Fréttayfirlit

Handverkshátíðin auglýsir eftir framkvæmdarstjóra

Handverkshátíðin leitar eftir áhugasömum aðila til að gegna stöðu framkvæmdarstjóra. Leitað er eftir aðila sem hefur mikinn áhuga á málefnum Handverkshátíðarinnar og hefur áhuga á að taka verkefnið að sér til lengri tíma.
18.12.2018

Verðlaunahafar Handverkshátíðar 2018

Á opnunarhátíðinni á föstudagskvöldið 9. ágúst tilkynnti dómnefnd hátíðarinnar þrjá verðlaunahafa. Verðlaun voru veitt fyrir fallegasta bás ársin, nýliða ársins og handverksmann ársins.
10.08.2018

Beint frá býli - kauptu ferskar vörur beint frá býli - 10 ára afmæli

Beint frá býli - kauptu ferskar vörur beint frá býli - 10 ára afmæli Félagið Beint frá býli verður þáttakandi á Bændamarkaðinum á Handverkshátíðinni í Eyjafjarðarasveit 2018. Félagið var stofnað árið 2008 og heldur því upp á 10 ára afmæli í ár.
06.08.2018

Opnunarkvöld Handverkshátíðarinnar 2018

Í ár verður fyrirkomulagið á kvöldvökunni aðeins með breyttu sniði. Hún verður haldin á fimmtudagskvöldinu 9. ágúst, en ekki föstudagskvöldinu eins og undanfarið og hvetjum við því alla til að skella sér inn á Davík á fiskisúpukvöld á föstudeginum. Kvöldvakan verður tileinkuð sýnendum hátíðarinnar í ár, en allir velkomnir ef þeir vilja.
02.08.2018

Skrímslasmiðja

Það er okkur mikið gleði efni að segja frá því að Skrímslasmiðjan verður hjá okkur á Handverkshátíðinni núna 9.-12. ágúst. Alma Björk er eigandinn af Monstri ehf, fyrirtækinu sem stofnað var í kringum vörumerkið Skrímsli. Hún er móðir þriggja barna, frumkvöðull inn að beini og elskar það sem hún er að gera!
31.07.2018

Kynning á næstu fjórum sýnendum

Við kynnum með stolti næstu fjóra af sýnendum Handverkshátíðarinnar í Eyjafjarðarsveit 2018.
28.07.2018

Uppsetning sýningarkerfis

Jæja þá heldur fjörið áfram, síðastliðinn föstudag mættu Guðni og Anna með sýningarkerfið norður og 20 hörkuduglegir starfskraftar frá bæði björgunarsveitinni Dalbjörg og ungmennafélaginu Samherjum komu því upp á met tíma.
24.07.2018

Uppsetning Handverkshátíðarinnar 2018 hafin

Nú er allt að gerast, í gærkvöldi byrjaði uppsetning Handverkshátíðarinnar 2018.
20.07.2018

Kynnig á næstu fjórum sýnendum

Við kynnum með stolti næstu fjóra af sýnendum Handverkshátíðarinnar í Eyjafjarðarsveit 2018.
18.07.2018

Gutti og Selma og ævintýrabókin - Barnaleikrit í Laugaborg

Það er eitthvað fyrir alla á Handverkshátíðinni og er okkur mikið gleðiefni að segja frá því að barnaleikritið Gutti og Selma og ævintýrabókin verður sýnt í Laugaborg alla daga Handverkshátíðarinnar.
14.07.2018