Fréttayfirlit

Vegna fjölda áskorana - frestur til 3.júlí

Frestur á innsendum munum í samkeppnina Þráður fortíðar til framtíðar hefur verið lengdur til 3.júlí af gefnu tilefni.  Það þýðir að setja má hlutina í póst þann dag, póststimpillinn gildir.

Munið að merkja muni með dulnefni, upplýsingar um sendanda skal setja í umslag og umslagið merkt með dulnefninu.

Fjöldi innsendra muna fór yfir 100 í dag og hvern dag berast fleiri.
29.06.2009

Þráður fortíðar til framtíðar

Fjölmargar umsóknir hafa borist í samkeppnina sem gengur undir nafninu Þráður fortíðar til framtíðar.  Einnig eru munir byrjaðir að berast.  Skilafrestur er 30.júní næstkomandi og í viðhengi hér að neðan eru upplýsingar um keppnina en muni skal senda á :

Eyjafjarðarsveit
Syðra-Laugaland
601 Akureyri

Merkja skal muni með dulnefni og hafa allar upplýsingar um sendanda í lokuðu umslagi sem er merkt með dulnefni.

Upplýsingar
Leikreglur

15.06.2009

Umsóknarfrestur

Þess ber að geta að umsóknarfrestur til þátttöku á Handverkshátíð 2009 og Krambúð hennar rennur út í kvöld.

Hitt er að skiladagur muna í samkeppnina Þráður fortíðar til framtíðar rennur út 30.júní næstkomandi.  Þess má geta að nú þegar eru pakkar farnir að berast og spennandi að sjá hvað kemur á endanum uppúr þeim öllum.  Fyrirspurnir hafa borist að undanförnu svo greinilegt er að margir eru að huga að innsendingum og sitja stíft við hönnun, þæfingu, prjón og ýmsar útfærslur á fatnaði og munum úr íslensku ullinni.  Nánari upplýsingar um samkeppnina má finna hér.

10.06.2009

Eyjafjarðarsveit

Í Eyjafjarðarsveit er margt að sjá og upplifa - á hátíðarsvæðinu er sundlaug og tjaldstæði.   Blómaskálinn Vín og Jólagarðurinn eru í göngufjarlægð frá hátíðarsvæði og náttúran er einstök.  Fjölbreyttir gistimöguleikar, sjá upplýsingar.  Það er gott að koma í Eyjafjarðarsveit. 08.06.2009

Umsóknarfrestur 10.júní 2009

Minnum á að umsóknarfrestur til þátttöku á Handverkshátíð 2009 rennur út 10.júní næstkomandi.  Þátttaka fyrir sýnendur og Krambúð fer á sama umsóknareyðublað.  Umsóknareyðublað má finna undir Bréf og umsóknir. 
06.06.2009

Þráður fortíðar til framtíðar vekur athygli

Fjölmiðlar hafa verið ötulir að fjalla um Þráð fortíðar til framtíðar, samkeppni um hönnun úr íslenskri ull.

(Mynd : Benjamín Baldursson)
Þær sem standa að samkeppninni : f.v. Arndís Bergsdóttir, Anna Gunnarsdóttir, Ester Stefánsdóttir forsprakki, Margrét Lindquist, Dóróthea Jónsdóttir, Bryndís Símonardóttir.
Sjá frekari upplýsingar undir LESA MEIRA
27.05.2009

Umsóknarfrestur 10.júní

Af gefnu tilefni þá urðum við að framlengja umsóknarfrest sýnenda á handverkshátíð til 10.júní.

Bréf og umsóknareyðublöð má finna undir Bréf og umsóknir hér í valmynd.

27.05.2009

Þráður fortíðar til framtíðar

Spennandi samkeppni um nýsköpun úr íslenskri ull.
Sjá hér til hliðar undir Þráður fortíðar.

04.05.2009

Kynningarbréf og umsóknareyðublöð

Nú er kynningarbréf hátíðarinnar komið á vefinn ásamt umsóknareyðublaði. 
Sjá "Bréf og umsóknir" hér vinstra megin á síðunni.

Skilafrestur umsókna er 31.maí næstkomandi.

21.04.2009

Breyttur opnunartími hátíðar

Ákveðið hefur verið að lengja opnunartíma handverkshátíðar um einn dag.

Í ár verður hátíðin því dagana 7.ágúst - 10.ágúst frá föstudegi til mánudags. 

Þetta er gert með það fyrir sjónum að gríðarlegur fjöldi fólks er á Norðurlandi þessa helgi og heimafólk í Eyjafirði hefur ekki átt heimangengt yfir helgina sökum anna.  Ferðafólk og heimamenn eiga því möguleika á að sækja hátíðina heim á mánudeginum.  Þetta er tilraun sem vert er að reyna.

Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar koma á netið á næstu dögum.

17.04.2009