Fréttayfirlit

Handverkshátíð 2009

Handverkshátíð 2009 – 7.-10.ágúst
Opið föstudag til mánudags kl 12-19
 • Yfir 100 sýnendur
 • Hönnunarsamkeppni – Þráður fortíðar til framtíðar
 • Tískusýningar
 • Fyrirlestur “Jurtalitun fyrr og nú”
 • Rúningur
 • Yfirlitssýning hjá Félagi aldraðra Eyjafirði 
 • Verksvæði handverksmanna
 • Krambúð
 • Námskeið
 • Kvöldvaka
 • Myndlistarsýning undir berum himni
 • Laufáshópurinn
 • Heimilisiðnaðarfélagið
 • Kvenfélagasamband Íslands
 • VélasýningKORTIÐ TIL ÚTPRENTUNAR

Handverkskveðja,

Dóróthea Jónsdóttir,  

www.handverkshatid.is
 

s. 864-3633

03.08.2009

Félag aldraðra Eyjafirði

Í tengslum við Handverkshátíðina verður ýmislegt að gerast á hátíðarsvæðinu.

Félag aldraðra Eyjafirði var stofnað 4.nóvember 1989. Þá eins og nú er tilgangurinn að stuðla að félagslegum og menningarlegum samskiptum fólks á svæðinu. Starfsemin er fjölþætt, svo sem ýmiskonar handverk, gönguferðir, leikfimi, ferðalög, leikhúsferðir, þorrablót, jólahlaðborð ofl.

Nú hefur félagið, á 20 ára afmælisárinu, fengið afhent húsnæði á Hrafnagili, sem mun auka enn á fjölbreytni í starfsemi félagsins.

Í tilefni 20 ára afmælisins verður yfirlitssýning í húsnæði heimavistarhúss við Hrafnagilsskóla.

Opið föstudag til mánudags kl. 12-19.

Allir hjartanlega velkomnir
30.07.2009

Dagskrá hátíðar

Föstudagur
11:30 Setning hátíðar
14:00 Vélrúningur á kindum

Laugardagur
14:00
Vélrúningur á kindum
15:00 Verðlaunaafhending Hönnunarsamkeppni
16:00 Tískusýning
20:30 Kvöldvaka

Sunnudagur
14:00
Vélrúningur á kindum
15:00 Fyrirlestur – Jurtalitun fyrr og nú með Jenný Karlsdóttur
16:00 Tískusýning

Mánudagur
16:00 Tískusýning

Hátíðardagana verða einnig eftirfarandi viðburðir :
Yfirlitssýning í tilefni 20 ára afmælis Félags aldraðra í Eyjafirði
Myndlistarsýning undir berum himni - Þorsteinn Gíslason
Sýning á forndráttarvélum
Teymt undir börnum

29.07.2009

UNDIR KREPPUNNI KRAUMAR KRAFTUR

Á fjórða hundrað innsend verk í hönnunarsamkeppnina Þráður fortíðar til framtíðar, bera vitni um feikilegan sköpunarkraft og hugvit. Dómnefnd hefur tilnefnt 10 verk til úrslita. Vinningshafar verða tilkynntir á Handverkshátíðinni að Hrafnagili laugardaginn 8. ágúst.

Meðfylgjandi er mynd af svokölluðum Heklukrílum eftir Sigrúnu Eldjárn sem er verk sem verður á sýningunni á Handverkshatíð.


27.07.2009

Námskeið í tengslum við Handverkshátíð 2009

Horn og bein með Guðrúnu Steingrímsdóttur
Þráðarleggur með Oddný Magnúsdóttur
Þæfingarnámskeið fyrir börn 8-12 ára með Nönnu Eggertsdóttur

Taulitun með Procion MX litum frá Jacquard með Sveinu Björk Jóhannesdóttur
Tauþrykk með textíllitum frá Jacquard og Shiva paintstik litum með Sveinu Björk Jóhannesdóttur

Í tengslum við Handverkshátíð 2009 verða ofantalin námskeið, sjá nánar undir Námskeið í valmynd.Þráðaleggir Oddnýjar E. Magnúsdótttur eiga sér langa sögu.

15.07.2009

Gríðarleg þátttaka í hönnunarsamkeppni

Skilafrestur í hönnunarsamkeppnina Þráður fortíðar til framtíðar rann út föstudaginn 3.júlí.  

Yfir 300 bögglar hafa borist og mikil vinna er fyrir höndum við að undirbúa fyrir störf dómnefndar.

Keppt er í tveimur flokkum, annars vegar flíkur og hins vegar opinn flokkur. 

Það má búast við fjölbreyttum verkum því greinilegt er að Íslendingar tóku rækilega við sér.    

20 verk úr hvorum flokki verða valin á sýningu sem fram fer á Handverkshátíð 2009 í Hrafnagilsskóla.

Tilnefningar til verðlauna verða kynntar hálfum mánuði fyrir hátíð.


03.07.2009

Sýnendur hátíðar

Gríðarlegur fjöldi umsókna barst vegna þátttöku á Handverkshátíð 2009.  Yfir 70 einstaklingar og félög munu vera meðal sýnenda á hátíðinni og mikið af nýjum aðilum.  Spennandi tímar framundan.
01.07.2009

Vegna fjölda áskorana - frestur til 3.júlí

Frestur á innsendum munum í samkeppnina Þráður fortíðar til framtíðar hefur verið lengdur til 3.júlí af gefnu tilefni.  Það þýðir að setja má hlutina í póst þann dag, póststimpillinn gildir.

Munið að merkja muni með dulnefni, upplýsingar um sendanda skal setja í umslag og umslagið merkt með dulnefninu.

Fjöldi innsendra muna fór yfir 100 í dag og hvern dag berast fleiri.
29.06.2009

Þráður fortíðar til framtíðar

Fjölmargar umsóknir hafa borist í samkeppnina sem gengur undir nafninu Þráður fortíðar til framtíðar.  Einnig eru munir byrjaðir að berast.  Skilafrestur er 30.júní næstkomandi og í viðhengi hér að neðan eru upplýsingar um keppnina en muni skal senda á :

Eyjafjarðarsveit
Syðra-Laugaland
601 Akureyri

Merkja skal muni með dulnefni og hafa allar upplýsingar um sendanda í lokuðu umslagi sem er merkt með dulnefni.

Upplýsingar
Leikreglur

15.06.2009

Umsóknarfrestur

Þess ber að geta að umsóknarfrestur til þátttöku á Handverkshátíð 2009 og Krambúð hennar rennur út í kvöld.

Hitt er að skiladagur muna í samkeppnina Þráður fortíðar til framtíðar rennur út 30.júní næstkomandi.  Þess má geta að nú þegar eru pakkar farnir að berast og spennandi að sjá hvað kemur á endanum uppúr þeim öllum.  Fyrirspurnir hafa borist að undanförnu svo greinilegt er að margir eru að huga að innsendingum og sitja stíft við hönnun, þæfingu, prjón og ýmsar útfærslur á fatnaði og munum úr íslensku ullinni.  Nánari upplýsingar um samkeppnina má finna hér.

10.06.2009