Fréttayfirlit

Öðrum degi lokið og handverksfólk og hönnuðir verðlaunaðir

Öðrum degi Handverkshátíðar er lokið. Gríðarlegur fjöldi gesta heimsótti sýninguna í dag sem lauk með grillveislu, skemmtidagskrá og verðlaunaafhendingu. Eftirtaldir hlutu verðlaun:
11.08.2013

Myndir frá Handverkshátíð 2013

Nú má sjá nýjar myndir frá Handverkshátíðinni í ár
09.08.2013

Aldrei fleiri gestir á fyrsta sýningardegi Handverkshátíðar

Enn eitt aðsóknarmet var slegið á Handverkshátíð í dag. Fjölbreytt sýningarbásar og viðburðir á útisvæði lukkuðust vel og gestir nutu veitinga og lifandi tónlstar á torgi hátíðarinnar. Hlökkum til að sjá ykkur um helgina.
09.08.2013

Norsku fyrirsæturnar mættar á Handverkshátíð

Undirbúningur Handverkshátíðar 2013 stendur sem hæst. Sölutjöld og veitingatjald rísa núna á svæðinu og sýnendur eru að koma sér fyrir. 90 sölubásar af öllu landinu með íslensku handverki og hönnun eru á sýningunni í ár. Norskar „kýr“ eru nú komnar á svæðið og munu skarta rammíslensku prjónlesi alla sýningarhelgina. Veðrið er dásamlegt í Eyjarfirðinum og bjóðum við landsmenn velkomna á Handverkshátíð sem hefst á morgun og stendur fram til mánudags.
08.08.2013

Handverkshátíðin hefst á morgun

Setning hátíðarinnar hefst kl: 12. Að henni lokinni opna sýningarsvæðin með 90 sölubásum með íslensku handverki og hönnun.
08.08.2013

Handverkshátíðin verður sett á föstudaginn

Handverkshátíðin verður sett n.k. föstudag kl: 12. Kynntu þér dagskrá hátíðarinnar hér á síðunni. Hlökkum til að sjá þig.
07.08.2013

List og landbúnaður á N4 6. ágúst

Upphitun fyrir Handverkshátíð 2013. Fylgist með á N4 n.k. þriðjudag
01.08.2013

Afmælissýning Heimilisiðnaðarfélagsins á Handverkshátíð

Heimilisiðnaðarfélagið heldur upp á 100 ára afmæli sitt í ár og verður með glæsilega sýningu á Handverkshátíð. Félagið hefur verið gestu hátíðarinnar í mörg ár og af tilefni aldar afmælis félagsins setur það upp sérstaka sýningu af þessu tilefni í Hjarta sýningarsvæðis 1. Sýndir verða þjóðbúningar með áherslu á Faldbúninginn bæði tilbúna og búning í vinnslu. Nýjasta bók félagsins "Faldar og skart" verður til sýnis og sölu. Félagskonur kynna ýmiskonar handverki s.s. knipl, útsaum, prjóni, hekl og til sýnis verða ýmsir munir á borð við vettlingar, sjöl og jurtalitað band auk afmælispeysunnar "Sjónu". Myndir úr starfi félagsins muni einnig prýða sýninguna.
31.07.2013

Þáttur um Handverkshátíðina á RÚV í kvöld

Þáttur um 20. Handverkshátíðina í Eyjafjarðarsveit og landbúnaðarsýningu sem haldnar voru sumarið 2012 verður sýndur í kvöld á RÚV kl: 19:35
30.07.2013

Handverkshátíðin á RÚV

Þáttur um 20. Handverkshátíðina í Eyjafjarðarsveit sem haldin var sumarið 2012 verður sýndur þriðjudaginn 30. júlí kl: 19:35 RÚV.
19.07.2013