Fuglahræðum hefur fjölgað í Eyjafjarðarsveit og nú styttist í Handverkshátíðina
Í aðdraganda Handverkshátíðarinnar hafa íbúar Eyjafjarðarsveitar verið iðnir og fuglahræðum hefur fjölgað svo um munar. Form og efnisval er ólíkt og stærsta hræðan er um 6 metra há. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íbúarnir taka þátt í að gleðja gesti sveitarinnar í aðdraganda hátíðarinnar, sem fram fer dagana 6.-9. ágúst, áður hafa þeir á svo eftirminnilega hátt skreytt póstkassana sína og prjónað klæði á kýr. Allt er þetta liður í að gera heimsókn í Eyjafjarðarsveit og á Handverkshátíðina enn skemmtilegri.
24.07.2015