Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar


Sumaropnun (1. júní-18. ágúst)

Mánudaga til föstudaga kl. 06:30-22:00
Laugardaga og sunnudaga kl. 10:00-20:00 

        Vetraropnun (19. ágúst - 1. júní)

        Mánudaga til fimmtudaga kl. 06:30-22:00
        Föstudaga kl. 06:30-20:00
        Laugardaga og sunnudaga kl. 10:00-20:00

 

Sundlaug Eyjafjarðarsveitar var vígð eftir endurbætur í ársbyrjun 2007. Laugin sjálf er 10 x 25 metrar og við hana stór vaðlaug sem er einstaklega skemmtilegt buslusvæði fyrir börnin en jafnframt notalegt sólbaðssvæði fyrir þá sem eldri eru. Að auki er við sundlaugina heitur pottur og eimbað að ógleymdri stórri vatnsrennibraut sem ætíð er líf og fjör í kringum. Svæðið hentar sérlega vel barnafjölskyldum, enda skipulagt þannig að gott er að sjá yfir það allt hvort sem er frá sundlaug, vaðlaug eða potti. 

Í sundlauginni er gott aðgengi fyrir fatlaða einstaklinga. Hægt er að fá einkaklefa, sturtustóll er til staðar og lyftur eru í pottinn og sundlaugina.  Að auki er rampur frá bakka og niður að sundlaug sem auðveldar aðgengi fyrir einstaklinga í hjólastól. 

Gjaldskrá fyrir sund og líkamsrækt 2020

Fullorðnir
Eitt skipti - 850 kr.
10 miðar - 4.500 kr.
30 miðar - 9.000 kr.
Árskort - 32.000 kr.

Unglingar 18-19 ára
Eitt skipti - 450 kr.
Árskort - 18.000 kr.

Börn 6-17 ára
Eitt skipti - 250 kr.
Árskort - 2.500 kr.

Eldri borgarar 67+
Eitt skipti - 250 kr.
Árskort - 2.500 kr.

Leiga
Sundföt - 650 kr.
Handklæði - 650 kr.


 Öryrkjar fá frítt í sund

Kort gilda fyrir sund og líkamsrækt


Íþróttasalur
Ein klukkustund  8.000 kr.
Tvær klukkustundir 12.000 kr. og klukkutíminn eftir það 4.000 kr.
Fastur tími í sal yfir veturinn v/fótbolta og þ.h. 6.500 kr.
Ef greitt er fyrir allan veturinn í einu  -10% - Ef greitt er fyrir eina önn í einu -5%

Hyldýpi - Leiga
Klukkustund  2.000 kr.
Tvær klukkustundir 3.500 kr. og klukkutíminn umfram það 500 kr.

 

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar
v/ Hrafnagilsskóla, 605 Akureyri
Sími: 464 8140 / 895 9611
Netfang: sundlaug@esveit.is

Síðast uppfært 04. febrúar 2020
Getum við bætt efni síðunnar?