Viðburðir

Senda inn viðburð
4. des

Orðsending frá Bókaklúbbnum

Á síðasta bókakúbbsfundi, þann 6. nóvember, var rætt um bók októbermánaðar. Kalmann, sem flestum þótti skemmtileg og gaman að sögusviðið skyldi vera á afskekktum stað á Íslandi, Raufarhöfn og fjalla um mann sem var ekki alveg eins og fólk er flest. Ákveðið var að bók nóvembermánaðar yrði Súkkulaðileikur eftir Hlyn Níels Grímsson. Í þeirri bók er fjallað um mann sem kerfið hefur hafnað, tekið í fóstur eða gíslingu - allt eftir því hvernig á það er litið. Hittumst næst á bókasafninu fimmtudaginn 4. desember kl. 16:30. Allir eru velkomnir í bókaklúbbinn!
4. des

Jólahlaðborð Félags eldri borgara í Eyjafjarðarsveit - skráningu lýkur 26. nóvember

Jólahlaðborð Félags eldri borgara í Eyjafjarðarsveit verður haldið á Múlabergi fimmtudaginn 4. desember kl. 19. Hægt er að skrá sig á lista í Félagsborg í opnu húsi eða hjá Hansínu Maríu í síma 863-1539. Skráningu lýkur 26. nóvember.
4. des

Aðalfundarboð Veiðifélags Eyjafjarðarár

Stjórn Veiðifélags Eyjafjarðarár starfar í samræmi við lög nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði og á grundvelli samþykkta félagsins. Í 9 gr. samþykkta félagsins er kveðið á um hvaða mál skal taka fyrir á aðalfundi: