Fréttayfirlit

Fuglahræðum hefur fjölgað í Eyjafjarðarsveit og nú styttist í Handverkshátíðina

Í aðdraganda Handverkshátíðarinnar hafa íbúar Eyjafjarðarsveitar verið iðnir og fuglahræðum hefur fjölgað svo um munar. Form og efnisval er ólíkt og stærsta hræðan er um 6 metra há. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íbúarnir taka þátt í að gleðja gesti sveitarinnar í aðdraganda hátíðarinnar, sem fram fer dagana 6.-9. ágúst, áður hafa þeir á svo eftirminnilega hátt skreytt póstkassana sína og prjónað klæði á kýr. Allt er þetta liður í að gera heimsókn í Eyjafjarðarsveit og á Handverkshátíðina enn skemmtilegri.
24.07.2015

Hálfur mánuður í Handverkshátíð 2015

Nú er aðeins hálfur mánuður í Handverkshátíð 2015. Sýnendur eru í óða önn við undirbúning sinn og í næstu viku leggjum við aðstandendur lokahönd á sýningarsvæðið sjálft. Hátíðin er með síður á Facebook og Instagram þar sem nýtt efni er sett inn á hverjum degi. Vertu vinur okkar þar og fylgstu vel með okkur í aðdragandanum og á hátíðinni sjálfri. Hlökkum til að taka á móti þér dagana 6.-9. ágúst.
22.07.2015

Verðlaunagripirnir komnir í hús

Vorum að fá verðlaunagripina í hús en að þessu sinni eru þeir unnir af Guðrúnu Gísladóttur. Ár hvert verðlaunum við Handverksmann árisns og Sölubás ársins. Það verður spennandi að sjá hverjir hljóta verðlaun í ár. The price this year, The Raven, is made by Guðrún Gísladóttir. We reward the Handcraftsman of the year and the Stall of the year. It´s exciting to see who´s going to receice the price this time.
13.07.2015

Fuglahræður komnar á stjá í Eyjafjarðarsveit

Enn eitt árið hafa íbúar Eyjafjarðarsveitar gert sitt til að gleðja gesti sveitarinnar í aðdraganda Handverkshátíðarinnar sem fram fer dagana 6.-9. ágúst. Í ár hafa þeir útbúið fuglahræður og komið þeim fyrir nálægt þjóveginum. Það er gaman að sjá hversu fjölbreyttar þær eru. Sjá má litla fjölskyldu sem nýtur veðursins og grillar, ein er við björgunarstörf klædd búningi Hjálparsveitarinnar Dalbjargar í Eyjafjarðarsveit, virðulegir bændur, suðræn og seyðandi dama, svei mér þá ef grýla er ekki þarna einhvernstaðar með óþæg börn í poka og svo er það tröllskessan Kvörn. Tilvalið að keyra í sveitina og reyna að koma auga á fuglahræðurnar 14. Hlökkum til að sjá ykkur.
12.07.2015

Mánuður í Handverkshátíð

Nú er aðeins mánuður í Handverkshátíðina og undirbúningurinn í fullum gangi. Enn er tekið við umsóknum á handverksmarkaðinn sem fram fer í tjaldi á útisvæðinu fimmtudag, föstudag og sunnudag. Við getum lofað fjölbreyttu handverki og skemmtilegri markaðsstemningu. Sýnendur hátíðarinnar kynnum við um miðjan mánuð. Fylgist því vel með heimasíðunni og Facebook síðunni okkar.
05.07.2015

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á handverksmarkaðinn

Svo vel tókst til með handverksmarkaðinn í fyrr að nú ætlum við að endurtaka leikinn og bjóða upp á þrjá markaðsdaga. Einstaklingar með eigið handverk geta keypt aðgang að söluborði einn dag - fimmtudag, föstudag eða sunnudag.
09.06.2015

Afgreiðslu umsókna er lokið - spennandi hátíð framundan

Á annað hundrað umsóknir bárust Handverkshátíð og hefur þeim nú öllum verið svarað. Tæplega 100 aðilar taka þátt í ár og enn og aftur getum við lofað fjölbreyttri og spennandi hátíð. Aldrei fyrr hafa svo margir nýir sýnendur verið meðal umsækjenda.
05.05.2015

Umsóknarfresturinn rennur út 7. apríl

Fjöldi umsókna hefur borist og ánægjulegt að sjá hversu margir nýjir aðilar hafa sótt um. Við viljum minna á að umsóknarfresturinn rennur út þriðjudaginn 7. apríl. Rafrænt umsóknareyðublað er að finna undir "Umsókn" efst í valstikunni. Niðurstaða valnefndar liggur fyrir þann 6. maí 2015. Öllum umsóknum verður svarað.
27.03.2015

Enn og aftur skemmtileg uppákoma í tengslum við Handverkshátíð

Undirbúningur 23. Handverkshátíðar sem fram fer 6.-9. ágúst er hafinn. Hátíðin er löngu orðin einn stærsti menningarviðburður á Eyjafjarðarsvæðinu jafnframt því að vera stærsti vettvangur handverksfólks og hönnuða á landinu. Árlega eru um 100 sýnendur og fær hátíðin um 15-20 þúsund heimsóknir. Í aðdraganda hátíðarinnar undanfarin ár hafa íbúar Eyjafjarðarsveitar lagt sitt af mörkum við að kæta gesti með ýmsum uppákomum s.s. skreyta póstkassa, prjóna klæði á traktor og kýr svo eitthvað sé nefnt. Í ár verða það fuglahræður sem munu fara á stjá og er beðið með eftirvæntingu eftir þeim. Umsóknir vegna þátttöku á hátíðinni streyma inn þessa dagana og viljum benda á að umsóknarfrestur rennur út 1. apríl. Umsóknareyðublað er að finna hér.
19.03.2015

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á Handverkshátíð 2015

Nú er hægt að sækja um þátttöku á Handverkshátíð 2015. Rafrænt umsóknareyðublað er að finna undir "Umsókn" efst í valstikunni. Umsóknarfresturinn rennur út 1. apríl n.k.. Niðurstaða valnefndar liggur fyrir þann 6. maí 2015. Öllum umsóknum verður svarað.
10.02.2015