Freyvangur

Félagsheimilið Freyvangur var byggt árið 1957 sem félagsheimili Öngulsstaðahrepps. Eigendur hússins eru sveitarfélagið, Búnaðarfélag Öngulsstaðahrepps, Samherjar og Kvenfélagið Aldan-Voröld. Í Freyvangi fór lengi fram félagsstarfsemi af ýmsum toga, bæði fyrir aðila innan sveitarfélagsins sem og aðra.

Upp úr aldamótunum 2000 réðst sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar í stefnumörkunarvinnu um framtíðarhlutverk félagsheimilanna í sveitarfélaginu. Freyvangi var þá markað hlutverk leikhúss enda hafði Freyvangsleikhúsið þá lengi haft aðsetur fyrir sína starfsemi í húsinu og verið einn stærsti notandi þess. 

Freyvangur þjónar jafnframt áfram hlutverki félagsheimilis og er húsið leigt út fyrir veislur, tónleika, ættarmót og aðra þá viðburði sem húsið getur þjónað.

Frá 1. maí 2022 tók leikfélagið Freyvangsleikhúsið við Freyvangi og hefur full umráð yfir húsinu. Heimasíða þeirra er freyvangur.is

Síðast uppfært 11. janúar 2023
Getum við bætt efni síðunnar?