Frisbígolf

Frisbígolfvöllurinn við Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar er 9 brauta völlur. Spila má völlinn frítt og hann hentar vel bæði byrjendum og þeim sem hafa þegar prófað frisbígolf áður. Brautirnar eru fjölbreyttar og skemmtilegar.

Frisbígolf er frábær leið til að fara út að hreyfa sig og njóta útiveru og hentar vel til samveru með vinum og fjölskyldu.

---

Ath. Völlurinn hefur verið tekinn niður vegna framkvæmda í Hrafnagilshverfi.

Síðast uppfært 13. janúar 2026
Getum við bætt efni síðunnar?