Svæði Landbúnaðarsýningar við Hrafnagil tekur nú örum breytingum og á meðfylgjandi myndum má sjá hvernig tjöld og girðingar rísa.
Óhætt er að fullyrða að hinir prúðbúnu póstkassar Eyjafjarðarsveitar hafi hlotið verðuga athygli um
land allt. S.l. föstudag hófst Póstkassaleikurinn 2012 á Facebook en þar hafa fjölmargir notendur
samskipta-síðunnar skoðað albúm með myndum af póstkössunum, greitt atkvæði og deilt albúminu áfram um samskiptavefinn og mun
sú atkvæðagreiðsla standa til 7. ágúst n.k.
Á Facebooksíðu Handverkshátíðarinnar er kominn í gang Póstkassaleikur þar sem hægt er að greiða atkvæði um best prýdda póstkassa Eyjafjarðarsveitar
Enn hafa bæst við námskeið sem boðið verður upp á í tengslum við Handverkshátíðina í ár.
Upplýsingar um námskeiðin má sjá hér á valstikunni til vinstri á síðunni eða með því að smella hér.