Fréttayfirlit

Kynning á næstu fjórum sýnendum

Við kynnum með stolti næstu fjóra af sýnendum Handverkshátíðarinnar í Eyjafjarðarsveit 2018.
04.07.2018

Kynning á fjórum sýnendum

Við kynnum með stolti fjóra af sýnendum Handverkshátíðarinnar í Eyjafjarðarsveit 2018.
03.07.2018

Spunasystur heiðursgestir Handverkshátíðarinnar 2018

Okkur er mikið gleðiefni að segja frá því að Spunasystur munu vera heiðursgestir hátíðarinnar í ár. Þeir sem ekki hafa séð til Spunasystra ættu að sperra eyrun því það er mikið sjónarspil að fylgjast með þeim stöllum. Þær hafa komið með ferskan blæ inn í heim handverksins á undanförnum árum og eins og nafnið á hópnum þeirra gefur að kynna þá kemur spuni við sögu.
26.06.2018

Lokað fyrir umsóknir

Nú hefur verið lokað fyrir umsóknir á Handverkshátíðina Eyjafjarðarsveit 2018. Við þökkum öllum þeim sem sóttu um kærlega fyrir og hlökkum til að fara yfir umsóknirnar. Öllum umsóknum verður svarað fyrir 15. maí. Endilega verið í sambandi ef það eru einhverjar spurningar.
17.04.2018

OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR Á HANDVERKSHÁTÍÐ 2018

Nú er hægt að sækja um þátttöku á Handverkshátíð 2018. Handverkshátíðin fer fram dagana 9.-12. ágúst.
20.03.2018

Orðsending frá sýningarstjórn Handverkshátíðar

Handverkshátíð 2018 verður haldin dagana 9.-12.ágúst. Ár hvert streyma til okkar þúsundir gesta af öllu landinu. Við leggjum mikinn metnað í framkvæmd hátíðar og alla umgjörð. Íbúar Eyjafjarðarsveitar leggjast á eitt við framkvæmdina og mikil gleði ríkir. Svo gestir fái notið ár eftir ár þá teljum við nauðsynlegt að þróa sviðsmynd hátíðarinnar. Það laðar fleiri að ef eitthvað nýtt er að sjá. Fyrirkomulag sýningarbása verður því með breyttu sniði þetta árið og viljum við vekja sérstaka athygli á því. Ekki verða lengur ferkantaðir sýningarbásar - veggjum fram á gólf verður fækkað til að auka sýnileika og létta á sýningarsvæðinu. Það er okkar trú að upplifun gesta verði jákvæðari og þeir finni sig enn og meira velkomna þegar sýningarsvæði verði opnara. Við minnum á að verðlaun eru veitt fyrir framúrskarandi handverk og hönnun, ásamt fallegasta sýningarbásnum.
11.03.2018

Framkvæmdastjóri Handverkshátíðar í Eyjafjarðarsveit 2018

Eva Björg Óskarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri "Handverkshátíðar" sem haldin er á hverju sumri í Eyjafjarðarsveit. Eva er 28 ára gömul og lauk námi frá Myndlistarskólanum á Akureyri. Hún hefur starfað við grafíska hönnun hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum. Vann meðal annars kynningarefni fyrir Akureyrarvöku og rak hönnunarverslunina Búðina í Listagilinu á Akureyri síðastliðið sumar. Eva hefur þegar tekið til starfa við undirbúning og skipulagningu og verður vinnan komin á fullt innan skamms. Handverkshátíðin verður haldin í og við Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit dagana 9.-12.ágúst n.k.
10.03.2018

Handverkshátíð 2017

Handverkshátíðin í Eyjafjarðarsveit er nú haldin i 25. skiptið og við fögnum þessum tímamótum á margvíslegan hátt með veglegri Handverkshátið. Handverkshátíð hefur löngu sannað tilvist sína sem vettvangur þar sem hittist handverksfólk víðs vegar að af landinu, skemmra sem lengra komnir, einstaklingar sem handverkshópar. Sú var einmitt hugmyndin að baki hátíðinni í upphafi – að leiða fólk saman sem deildi þeirri sameiginlegu sýn að efla íslenskt handverk og tryggja að þekking á gömlu íslensku handverki færðist milli kynslóða.
28.07.2017

Sýningin UR BJÖRK

Sunnudaginn 30. júlí kl. 12 opnar sænska farandsýningin UR BJÖRK, eða úr birki, í Hrafnagilsskóla. Að sýningunni standa 22 handverksmenn og -konur sem skiptu á milli sín heilu birkitré og fengu það hlutverk að nýta allt efnið með frjálsum huga og höndum. Sýningin er fengin hingað í tengslum við Handverkshátíðina og verður opin frá 30. júlí til 13. ágúst kl. 12-18. Miðaverð er 500 kr. fyrir fullorðna eða armband sem gildir á Handverkshátíðina, 1.000 kr.
26.07.2017

Námskeið hjá Knut Östgård

Sænski heimilisiðnaðarráðunauturinn Knut Östgård mun halda tvö námskeið 14.-17. ágúst í tengslum við Handverkshátíðina.
26.07.2017