Afgreiðslu umsókna lokið
Afgreiðslu umsókna er nú lokið og enn og aftur getum við lofað fjölbreyttri og spennandi sýningu.
Á laugardagskvöldið var haldin hátíðarkvöldvaka sýninganna við Hrafnagil. Fyrir utan fjölmörg skemmtiatriði sem dagskrá kvöldsins bauð upp á, fór þar fram verðlaunaafhending handverksfólks og hönnuða, fyrir keppnir á vegum ungbænda og keppnina um best prýdda póstkassa Eyjafjarðarsveitar.
Enn var slegið met í miðasölu Handverkshátíðar í dag, fyrir utan mikinn fjölda endurkomugesta. Fjöldi gesta skoðaði einnig Landbúnaðarsýningu Búnaðarsambands Eyjafjarðar í eindæma veðurblíðu sem lék við gesti og starfsfólk sýninganna.
Enn var slegið met í miðasölu Handverkshátíðar í dag, fyrir utan mikinn fjölda endurkomugesta. Þá skoðuðu einnig fjölmargir Landbúnaðarsýningu Búnaðarsambands Eyjafjarðar á svæðinu. Eindæma veðurblíða lék við gesti og starfsfólk sýninganna.
Aldrei hafa jafn margir sótt Handverkshátíð og í ár. Aðsóknarmet hafa verið slegin bæði í dag, laugardag og í gær. Landbúnaðarsýningin sem Búnaðarsamband Eyjafjarðar stendur fyrir í tilefni af 80 ára afmæli sambandsins hefur jafnframt dregið til sín fjölda gesta. Mikil veðurblíða á svæðinu hefur kætt bæði gesti og starfsfólk sýninganna.