna hér fyrir neðan
27.06.2014

Markaðsstemning á Handverkshátíð 7. -10. ágúst

Í fyrsta sinn ætlum við að bjóða upp á Handverksmarkað á Handverkshátíð. Markaðurinn verður staðsettur í 450 m² veislutjaldi föstudaginn 8. ágúst og sunnudaginn 10. ágúst. Einstaklinum gefst þar tækifæri á að kaupa aðgang að borði annan eða báða dagana og selja sitt eigið handverk. Pantanir sendist á netfangið esveit@esveit.is. Koma þarf fram hvort pantaðir eru báðir dagarnir eða annar og þá hvor daginn auk þess hver söluvarningurinn er. Pöntunin er ekki gild fyrr en staðfesting hefur borist. Dagurinn kostar 8.000 kr.. Við hlökkum til að bjóða enn og aftur upp á fjölbreytta og spennandi Handverkshátíð.
23.05.2014

Öllum umsóknum hefur verið svarað

Á annað hundrað umsóknir bárust Handverkshátíð í ár. Allir sem sóttu um þátttöku hafa nú fengið svar en sérstök nefnd valdi tæplega 100 aðila sem munu sýna og selja eigið handverk og/eða hönnun. Enn og aftur getum við lofað fjölbreyttri og spennandi hátíð með fjölda nýrra sýnenda. Nýjung! Handverksmarkaður verður í veislutjaldinu föstudag og sunnudag. Nánari upplýsingar um markaðinn verða birtar síðar hér á heimasíðunni og á Facebook.
09.05.2014

Fjöldi umsókna barst

Frestur til að sækja um þátttöku á Handverkshátíð 2014 rann út í gær. Allir sem sent hafa inn umsókn eiga nú að hafa fengið staðfestingu frá framkvæmdastjóra hátíðarinnar. Niðurstaða valnefndar liggur fyrir þann 9. maí n.k.. Fjöldi umsókna barst og ánægjulegt er hversu margir nýjir aðilar sýna hátíðinni áhuga. Við getum lofað enn einni fjölbreyttri og spennandi hátíð.
02.04.2014

VISTVÆNIR STRAUMAR Á HANDVERKSHÁTÍÐ

Vistvæn hráefni setja sterkan svip á Handverkshátíð 2014 sem haldin verður í 22. sinn í Eyjafajarðarsveit 7.-10 ágúst. Mikill fjöldi umsókna hefur borist hátíðinni og endurspeglar hún alla jafna það sem hæst ber í handverki hverju sinni; verk, framleiðsluaðferðir og hráefni.
27.03.2014

Ert þú búin/n að fá staðfestingu á umsókninni þinni?

Allir sem sækja um á Handverkshátíð 2014 fylla nú í fyrsta sinn út rafrænt umsóknareyðublað. Þegar eyðublaðið hefur verið fyllt út er „hnappurinn“ senda, neðst á eyðublaðinu, valinn og í framhaldinu kemur staðfestingu á því að umsóknin sé móttekin. Innan þriggja daga kemur svo önnur staðfesting frá framkvæmdastjóra hátíðarinnar. Ef þú hefur sótt um og ekki fengið staðfestingu frá Ester Stefánsdóttur framkvæmdastjóra hátíðarinnar, vinsamlega hafðu samband á netfangið handverk@esveit.is.
25.03.2014

Nú fer hver að verða síðastu að sækja um á Handverkshátíð 2014

Hátíðin sem nú verður haldin í 22. sinn velur ríflega 100 sýnendur úr fjölda umsókna. Þeir eru lærðir sem leikir af öllu landinu og selja fjölbreytt handverk og hönnun. Stemningin á sýningarsvæðinu er einstök, það sanna þær 15-20 þúsund heimsóknir sem sýningin fær nú árlega. Hátíðin fer fram dagana 7. – 10. ágúst og rennur umsóknarfresturinn út 1. apríl.
20.03.2014

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á Handverkshátíð 2014

Nú er hægt að sækja um þátttöku á Handverkshátíð 2014. Rafrænt umsóknareyðublað er að finna undir "Umsókn" efst í valstikunni. Umsóknarfresturinn rennur út 1. apríl n.k.. Niðurstaða valnefndar liggur fyrir þann 9. maí 2014 og verður öllum umsóknum svarað.
04.02.2014

Handverkshátíð 2014

Handverkshátíð er haldin aðra helgi í ágúst ár hvert. Opnað verður fyrir umsóknir Handverkshátíðar 2014 í febrúar n.k.. Fylgist með okkur hér á heimasíðunni.
17.09.2013