Fréttayfirlit

Námskeiðin í ár

Í tengslum við Handverkshátíð eru árlega haldin námskeið og svo verður einnig í ár. Upplýsingar um námskeið ársins eru farin að tínast hér inn á síðuna og eru allir áhugasamir hvattir til að fylgjast með, enda takmarkanir á hversu margir komast að á hverju námskeiði.

Upplýsingar um námskeiðin má sjá í valstikunni hér til vinstri á síðunni. 

29.06.2012

Héðinsfjarðartrefillinn á Handverkshátíð

Ester Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Handverkshátíðar og Landbúnaðarsýningar við Hrafnagilsskóla  fékk á dögunum afhenta gjöf frá Fríðu Gylfadóttur listakonu í Fjallabyggð, en það var hluti Héðinsfjarðartrefilsins. Forsaga trefilsins er sú að árið 2010 stóð Fríða fyrir sameiginlegu prjónaátaki heimamanna og gesta í Fjallabyggð og var tilefnið opnun Héðinsfjarðarganga um haustið. Þá höfðu Fríða og félagar prjónað 17 km langan trefil sem tákn um sameiningu og samtöðu.
06.06.2012

Handverk fyrir Handverkshátíð 2012

Handverkshátíð við Hrafnagilsskóla. Prjónað utan um traktor.Undirbúningur Handverkshátíðar og Landbúnaðarsýningar við Hrafnagilsskóla 2012 er kominn á fullan skrið og gengur vel að sögn Esterar Stefánsdóttur framkvæmdastjóra sýninganna. „Kvenfélagskonurnar okkar eru að leggja lokahönd á að prjóna utan um traktorinn á Kristnesi.“
29.05.2012

Handverkshátíð og Landbúnaðarsýning 2012

Merki Handverkshátíðar og Landbúnaðarsýningar við Hrafnagilsskóla 2012Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla hefur löngu fest sig í sessi sem einn stærsti viðburður norðan heiða ár hvert. Undanfarin ár hefur hún verið sótt af sívaxandi fjölda gesta og í ár má búast við að enn verði aðsóknarmet slegin þegar landbúnaðarsýning verður sett upp samhliða hátíðinni.
24.05.2012

Afgreiðslu umsókna lokið

Aðstandendur Handverkshátíðar 2012 vilja þakka öllum þeim sem sýndu hátíðinni áhuga. Afgreiðslu umsókna er lokið og getum við lofað fjölbreyttri sýningu í ár.

01.05.2012

Aldrei fleiri umsóknir

Umsóknarfresturinn rann út þann 1. apríl s.l.. 
Gríðarlegur fjöldi umsókna barst að þessu sinni.
Niðurstaða valnefndar liggur fyrir þann 1. maí n.k..
06.04.2012

Umsóknarfresturinn rennur út 1. apríl

Umsóknarfresturinn fyrir þá sem vilja sækja um aðstöðu á sýningarsvæði Handverkshátíðarinnar er 1. apríl n.k.. Sækið  um hér.

Í tilefni af 20. Handverkshátíðinni verður boðið upp á spennandi nýjungar fyrir sýnendur og gesti jafnt utan dyra sem innan. Hér má fylgjast með einni af nýjungunum í ár.
 http://www.visir.is/prjona-peysu-a-traktorinn/article/2012120329766
22.03.2012

Opnað hefur verið fyrir umsóknir

Nú gefst handverksfólki og hönnuðum kostur á að sækja um aðstöðu á sýningarsvæði Handverkshátíðar 2012. Umsóknarfresturinn rennur út 1. apríl n.k.. Vinsamlega fyllið út rafrænt umsóknareyðublað sem finna má í valmyndinni hér til vinstri á síðunni. 
13.02.2012

Fjölbreytni og metnaðarfullir básar

Nú er Handverkshátíð 2011 lokið og allir sammála um  að sýningin hafi verið fjölbreytt og metnaðarfullir sýningarbásar. Aldrei fyrr hafa jafn margir heimsótt Handverkshátíðina.

Framkvæmdarstjóri og stjórn hátíðarinnar vill nota tækifærið og þakka bæði sýnendum og gestum kærlega fyrir komuna.

09.08.2011

Handverksmaður ársins og sölubás ársins

Á kvöldvöku þar sem Hundur í óskilum skemmti gestum voru veitt verðlaun fyrir Handverksmann ársins  og Sölubás ársins 2011.

Guðrún Bjarnadóttir var valin Handverksmaður ársins og Hólmfríður Arngrímsdóttir fékk verðlaun fyrir sölubás ársins. Dómnefnd ákvað að veita Bjarna Helgasyni sérstök Hvatningarverðlaun en Organelle er hönnunar- og silkiþrykks verkefni Bjarna sem hefur það að markmiði að sameina myndlist, hönnun, náttúru og handverk.

 

07.08.2011